Svikaplott Samfylkingar afhjúpað

Samfylkingin selur auðtrúa sálum áróður um að Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið gegn stjórnarskrárbreytingum til að verja kvótaeigendur. Með í sölunni er að Samfylkingin hafi ætlað að ná auðlindum til þjóðarinnar. Í málgagni Samfylkingarinnar kemur hins vegar skýrt fram að megintilgangurinn með stjórnarskrárbreytingunni var að keyra Ísland með hraði inn í Evrópusambandi.

Í vefriti Samfylkingarinnar, Herðubreið, segir þetta:

Ein mikilvægasta breytingin, sem gera átti á stjórnarskránni, var um hvernig stjórnarskránni yrði breytt í framtíðinni, þ.e. að ekki þyrfti að boða til þingkosninga á milli eins og nú er, heldur gæti eitt þing samþykkt breytingar. Þjóðarnauðsyn ber til að næsta ríkisstjórn hefji samninga um aðild að Evrópusambandinu

Samfylkingin vildi geta breytt stjórnarskránni til að fá selja landið með flýti inn í Evrópusambandið.

Þjóðin hefur tryggingu í ákvæði stjórnarskrárinnar að breytingar á henni fái ekki gildi nema með því að tvö þing samþykki og kosningar verði á milli. Þetta ákvæði er til að afstýra meingjörð pólitískra hryðjuverkaflokka, ef svo illa vildi til að þeir næðu meirihluta á alþingi.

Samfylkingin vill afnema tryggingarákvæði stjórnarskrárinnar til að eiga hægara um vik að svíkja landið undir Brusselvaldið án þess að þjóðin fengi rönd við reist.

Hér er hlekkur á tilvísaða grein í Herðubreið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlédís

Hér er ein sem ekki kýs SF og heldur því einmitt fram að Flokkurinn sé að vernda hagsmuni þeirra sem haldið hafa honum uppi lengi. Svei því attan!

Hlédís, 17.4.2009 kl. 23:12

2 identicon

Vildi að svona íhaldsbull væri satt, þá þyrfti maður ekki að borga til flokksins og stunda sníkjur. Til að halda flokknum uppi. Ef einhver flokkur hefur komið óorði á pólitískt starf þá er það íhaldið.

Annars merkilegt hvað sveita og afdalamennska á hljómgrun hjá íslensku þjóðinni. Kannski er sú skýringin að við erum afkomendur þræla. Ekki einu sinni má skoða málin og vita hvað er í pottinum,einu sinni voru þetta kallaðar fordómar.

Sigurdur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:20

3 Smámynd: Hlédís

Með 'Flokkurinn' á ég að sjálfsögðu við Sjálfstæðisflokkinn, svo ekki fari á milli mála.

Hlédís, 17.4.2009 kl. 23:29

4 Smámynd: Tjörvi Dýrfjörð

Sæll Páll

það er smá galli á þessu skúppi hjá þér!

Samkvæmt fréttum þá var það ekki þessi breyting sem þú týnir hér til á stjórnarskránni sem stóð í sjáLfstæðisFLokknum heldur var það fyrst og fremst ákvæði um eignarrétt þjóðarinnar á auðlindunum sem þeir gátu ekki samþykkt.

hinsvegar þá er það rétt að greinarhöfundi Herðubreiðar sem er nota bene ekki vefrit Samfylkingarinnar frekar en AMX er fréttavefur sjáLfstæðisFLokksins heldur nokkurra samfylkingarmanna finnst greinilega verst að þetta ákvæði náðist ekki fram þar sem engar breytingar voru gerðar.

(þar sem þú titlar þig blaðamann þá vænti ég betri hemildarvinnu af þér en annara bloggara)

Tjörvi Dýrfjörð, 18.4.2009 kl. 01:08

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er nokkuð merkilegt að Jóhanna talaði um nef og Sjálfstæðisflokkinn í sömu andránni.  En plott Sandfylkingarinnar í stjórnarskrármálinu lyktar illa svo ekki sé meira sagt og talandi um að gefa lýðræðinu langt nef, þá hef ég aldrei, aldrei já aldrei orðið vitni að öðru ein lýðskrumi og þegar Jóhanna og Sandfylkingin öll talar um lýðræði því einmitt þá er hægt að tala um að heill flokkur gefur lýðræðinu langt nef.

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.4.2009 kl. 01:52

6 identicon

Þakka þér Páll -

Það hefur lengi verið vitað að Samf. með JS í broddi fylkingar hafa EKKI hagsmuni okkar að leiðarljósi.

Á sínum tíma barðist Alþýðuflokkurinn fyrir því að rústa innlendum landbúnaði - allt átti að flytja inn - Evrópa myndi sjá okkur fyrir matvælum - Evrópa hefur á undanförnum mánuðum sýnt í verki hvað það er sem hún vill senda okkur.

Tómas Ibsen - það er æði margt sem lyktar illa í Samfylkingunni - Baugsmiðlarnir fara hamförum - Mogginn - sem fáfrótt fólk telur vera málgagn Sjálfstæðisflokksins taka þátt í árásunum með Agnesi Bragadóttur í broddi fylkingar þegar kemur að rógi og skítkasti.

Þakkir til þingmanna Sjálfstæðisflokksins fyrir að standa vörð um Stjórnarskrána þrátt fyrir aðkast fjölmiðla - þakkir til þingmannanna að halda vöku sinni þrátt fyrir óhóður landsölusinna.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 05:15

7 identicon

sæll Páll

 Ekki ætla ég að fara að setja út á sérviskulegar útleggingar þínar á stefnu og hugmyndum Samfylkingarinnar, -  langaði bara að leiðréttt þá missögn þína Herðubreið sé vefrit Samfylkingarinnar. Eins og skýrt kemur fram á vef Herðubreiðar er það gefið út áog tímaritinu einnig þá er það gefið út af sjálfstæðu félagi, á ábyrgð Ritstjóra og ritnefndar. Eigum við ekki bara að vera ósammála um efnisatriði en vera ekki að bera svona skrök á borð.

 kveðja, Flosi

Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 11:45

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég skrifaði vefrit Samfylkingarinnar og þau orð má skilja á þann veg að flokkurinn standi að útgáfunni.

Samkvæmt upplýsingum vefritsins standa eftirtaldir aðilar að útgáfunni og í því ljósi er réttara að tala um vefrit samfylkingarfólks. Auðvitað er stór munur þar á:

Ritstjóri
Karl Th. Birgisson

Ritnefnd
Anna Pála Sverrisdóttir
Flosi Eiríksson
Guðmundur Andri Thorsson
Jens Sigurðsson
og Kristrún Heimisdóttir

Páll Vilhjálmsson, 18.4.2009 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband