Pólitískt blóð Geirs er ekki nóg

Mútufé sem Sjálfstæðisflokkurinn tók við frá FL-group, Landsbankanum og ef til vill fleirum sýnir einbeittan brotavilja af hálfu flokksins til að selja stjórnmálaáhrif fyrir peninga. Flokkurinn sem einu sinni stóð fyrir samstöðu allra þjóðfélagshópa á grunni einstaklingsfrelsis, ábyrgðar og ráðdeildar seldi sig eins og hver önnur drusla til auðmanna.

Spillingin sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið uppvís að vegur að rótum lýðræðissamfélagsins. Stjórnmálaflokkar fá opinbert fé til að reka sig vegna þess að starfsemi þeirra er í þágu almannahags. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn þiggur mútur auðmanna svíkur hann í senn grunnhugsjónir sínar og íslenskt samfélag. Svik stjórnmálaflokks við umbjóðendur verða tæplega meiri og alvarlegri.

Sjálfstæðisflokkurinn hreinsar sig ekki með pólitísku blóði Geirs H. Haarde. Meira þarf til.

Bjarni Benediktson formaður Sjálfstæðisflokksins þarf að hringja þrjú símtöl í dag. Hann á að segja efstu mönnum á listum flokksins í Reykjavík og næst efsta manni listans í SV-kjördæmi að þeir eigi að víkja.

Ef Illugi, Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín neita á Bjarni að upplýsa alþjóð á morgun um viðbrögð þremenningana. Það er þá undir meðframbjóðendum þríeykisins að kveða upp úr um hvort þeir fylgi formanni sem vill endurreisa tiltrú almennings á flokknum eða ganga glötunarveg spillingar og svika.

Sjálfstæðisflokkurinn var staðinn að verki og ef flokkurinn sýnir ekki iðrun í verki og uppfyllir lágmarkskröfur um ábyrgð á flokkurinn ekkert erindi í íslensk stjórnmál. Ásamt eignarhaldsfélögum auðmanna verður Sjálfstæðisflokkurinn keyrður í gjaldþrot.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Magnaður pistill hjá þér og réttsýnn.

Númi (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Í stuttu máli sagt xD á enn möguleika.

  1. Vinna trúverðugleika
    Gulla verður að fjúka og Kjartan úr Miðstjórn...helst Illugi og Þorgerður
    líka og  fleiri. Endurnýja þarf ALLT starfslið Valhallar.
  2. Allar greiðslur til flokksins 2003-2009 upp á borðið
    Það kallar á þrýsting á aðra flokka að gera það sama
  3. Boða ekki 20% niðurfellingu skulda, heldur 30, jafnvel 40%
    Bankar fara jafnvel á hausinn en litlir Sparisjóðir spretta jafnhratt upp aftur
  4. Boða leið Péturs Blöndal um 5% innköllun kvóta í 20 ár með
    árlegri kvóta-ávísun til allra landsmanna, sem selt geta hana á markaði
  5. Boða rafbílavæðingu á Íslandi (alveg gerlegt...)
  6. Viðhalda verðtryggingu, en færa viðmiðið yfir á launavísitölu
    (alltaf greitt sama þekkta hlutfallið af launum í húsnæði)
  7. Gjaldþrot við íbúðarmissi hætti.
    Íbúðarlán verði veð í fasteign, en ekki persónum. Ehf leiðin til almennings.
  8. Skattar á eldri borgara verði lækkaðir, með öllum ráðum
  9. Erlendar skuldir vegna jöklabréfa verði frystar.
    Tökum okkar túlkun á innistæðutryggingarsjóð til viðmiðunar ekki viðmið ESB.
  10. Fullnýta þarf ESB gallana í kosningabaráttunni
  11. Afnám tolla á ýmsar vörur (lækka kostnað almennings)
  12. Boða breytta lyfjalöggjöf til gera innflutning frá fleiri löndum kleifan og rýmka leyfi
    til innflutningsaðila. Koma þannig raunverulegri samkeppni af stað
  13. Snúa baki við sérhagsmunum stórra stuðningsaðila xD. Þetta er rétti tíminn til þess.

Haraldur Baldursson, 10.4.2009 kl. 11:55

3 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Hvernig í fjandanum tengjast Illugi og Þorgerður þessu máli?

Þorgerður var jú varaformaður og í framkvæmdastjórn en það hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að hún tengist málinu eða hafi vitað af því yfirleitt.

og hvar á Illugi að hafa komið að þessu? Á þessum tíma var ekki þingmaður, hann hafði stuttu áður náð 5. sæti í prófkjöri! Afhverju ekki heimta afsögn Guðfinnu Bjarnadóttur líka?

Friðjón R. Friðjónsson, 10.4.2009 kl. 14:56

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þorgerður Katrín var og er varaformaður og hlýtur að bera ábyrgð sem slík. Varaformaður sinnir flokksstarfi og peningarnir voru fengir til að reka flokkinn. Illugi var á leið á þing og kom að undirbúningi sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja til FL-group/Glitnis á þessum tíma. Þar að auki er hann með á bakinu Glitnissjóð 9. Þjónusta Illuga í þágu auðmanna gerir hann sérstaklega ótrúverðugan.

Páll Vilhjálmsson, 10.4.2009 kl. 15:16

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Geir var duglegur að predika náið samstarf hans og Þorgerðar...það er ekki í boði að velja bara bestu bitana úr. Annað hvort var samstarfið náið eða ekki.

Haraldur Baldursson, 10.4.2009 kl. 16:11

6 identicon

 Sem ráðherrar í hrunsstjórninni áttu Þorgerður og Guðlaugur að draga sig alfarið í hlé frá stjórnmálum, og mögulega skoða "come back" síðar?

 Öðruvísi reynist flokknum erfitt að gagnrýna ábyrgðarleysi Samfylkingarráðherra sem sitja sem fastast í öruggum ráðherrastólum eftir kosningar.

Vissulega má segja að þeim tveim hafi verið hafnað í prófkjörunum, en ekki meira en svo að þau sáu ekki ástæðu að draga sig í hlé.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:23

7 Smámynd: Friðjón R. Friðjónsson

Þessi HS/FL-Group/Glitnis tenging er svo langsótt að það hálfa væri nóg.

Þessi frétt Rúv er sérhönnuð til að dreifa skítnum.Hún var ömurlegur rógburður.

Það var ekkert í þessarir frétt.

20. des barst einkavæðingarnefnd bréf frá Glitni sem lýsti áhuga á að kaupa HS.

Nefndin svarar að ekkert verður ákveðið fyrr en ákveðið verði hvernig að sölunni verði staðið.

Rest eru getgátur og rógur.

Friðjón R. Friðjónsson, 10.4.2009 kl. 16:36

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það liggur fyrir að undir forystu Sjálfstæðisflokksins voru opinberar eigur seldar einkaaðilum. Eftir að flokkurinn varð uppvís af því að þiggja mútur frá FL-group og Landsbankanum þarf að útskýra hvor ástæðan réð meiru um afstöðu flokksins:

a) Almenn sannfæring um að einkarekstur sé betri en ríkisrekstur.
b) Sértæk þjónusta við auðmenn sem reiddu fram fúlgur til flokksins.

Páll Vilhjálmsson, 10.4.2009 kl. 17:39

9 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Magnaður pistill Páll!

Þú kannt að koma orðum að hugsun þinni - svo sannarlega.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 10.4.2009 kl. 20:38

10 identicon

Áttu þeir að fá ReiCode frítt?

Jóhann (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 22:38

11 identicon

Það er frekar hljótt um stærsta hagsmunahópinn innan flokksins, þ.e. útgerðarmennina.

Ef hreinsa á til þá þarf ekki síst að losna við Einar Kristin og Kristján Þór. Það eru helstu fulltrúar gamla útgerðarvaldsins.

Þessi nýji af nesinu mætti líka missa sín. Sá sem seldi Snæfellsjökul.

HVG (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 23:13

12 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Getur einhver svarað mér varðandi eina spurningu. Afhverju hafa hægri menn með hægri hugsjónir ekki reynt að stofna annað hægri flokk gegn Sjálfstæðisflokknum ? Það eru til svo margar gerðir af hægri mennsku að það er ótrúlegt að allir hægri menn skuli getað þrifist innan sama flokksins. Það er til dæmis mjö mikill blæbrigða munur á samfylkingu og vinnstri grænum.

Brynjar Jóhannsson, 11.4.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband