Samfylkingin er í valþröng - þjóðin bíður

Samfylkingin var neina varaáætlun í kosningabaráttunni, heldur var keyrt á prinsippinu heimsyfirráð eða dauði, þ.e. innganga í Evrópusambandið eða ekki neitt. Samfylkingin fékk ekki þann liðsstyrk sem hún sóttist eftir hjá kjósendum og því stendur val flokksins á milli tveggja slæmra kosta. Annars vegar að játa sig sigraða, fara í stjórnarandstöðu og hins vegar að leggja til hliðar kröfuna um aðildarumsókn.

Forysta Samfylkingar veit að hún er í valþröng. Þess vegna er reynt að slá ryki í augu almennings, og þó sérstaklega fjölmiðla sem gjarnan vilja láta rykblinda sig, og sagt  að samkvæmt hausatalningu þingmanna þá sé meirihluti á alþingi fyrir aðildarumsókn. Þetta er þvættingur. Tveir flokkar, Vinstri grænir og Sjálfstæðisflokkur, eru með flokkssamþykktir um að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þingmenn þessara flokka geta ekki vikist undan samþykktum flokksmanna. Framsóknarflokkurinn er með stífar kröfur um samningsmarkmið, kröfur sem fyrirséð að eru óaðgengilegar fyrir Evrópusambandið. Þingmenn Framsóknarflokksins geta því ekki samþykkt að senda almenna opna umsókn til ESB. Borgarahreyfingin sagði fátt um Evrópumál í sinni kosningabaráttu og þingmennirnir fjórir þar á bæ hafa ekki úrslitaáhrif.

Ef Samfylkingin væri heiðarlegur flokkur myndi hann horfast í augu við staðreyndir og annað tveggja láta af kröfunni um aðildarumsókn eða hætta stjórnarmyndunarviðræðum. Það á ekki að bjóða þjóðinni upp á þennan blekkingarleik. Ef Samfylkingin vill ekki kannast við stöðu mála verða Vinstri grænir að taka af skarið.

Það er hvorki meirihluti á þingi né meðal þjóðarinnar að senda aðildarumsókn til Brussel. Látum nú staðar numið í Evrópuumræðunni og hefjumst handa við endurreisnina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

VG er líka með flokkssamþykkt um að aðild Íslands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og eins og þú segir geta þingmennirnir ekki vikist undan samþykktum flokksmanna.

Gunnar J Briem (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 01:22

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég er sammála þessum pistli en í framhaldi af því er alveg magnað hvað meirihluti blaðamanna eru meðvirkar hópsálir. Fyrstu fjóra dagana eftir kosningar mátti skilja á flestum blaðamönnum og atvinnustjórnmálaskýrendum  að Borgarahreyfingin og Framsókn væri ólm að koma Íslandi í ESB á hvaða kjörum sem er.

Sigurður Þórðarson, 1.5.2009 kl. 06:36

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Gunnar, en það segir ekkert um það hvenær það eigi að verða eða hvernig það eigi að bera að.

Hjörtur J. Guðmundsson, 1.5.2009 kl. 08:51

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Takk fyrir athyglisverðan pistil, Páll. Ég velti því fyrir mér hvorti eitthvað skorti upp á málefnalega breidd og dýpt - og kannski málefnaþroska - hjá stjórnmálaflokkunum okkar. Þá er ég ekki aðeins að tala um Samfylkingu.

Kosningabaráttan var eins og leikið væri á hljóðfæri með fáum og illa stilltum strengjum.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 09:48

5 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

"Ef Samfylkingin væri heiðarlegur flokkur..." Svona eins og ... bíddunúvið,  hinir ?

Góður frasi, en sammála þér um endurreisnina, sem felst auðvitað ekki í endalausu tuði um Evrópusambandið.

Meðan Baldur Hermannson leggur til "málefnalega breidd og dýpt" hljótum við þó öll að vera í góðum málum.

Meðan á því gengur átta sumir sig kannski á því að við erum ekki lengur sætasta stelpan á ballinu.   Getið líka gleymt þessarri sem "gerir kannski sama gagn"

 Sorrí gæs, þið eruð ljóti strákurinn, sem er ekki einu sinni hleypt inn á ballið.  Verður bara lamin í klessu fyrir utan...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 12:43

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Klukkan ekki orðin eitt og Hildur dottin í það.

Baldur Hermannsson, 1.5.2009 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband