Láglaunastörf útrásarinnar

Útrásarhagkerfið skóp mörg þúsund láglaunastörf á Íslandi. Útlendingar voru fluttir inn í þessi störf því enginn Íslendingur leit við þeim. Á meðan var íslenskt fjármagn flutt í stórum stíl til útlanda þar sem tuskubúðir, hótel og byggingalóðir voru keyptar.

Samkvæmt fréttum Sjónvarpsins í kvöld eru mörg hundruð láglaunastörf í boði fyrir Íslendinga, þar útlendingarnir eru farnir til síns heima. Atvinnulausir Íslendingar fúlsa við þessum störfum enda launin þau sömu og atvinnuleysisbætur, um 150 þúsund krónur á mánuði.

Hvað ber að gera?

Jú, við eigum að fækka þessum störfum með því að keyra þau fyrirtæki í þrot sem ekki geta greitt mannsæmandi laun. Augljóst er að útrásarhagkerfið hefur ekki verið ormahreinsað nógu vel. Margskonar fyrirtæki sem eiga engan tilverurétt eru enn starfandi. Á meðan þessi fyrirtæki eru enn í rekstri verða vextir að vera nógu háir til að grisja fyrirtækjaskóginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA

Mikið svakalega er ég sammála þér... góð hugleiðing

TARA, 19.4.2009 kl. 19:47

2 Smámynd: Hlédís

Sammála!  Þessi lægstu taxtar eru auk þess sameiginlegt svindl Atvinnurekenda og Verkalýðs-eigenda - greiðasemi við "ríkið", til þess að halda niðri bótum almannatrygginga sem miðast við þá.  "Allt er það eins, liðið hans Sveins"

Hlédís, 19.4.2009 kl. 19:55

3 identicon

Sammála þér.

Berjumst gegn hugmyndum um að lækka atvinnuleysisbætur niður fyrir lægstu taxta. Heimtum lægstu taxta hækkaða svo þeir verði jafnir atvinnuleysisbótum.

Eirný

Eirný Vals (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:01

4 identicon

Nákvæmlega. Ef ég ætla að kaupa lítra af mjólk úti í búð þarf ég að borga ákveðið verð, 100 krónur ef ég man rétt. Ef ég býð 50 krónur er mér sagt að ég fái ekki mjólkina.

Það sama á að gilda um laun. Ef atvinnurekendur eru ekki tilbúnir að borga ákveðna fjárhæð, sem dæmi má nefna 200 þúsund krónur eiga þeir ekki að fá vöruna vinnuafl launþegans.

Af hverju ætti að vera útsala á launum þegar okrað er á flestu öðru?

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 20:23

5 Smámynd: Hlédís

Laun sem nálgast ekki framfærslukostnað - útreiknaðan af Hagstofu Íslands! 

Hlédís, 19.4.2009 kl. 20:37

6 Smámynd: Ingvar

Hvaða nornaveiðar eru í gangi hér. Keyra fyrirtæki í þrot sem ekki geta greitt mannsæmandilaun. Hvernig á húsgagnaverslun að geta greitt mannsæmandi laun þegar að einginn kaupir húsgögn vegna peningaleysis. Keyra hana í þrot.

Hvernig á steypustöð að geta greitt mannsæmandilaun þegar einginn er að byggja vegna fjárskorts? Keyra hana í þrot. Hvernig á saumastofa að geta greitt mannsæmandi laun ef engin eru verkefnin vegna fjárskorts? Keyra hana í þrot.

Láglaunastörf á Íslandi eru í boði ASÍ mafíunnar. Vwerkalýshreyfingin (ASÍ) eru nefnilega búin að gleyma því til hvers hún er. Hún er í dag orðin að fárfestingafélagi. Frstjórar og forseta verkalýshreyfinganar voru svo uppteknir að eyða peningum, lífeyrissparnaði landsmanna í útrásavíkinganna að þeir gleymdu að hugsa um laun umbjóðanda sinna. VR tapaði 500 milljörðum á fjárfestingum með útrásavíkingunum. Það eru 400 milljarðar að falla á ríkissjóð vegna fjárfestinga lífeyrissjóðs ríkisstarfsmanna, vegna þess að lífeyrissjóðurinn er ríkistrygguður og forðráðamenn hanns hafa leikið sér með lífeyrissparnað sjóðsfélaga, og síðan falla þessar skuldir á landsmenn. Vel gert hjá BSBR.

Ég hvet landsmenn að hætta að greiða félagsgjöld í verkalýðsfélög, því að það er glatað fé. Leggjum lífeyrisgreiðslur inn á banka og búum til okkar eigin lífeyrissjóð. Lífeyrissjóð sem ekki eyðir sparnaði okkar í veiðileyfi, utanlandsferðir, lúxusbíla og ofurlaun formanna.

Ingvar

Ingvar, 19.4.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband