Raðbilun Samtaka iðnaðarins

Fúskauglýsing Samtaka iðnaðarins er dæmi um raðbilun í dómgreind. Hugmyndasmiðir, hönnuðir og þeir sem ákveða birtingu eru slegnir blindu - enginn þeirra sér það sem allir aðrir sjá. Þegar félagsskap eins og Samtökum iðnaðarins verður svona á í messunni þarf að leita á mið djúpsálfræðinnar um skýringar.

Myndin sýnir subbulegan miðaldra kall gera vont við unga konu sem liggur bjargarlaus á bakinu. Miðaldra subbukarlinn er auðvitað Samtök iðnaðarins og saklausa stúlkan íslenska fjallkonan sem hné í ómegn við hrunið. Misþyrmingin sem stendur fyrir dyrum er að Samtökin ætla að nauðga fjallkonunni til Brussel.


mbl.is Auglýsing SI vekur hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auglýsingin gekk of langt. Maður spyr sig hvað hafi verið að gerast í höfðinu á þeim sem þar voru að verki.

En þeir einir bera ekki ábyrgð, heldur líka þeir sem birta auglýsinguna, fjölmiðlar. En það kemur svosem ekkert aftan að þjóðinni. Það vita allir að fjölmiðlar á Íslandi eru falir.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband