Morgunblaðið styður Samfylkinguna

Morgunblaðið styður Samfylkinguna í þessari kosningabaráttu. Sannfæring ritstjóra Morgunblaðsins fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið ræður því að samfylkingarlínan ræður ríkjum á blaðinu. Í leiðara dagsins er tekið undir með Samfylkingunni að innganga Íslands í Evrópusambandið sé töfralausn sem leysi flestan vanda Íslendinga.

Í stað þess að segja fullum fetum að Morgunblaðið styðji Samfylkinguna fer blaðið þá leið að endursegja gífuryrta grein Benedikts Jóhannessonar frá því í blaðinu í gær.

Morgunblaðið segir fáar fréttir af efnahagshruninu í evrulöndunum Spáni, Írlandi, Grikklandi og Austurríki. Þær fáu fréttir um hörmungarástandið í löndum Evrópusambandsins sem rata á síður blaðsins eru faldar í litlum eindálkum.

Morgunblaðið er fimmta herdeild Evrópusambandssinna á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Samfylkingin á enn möguleika á að gera öllum Íslendingum stóran greiða: Biðjast afsökunar á uppgjafarstefnu sinni, hætta ESB trúboðinu og draga framboð sitt til baka.

Haraldur Hansson, 17.4.2009 kl. 18:35

2 identicon

Er efnahagsvandi annarra ríka smitandi? Er það þannig að ef við göngum í ESB þá allt í einu poppar upp sami vandi hér og hrjáir sum verst stæðu ríki ESB? Af hverju ekki ástand vel stæðu ríkjanna?

Ég er farinn að halda það að þeir sem eru á móti ESB aðild séu svartsýnasta fólk á Íslandi - eru bara á móti en stinga ekki upp neinum lausnum.

zaegirs (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 18:53

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við komum þó fram undir nafni, zaegirs.

Fyrir utan nafnleysið ertu þjakaður af sömu villu og flestir Evrópusambandssinnar. Við sem viljum ekki ganga í Evrópusambandið þurfum ekki og eigum ekki að benda á aðra lausn en þá að Íslendingar eigi að búa áfram í fullvalda ríki. 

Meinloka Evrópusambandssinna er að við við verðum að segja okkur til sveitar, ef ekki til Brussel þá annað.

Páll Vilhjálmsson, 17.4.2009 kl. 19:01

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Lifi fjalldrapinn

og sjálfstætt Ísland.

Látum ekki vanstjórn undanfarinna frjálshyggju-ára hæða okkur frá því að vera áfram sjálfstæð þjóð á milli tveggja efnahagsrisa.

Munum söguna um strákinn sem henti steinum í sofandi risa og fékk þá til að trúa því að þeir væru að berja hvern annann.

Það er saga sem við getum dregið lærdóm af í dag!

Ásgeir Rúnar Helgason, 17.4.2009 kl. 20:16

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

zaegirs getur fundið ýmsar tillögur að lausnum hjá fólki sem er á móti aðild Íslands að ESB ef hann ber sig eftir því.

Axel Þór Kolbeinsson, 17.4.2009 kl. 21:08

6 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Frjálst og fullvalda ríki verður að sníða sér stakk eftir vexti, ekki eyða meir en það aflar, ekki satt? 

Við eru nú á sveit hjá IMF.  Hvernig losnum við við IMF, fjárlagahallann, Icesave, atvinnuleysið, gjaldeyrishöftin, verðtrygginguna, háu vextina og viðhöldum velferðakerfinu allt á sama tíma?  Erfitt ekki satt?  Og svarið er:

ESB er engin laus.  Vola! 

En sá draumur að búa á Íslandi þar sem lífskjör eru í frjálsu fall!

Andri Geir Arinbjarnarson, 17.4.2009 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband