Aulaspurningar elítunnar og gjaldþrotin til ESB

Í Sjónvarpsfréttum í kvöld var Steingrímur J. Sigfússon spurður: En þið eruð vinstri græn, er það ekki? Fréttastofa Sjónvarps var búin að gera sér þá mynd af Vinstri grænum að þeir ætluðu að selja andstöðuna við inngöngu í Evrópusambandið fyrir umhverfispakka.

Til að toppa aulaháttinn var talsmaður Samtaka iðnaðarins í viðtali þar sem hann hótaði að fyrirtæki flyttu úr landi ef tækjum ekki stefnuna á Sambandið. Halló, velflest fyrirtæki landsins eru gjaldþrota. Það yrði landhreinsun af flutningi þeirra.

Ef hrunið hefur eitthvað kennt okkur þá er að það að treysta ekki fyrirtækjum og samtökum þeirra. Þar hefur lygin ráðið för allan auðmannaáratuginn.

Þar fyrir utan: Þjóðin er ekki til fyrir fyrirtækin, heldur öfugt. Fyrirtæki eru stofnuð til þjóna hagsmunum samfélagsins. Það sýnir undanvillingahátt Samfylkingar að gera fyrirtæki að leiðastjörnu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Páll

Ég kannast vel við þetta

Við þurftum að hlusta á þennan söng hérna í Danmörku allan sólarhringinn þegar evru herferðin var hér árið 2000 - og sem ríkisstjórnin tapaði.

Þá komu fyrirtækin í unnvörpum og þóttust ætla að flytja til X eða Y ef þjóðin gengi ekki í galdrabandlagið að fullu. Ekkert varð úr þessu annað en að þau fluttu helst út fyrir evrusvæðið því evran hefur hækkað um ca. 100% gagnvart dollar frá 2002/3 til 2007/8. Sum fóru til Kína, Rúslands eða Austur Evrópu. Mörg eru komin heim aftur og sum þeirra fluttu í staðinn upp til Norður Jótlands (Álaborgar) og tókst þar að fá húsnæði og starfskrafta fyir minna en í Kína því framleðni varð miklu betri. Einkum gerðu tæknifyrirtækin þetta.

Þetta er alltaf notað. Þetta er svona loftpressa sem er notuð. En hver vill lána landflótta fyrirtæki sem fretar í fótspor Baugs og Co? Þar fyrir utan þá eru vextir á kasssakredit minni fyrirtækja hérna ca 12-18% í ca 1% verðbólgu.

Kveðjur

úr paradís

Leyfi mér að skjóta þessu broti úr ESB-grein minni hér inn

Atvinnurekendur hafa tekið eftir þessu og lært hér af. Þegar evrunni var ýtt úr vör töldu danskir atvinnurekendur lífsnauðsynlegt að Danir tækju strax upp evru, en þessi skoðun er svo sannarlega breytt núna. Þessir sömu dönsku atvinnurekendur hafa horft á evruna falla um 30% gagnvart dollar og svo hvernig hún hefur hækkað aftur gagnvart dollar. Allt þetta hefur átt sér stað á þeim 10 árum frá því evra kom til sögunnar, sem sýnir að evra lýtur nákvæmlega sömu lögmálum og allir aðrir gjaldmiðlar heimsins. Það er þó fyrst og fremst hagvaxtargildra Evrópusambandsins sem hefur haft úrslitaáhrif á minnkandi áhuga danskra atvinnurekenda á evru. Þeir sækja jú vöxtinn þar sem hann er að fá og það er ekki á evrusvæðinu.

meira hér: Þrífst frelsið í faðmi ESB og evru?

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 20:55

2 identicon

Þessar hótanir voru bankarnir líka með fyrir tveimur árum og voru þá að svara gagnrýni Ögmundar og fleiri. 

Fara úr landi, flytja höfuðstöðvar, óvinveitt umhverfi, evrur um evrur frá evrum til evra og flytja til evrulanda.

Þeir hefðu betur farið. 

Látum þessar hótanir sem vind um eyru þjóta. 

En það verður að finna hæfa fréttamenn á RÚV hið snarasta. Allt of margir skilja ekki hlutleysishugtakið.  

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Er ekki hægt að setja svona upplýsingar í fjölmiðlanna ekki veitir af einsog þetta elítu ESB kjaftæði er troðið í okkur alla daga í fjölmiðlum eða eru þetta allt saman orðin baugstíðindi sem sossarnir vina svo fyrir hörðum höndum....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 28.4.2009 kl. 21:20

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Jóhanna Sigurðardóttir sagði í lok fyrrnefnds viðtals að Samfylkingin legði líka áherslu á umhverfismálin.

Og hvernig skyldi nú stefnan, sem samþykkt var á nýlðnum landsfundi SF hafa verið.

Hún er einfaldlega nær algerlega samhljóða stefnu Vinstri grænna.

Á landsfundi SF var felld tillaga um að SF vildi að Ísland fengi undanþágu frá mengunarkvótum til að reisa fleiri álver.

Sem þýðir einfaldlega að vafasamt er að álver í Helguvík komist á koppinn nema að kaupa mengunarkvóta dýrum dómum og álver á Bakka er enn fjær því að rísa.

Sett var inn í stefnuna að stefna að grænu hagkerfi, jafnrétti kynslóðanna (sjálfbær þróun) hverfa frá ágengri orkunýtingu og að friða allt ósnortna eldvirka svæðið milli Vatnajökuls og Mýrdalsjökuls, en það fellir sjálfkrafa út einar 4-6 virkjanahugmyndir á því svæði.

Um hvað er að semja þegar flokkarnir eru sammála í umhverfismálum?

Hvernig væri að menn kynntu sér nýsamþykktar stefnur þessara flokka?

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 21:47

5 identicon

Ómar.  Mér sýnist Páll hafa verið að benda á "fréttamenn" séu svo einarðir í skoðunum sínum á mönnum og málefnum að þeir geta ekki dulið það fyrir alþjóð.

Það sem "fréttamaðurinn" var að segja með spurningunni var að VG ætlaði að svíkja það segist standa fyrir.

Svona "fréttamenn" eiga bara að blogga en ekki segja fólki fréttir í fjölmiðli sem vill láta taka sig alvarlega.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 22:15

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi á bloggið mitt í kvöld um fáfræði og óskhyggju varðandi stefnu stjórnarflokkanna í umhverfismálum.

Fáfræðin í þessu máli fest í því að vita ekki hvað er verið að ræða um.

Óskhyggjan felst í því að standa á því eins og hundur á roði málið sé allt öðru vísi vaxið en það er í raun og veru, miðað við þær staðreyndir sem fyrir liggja.

Ég starfaði nógu mörg ár við fjölmiðlun til að kynnast því hvað það getur verið varasamt fyrir fjölmiðlafólk að ákveða fyrirfram hvernig fréttin verði og skilja það síðan ekki þegar fréttin reynist vera önnur en upphaflega átti að verða.

Mín reynsla var sú að þetta væri einhver mesta hættan sem að fjölmiðlamanni gæti steðjað í leitinni að "bombu"frétt.

Ómar Ragnarsson, 28.4.2009 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband