Leikrit um ríkisstjórn

Samfylkingin stendur fyrir leiksýningu þessa dagana. Ríkisstjórnarleikurinn sýnst um að sannfæra fólk að það skipti einhverju máli hverjir sitja í stjórnarráðinu fram að kosningum. Engin ríkisstjórn gerir eitt eða neitt á þrem mánuðum fyrir kosningar, nema kannski að útdeila bitlingum.

Með þvingaðri ákvörðun neyddust ríkisstjórnarflokkarnir að festa kosningar í vor. Eftir það hætti ríkisstjórnin að skipta máli.

Síðustu þrjá daga hefur Samfylkingin látið drýgindalega og þóst spá í ríkisstjórn með Vinstri-grænum og hlutleysi Framsóknarflokksins. Samfylkingin reyndi að búa sér samningsstöðu gagnvart Sjálfstæðisflokknum. Í kvöldfréttum Sjónvarpsins sló Steingrímur J. þessa hugmynd út af borðinu með því að bjóða þjóðstjórn. Steingrímur J. var ekki á því að láta plata sig inn í minnihlutastjórn með Samfylkingunni í þrjá mánuði og gefa Sjálfstæðisflokknum frítt spil í andstöðupólitík.

Þjóðstjórn gerði Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokknum ekki annað en að auglýsa uppgjöf beggja flokka.


mbl.is Meiri biðlund á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband