Útrásarmeðvirkni og ESB-meðvirkni

Samfylkingin lagðist í útrásarmeðvirkni með Borgarnesræðu Ingibjargar Sólrúnar fyrir þarsíðustu kosningar þar sem hún hampaði Kaupþingi og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni að ógleymdum Jóni Ólafssyni. ESB-meðvirkni Samfylkingarinnar lýsir sér í fylgisspekt við hvaðeina sem frá Brussel kemur. Samkvæmt skoðanakönnunum er Samfylkingin stærsti stjórnmálaflokkur landsins. Fyrir kosningar hljótum við að rífa okkur úr þeirri meðvirkni.
mbl.is Átti að gera skýrari kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Meðan ESB kemur sem "allra meina bót" í staðinn fyrir pólitíska stefnu, þá er ekkert hættulegra fyrir íslenska framtíð en Samfylkingin. Hún er um margt líkari sértrúarsöfnuði en stjórnmálaflokki.

Haraldur Hansson, 27.3.2009 kl. 18:25

2 identicon

En ekki Sjálfstæðisflokkur eða VG?

Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 18:49

3 identicon

Samfylkingin og aðrir vinstri menn kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið og honum miklu frekar en sjálfum útrásarvíkingunum. Með eftirfarandi athugasemdum er ég alls ekki að fría Sjálfstæðisflokkinn af sinni ábyrgð. Einn aðal stuðningsmaður útrásarinnar kemur úr röðum vinstri manna og situr hann að Bessastöðum. Forseti vor Ólafur Ragnar neitaði líka að skrifa undir fjölmiðlalög með afdrifaríkri þróun eignarhalds á fjölmiðlum í framhaldinu. Ég hef ekki séð neinn vinstrimann setja út á athafnir forsetans. Skyldu vinstrimenn ekki hafa tekið eftir því hvað hann aðhafðist? Skyldu þeir ekki vilja setja út á hans verk því hann kemur úr þeirra röðum? Skyldu þeir fá meira kikk út úr því að setja út á verk Sjálfstæðisflokksins en forsetans? Eru þeir ekki að gleyma einum mikilvægum meðvirkum útrásarvíkingi? Ég held að allir viti bornir menn kunni svörin við þessum spurningum.

Kjartan Aðalbjörnsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:20

4 identicon

Grunaði ekki Gvend.

Samspillingin þóttist bara vera í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 19:40

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég fagna því að Samfylkingin skuli vera orðin stærsti flokkurinn á Íslandi. Jafnaðarmannaflokkur sem vill taka þátt í samfélagi þjóðanna og innleiða hér aukin lífsgæði fyrir alla, en ekki bara fyrir suma. Það er í raun bara fyndið þegar verið er að agnúast út í Ingibjörgu Sólrúni og Samfylkinguna og það fyrsta sem mér dettur ævinlega í hug er sú staðreynd að "hver er jafnan sannleikanum sárreiðastur"  Hún hefur í gegnum tíðina haft gott lag að ýta á veiku blettina á sínum pólitísku andstæðingum og gerir enn. Gott hjá þér Ingibjörg og meira svona.

Umsókn um aðild að ESB og endurskoðun Stjórnarskrár Íslands eru tvö okkar stærstu verkefni í uppbygginu hér á landi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.3.2009 kl. 22:04

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Taka þátt í samfélagi þjóðanna Hólmfríður? Það eru 27 þjóðir innan tollamúra Evrópusambandsins en utan þeirra fleiri hundruð. Eða telur þú kannski ekkert utan múra sambandsins sem vert er að gefa gaum???

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 22:39

7 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þess utan skulum við sjá hvað kemur upp úr kjörkössunum, skoðanakannanir eru ekki kosningar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.3.2009 kl. 22:40

8 Smámynd: Offari

Ég hef aldrei skilið hvernig Esb flokkurinn hefur tekist að fría sig allri ábyrgð.

Offari, 27.3.2009 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband