Björn er skýr valkostur

Pólitískur dauði Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra er ótímabær. Véfréttir um að hann sé á leið úr stjórnmálum eru sumpart óskhyggja andstæðinga hans og hinum þræðinum spuni úr Baugsmiðlum. Björn er valkostur fyrir hreinlynda hægrimenn sem aðhyllast borgaralegar lífsskoðanir með áherslu á hófstillingu markaðar og ríkisvalds.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum á landsfundinum eftir rúmar tvær vikur. Í aðdraganda fundarins hafa undarlega margir trúnaðarmenn flokksins keppst við að vera í felum. Ekki Björn Bjarnason.

Björn andæfir uppgjafarmoðsuðu sjálfstæðismanna er liggja sem feitir þjónar á fleti og bíða húðflettingar kjósenda. Björn hefur stikað út stefnu sem er skýr og beitt. Á grundvelli þeirrar stefnu er hægt að bjóða fram lista - spurningin er hvort það verði listi Sjálfstæðisflokksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Mikið er ég sammála þér. Mér sýnist hann vera fremstur meðal þeirra fáu ráðherra, sem ekki virðist ganga með andlegt sprengibelti.

Það er mun nauðsynlegra að Samfylgingin hugsi mál sín varðandi áframhaldandi setu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, sem mér finnst vera orðin lúin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2009 kl. 23:50

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð spurning.

Ragnhildur Kolka, 12.1.2009 kl. 23:50

3 identicon

Sæll Páll. Ég er hjartanlega sammála þér varðandi Björn. Hið pólitíska einelti sem andstæðingar Björns hafa staðið fyrir er eitt hið svæsnasta og langdregnasta sem sögur fara af. Staðreyndin er hinsvegar sú að Björn er einn heiðarlegasti og duglegasti stjórnmálamaðurinn sem við höfum notið. Skítkastið út í hann er gott dæmi um þegar andstæðingar verða rökþrota og detta í svaðið í staðinn. Ég skora á Björn að halda áfram.

Reynir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Björn má eiga það að hann hefur eftir megni reynt að upplýsa landsmenn um kosti og galla EB öfugt við flesta kollega hans. Það þarf ekki hægrimenn til að vera á móti aðild að EB.
Bendi á þetta myndband, sem sýnir vel ástandi á þinginu þar sem Íslendingar fengju væntanlega 4 þingsæti af um 800.

http://www.youtube.com/watch?v=QVeMBNB0cII&feature=related

Júlíus Valsson, 13.1.2009 kl. 00:44

5 identicon

Ótímabær?

 Þú ert vonandi að grínast með að ekki sé tímabært að Björn sé á útleið úr stjórnmálum.  

 Ef ekki, þá hlýtur þú að lifa og starfa í annarri veröld en við hin.  

Björn Bjarna er einn af síðustu kaldastríðspólutíkusum og af gamla skólanum sem eru löngu úreltir og tímaskekkja því þeim fylgir of mikil fortíð, saga og arfleið, sem þeir rembast við verja fram í hið óendanlega.

Björn, Davíð og Styrmir eru mestu meinsemd þjóðarinnar og allir á útleið...en þó ekki fyrr en þeir eru búnir að rústa flokknum (margkljúfa) og orðspori hans um ókomna tíð.

Það verður þeirra arfleið í sögubókum næstu ára.

bodhisattva (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:43

6 identicon

PS.

Verst að þeir þurftu að taka alla þjóðina með sér í leiðinni sökum drambs, hroka og stærilætis þeirra er setið hafa við völd of lengi og vélað þar mest um á bak við tjöldin.

bodhisattva (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 01:46

7 identicon

Burt með Björn bullukálf og komi hann aldrei aftur

Circus (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 02:53

8 identicon

Ég sé að hinar pólitísku bullur eru komnar af stað. Þessi viðbrögð hjá bodhisattva og Circus segja mér að Björn er sterku stjórmálamaður sem andstæðingarnir hræðast.

Reynir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:14

9 identicon

Dómsmálaráðherra sem hefur veikt innviði Hæstaréttar með ráðningum vina sinna, leggur meiri áherslu á hryðjuverkalögreglu en efnahagsbrotalögreglu í núverandi ástandi, sýnir þjóðinni endalausan hroka sé hann gagnrýndur, á að segja af sér.

Greinilegt er að maðurinn er alveg HUNDLEIÐUR á starfi sínu.

Heiðarlegur? ja - ef það er heiðarleiki að sýna Hæstarétti lítisvirðingu og troða þangað vinum sínum, þvert á reglur, þá er það bara íslenskur veruleiki í dag.

ÞA (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:16

10 identicon

ÞA,

Þetta er gömul klisja með Björn og "herinn" sinn eða að Björn sé að leggja ofuráherslu á hryðjuverkaógn. Þetta eru orð sem pólitískir andstæðingar Björns hafa gripið á lofti og notað í óhófi. Sú deild sem þú nefnir hryðjuverkalögreglu vinnur meira í að greina skipulagða glæpastarfsemi á Íslandi. Sagan sýnir okkur að ekki er vanþörf á að sporna við henni. Það er bara svo hentugt hjá andstæðingum Björns að minnast ekki á þennan þátt. Frekar nauðga þeir hryðjuverkahlutanum. 

Þetta með mannaráðningar í hæstarétt er annað mál. Er Björn ekki að vinna eftir nákvæmlega sömu lögum og reglum og forverar hans? Þessi háttur hefur verið hafður á alla tíð. En Björn hefur ekki ráðið þá sem eru andstæðingum hans þóknanlegir. 

Reynir (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 08:48

11 Smámynd: Smjerjarmur

Okkur veitir ekki af því að hafa fáeina duglega og skýra stjórnmálamenn á við Björn Bjarnason.  Ég er án vafa einn vandaðasti stjórnmálamaður landsins.  Ég vona að hann verði sem lengst í stjórnmálum. 

Varðandi ráðningar þá eru samfylking og kommarnir ekki síður í því að hygla sínu fólki þegar þeir fá tækifæri til.  Ég ætla ekki einu sinni að nefna framsókn í þessu sambandi.

Smjerjarmur, 13.1.2009 kl. 12:00

12 identicon

Sammála öðrum hér. Það er afar vont ef rétt er að Björn skuli ætla að hætta sem ráðherra.

Hann er yfirburðamaður í íslenskum stjórnmálum, klár, samviskusamur og duglegur. Það verður ekki sagt um marga kollega hans.

Eins og sjá má hér sætir Björn stöðugu skítkasti af hálfu Baugsmiðla og fólks sem ekki sér í gegnum áróðurinn og lætur hatur blinda sig. Undir þann áróður hafa síðan tekið nokkrir stjórnmálamenn og aðrir sem ganga erinda Baugs. Nú sér fólk í gegnum þetta allt saman.

Þegar horft er yfir liðið á Alþingi og í ríkisstjórn fallast manni hendur. Þvílíkt samsafn af hæfileikalausu fólki sem þessi þjóð hefur kosið yfir sig.

Björn stendur þar upp úr. Á slíkum mönnum þarf þjóðin að halda nú.

Karl (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:18

13 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Hlustaði á Björn í morgunn segja að hann myndi líklega láta af ráðherradómi eftir vikur frekar en mánuði en gegna áfram starfi þingmanns út kjörtímabilið en hætta að því loknu .

'eg hlýt að álikta það sem hann sagði standi og annað er bara óskhyggja að beggja hálfu .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 13.1.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband