Útrásarfrjálshyggja Samfylkingarinnar

Þegar Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra ætlaði að skella hurðinni á frjálshyggjuna með fjölmiðlalögum veturinn 2004 tók Samfylkingin upp hanskann fyrir auðmennina og varði útrásarfrjálshyggjuna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður og föruneyti hennar tók í faðm sinn útrásarliðið og gaf því lögmæti.

Eftir slaginn um fjölmiðlafrumvarpið var fokið í flest skjól fyrir þá sem vildu andæfa ruglinu. Ólafur Ragnar Grímsson forseti rak síðasta naglann í líkkistu heilbrigðrar skynsemi á Íslandi með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin.

Útrásin sigraði ríkisvaldið og stjórnsýsluna með dyggri aðstoð Samfylkingarinnar og fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins.

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á hugmyndafræði frjálshyggjunnar er það Samfylkingin sem situr uppi með ábyrgðina á öfgafyllstu útgáfu hennar: Útrásarfrjálshyggjunni.

 


mbl.is Hrunin frjálshyggjutilraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við skulum nú ekki fara niður á það plan að kenna frjálshyggjustefnunni um eitthvað sem er henni alls óviðkomandi.

Blahh (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 22:49

2 identicon

þið frjálshyggjumenn eruð ekki bara gjörsamlega rökþrota heldur veruleikafyrrtir !

Heiður (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 00:34

3 identicon

Heyr heyr, Páll!

Allt of fáir virðast þora að benda á þessar augljósu staðreyndir nú þegar fjölmiðlamaskína Samfylkingarinnar malar alla mélinu smærra sem mæla henni í óþökk.

Nói (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 09:19

4 identicon

Yfirklór og afsakanir Samfylkingarinnar eru með ólíkindum. Síðast að þau ættu enga sök því sjálfstæðiflokkur hefði verið mótfallinn evru og ESB - það hefur mörgum samfylkingarmanninum svelgst á yfir viðtalinu við Roggoff á sunnudaginn.

Margrét (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 12:01

5 identicon

Það er nokkuð langsótt að ætla að kenna frjálshyggju eða einhverri stjórnmálastefnu um að menn virða engar leikreglur eða lög til að ná markmiðum sínum fram að féfletta þjóðina.

Varla er það Henry Ford sem er ábyrgur þegar einhver ekur á kolólöglegum hraða yfir á rauðu ljósi og lendir í árekstri og fullur í þokkabót, nema náttúrulega þegar útrásarmafíumeðlimir ættu í hlut.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Þetta er satt, það var rosalegt hvernig örlög fjölmiðlafrumvarpsins tóku gjörsamlega ráðin af DO seinna meir sem Seðlabankastjóra til að beita þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn á að hafa, eins og til dæmis bindiskyldunni.

 Eftir að helvítis kommarnir voru búnir að eyðileggja tangarhaldið á frjálshyggjuútrásarbankafjárglæpamönnunum með því að fella fjölmiðlafrumvarpið, með forsetann í broddi fylkingar, voru mönnum náttúrulega allar bjargir bannaðar.

En svona fer þegar allir þessir fávitar ganga lausir í veröldinni og geta sett á prent hvaða djöfuls þvælu sem er.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 6.3.2009 kl. 16:15

7 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Langt síðan ég las aðra eins þvælu.

Sigurður G. Tómasson, 6.3.2009 kl. 17:32

8 identicon

Slæm menning réttlætir ekki verri menningu

Þó svo að fjölmiðlarnir hafi verið (og eru enn) slæmir, þá þýðir það ekki að fjölmiðlalögin hefðu eitthvað bætt stöðuna.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 17:59

9 identicon

Hef heyrt um einn sem þvælir daglega í útvarpi og fær víst greitt fyrir. (o:

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 18:06

10 identicon

Bíddu við. Forsetinn vísaði lögunum til þjóðarinnar til staðfestingar samkvæmt stjórnarskrá. Það var DO& co sem þorðu ekki að fara áfram með málið og dró frumvarpið til baka. Það var Davíð Oddson sem dró það til baka. Ég mátti ekki kjósa um þessi lög vegna þess að hann dró það til baka!!! Allt tal um annað er hagræðing sögunnar.

Ólafur Ingimarsson (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:51

11 identicon

Hef líka heyrt um einn sem þvælir daglega og tekst yfirleitt að komast á ótrúlega lágt plan þegar hann ræðir um ákveðna einstaklinga. Hef spurt mig hvort S.G.T. hafi aldrei getað sett sig í annarra spor. Vill hann láta ræða svona um sína nánustu?

gss (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband