Sakleysi, græðgi og rússagull

Sannanir fyrir peningaþvætti íslenskra fjármálastofnana á rússneskum fjármunum liggja ekki fyrir. Kringumstæðurökin eru hins vegar sterk. Stjórnvöld hér voru saklaus, að ekki sé sagt einfeldningsleg, græðgi íslensku auðmannanna takmarkalaus og Björgólfsauðurinn kom jú upphaflega frá Rússlandi. Viðskiptaleg blóðskömm var íslenskum bankamönnum inngreypt og nærri má geta hversu ginnkeyptir þeir voru fyrir skjótfengnum gróða.

Íslendingar hafa orðið fyrir þungum búsifjum vegna þeirra auðmanna sem bera ábyrgð á bankahruninu og geðveikislegri spillingu sem þreifst í fjármálastofnunum. Forsendan fyrir endurreisninni, bæði þeirri fjármálalegu og siðferðilegu, er að leita uppi og keyra í gjaldþrot alla þá sem bera ábyrgð á fjármálaspillingunni.

Bankarnir eru í eigu ríkisins og það er skylda þeirra að þjarma að auðmönnum og keyra í þrot. Setja á lög þar sem kveðið er á um að aðilar að gjaldþroti sem nemur 200 m. kr. eða hærri upphæð verði ekki tækir í stjórnir hlutafélaga í 16 ár.

Til að endurreisa orðspor okkar duga engin vettlingatök.

Viðskiptaráð og handbendi auðmanna reyna að hræða okkur með áróðri um yfirvofandi pólitíska spillingu. Pólitísk spilling sem grasseraði hér í áratugi kom þjóðinni aldrei á vonarvöl.


mbl.is Segir Rússa hafa keypt Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og: þingmenn sem stjórnað haf landinu að undanförnu komist ekki upp með að "moona" kjósendur með því svo mikið sem að vera í kjöri næstu 16 ár.

GlG (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 22:37

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Svo veruleikafirrt er þetta aumingja fólk í Alþingishúsinu að þegar mótmælin á Austurvelli voru orðin að vikulegri þjóðhátíð þá uppgötvaði forysta Samfylkingarinnar loksins um hvað þessir fundir snerust.

Það var svo augljóst. Fólkið var að krefjast þess að Samfylkingin tæki við!

Þessir garmar þurfa endurmenntun ekki seinna en strax. Og það þarf að byrja á Litlu gulu hænunni. Burt með þetta fólk og þó við yrðum að notast við fulla Færeyinga í staðinn, yrði það mikill léttir.

Árni Gunnarsson, 13.2.2009 kl. 00:15

3 identicon

Heyr, heyr!

Helga (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:19

4 identicon

eitt er vist að ævintyri björgulfsfeðgana i Petursborg varð til i samvinnu með maffiu þar, eða dettur einhverjum i huga að nokkrir islendingar siglandi með gamla bruggverksmiðju til russlands hafi getað starfað þar an verndar einhverrar maffiu þegar brugg var asamt vændi og eiturlyfjum aðal starfsvettvangur maffiunnar a þessum tima...og ser i lagi brugg, þar sem mikið var undir ...að kenna russum að drekka bjor! Þvotturinn byrjaði siðan með að selja þessa bruggverksmiðju til Heineken og Landsbankinn siðan keyptur!

sigurður örn brynjolfsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:39

sigurður örn brynjolfssons (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:51

5 identicon

Það er svo augljóst hverjum manni sem vill ganga um með augu og eyru opin að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs og Geirs ber nánast alla ábyrgð á þessu öllu. Undir þeirra frjálshyggjustjórn þreifst öll þessi spilling, um það verður ekki deilt í sögubókum framtíðarinnar, sem afkomendur okkar munu lesa Páll. Þar mun ekki verða farið fögrum orðum um Davíð og Geir. 

Stefán (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 09:54

6 identicon

Stefán skrifar: "Það er svo augljóst hverjum manni sem vill ganga um með augu og eyru opin að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Davíðs og Geirs ber nánast alla ábyrgð á þessu öllu." Það er ótrúlegt hvað margir leggja sig í líma við að reyna að láta fólk gleyma vinskap og daðri forsetans og annars framáfólks í Samfylkingunni við gullrassana sem áttu allt þar á meðal bankana og áttu stærstan þátt í að koma okkur á vonarvöl. Frá þessu vinstraliði kom ramakvein í hvert skipti sem eitthvað benti til þess einhver væri ekki í klappliði gullrassanna.

Skúli (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:34

7 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála þér í því sem sem þú segir í þriðju málsgrein. Tæpitungulaust. Gott.

Kv

Finnur

Finnur Bárðarson, 13.2.2009 kl. 15:54

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Fá bara gamaaldags fyrirgreiðssluspillingu aftur, því ekki? Við kunnum ekkert þessa spillingi sem var hér undanfarin ár. Hina, þessa gömlu og góðu þekkjum við.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.2.2009 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband