Kjalar og Kaupþing, vitfirring auðmanna

Fjármálaeftirlitið neitar að segja frá innihaldi skýrslna endurskoðunarfyrirtækja um bankana sem hrundu í haust. Væntanlega fjalla skýrslurnar um samskipti eigenda við banka. Frétt um að helsti eigandi Kaupþings, Ólafur Ólafsson, hafi í gegnum fjárfestingafélag sitt Kjalar veðjað á fall krónunnar og gert samninga um það upp á hundruð milljarða króna gefur hugmynd um dýpt brjálsemi útrásarauðmannanna.

Til að undirstrika vitfirringuna krefst Ólafur uppgjörs samkvæmt gengisskráningu Evrópska seðlabankans þar sem evran er á  290 krónur á meðan evran er skráð á 166 krónur hér heima.

Pólitísk skilaboð fréttarinnar eru ótvíræð. Ef stjórnvöld ætla að gera sér minnstu von um frið innanlands eiga þau að nota öll tiltæk meðöl réttarríkisins til að ganga á milli bols og höfuðs á auðmönnum. 

 


mbl.is Eiga 650 m. evra inni hjá gamla Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Þarf ekki að fara að spyrja Geir að því hve mörg hundruð milljarða svona feluleikir eins og hann (sem yfirmaður m.a. Seðlabanka og FME) stundar mega kosta?    Ólafur biður bara um 188.500.000.000 kr.     Þá eru allir hinir eftir - voru þeir ekki 30 eins og silfurpeningarnir forðum?

R

Ragnar Eiríksson, 8.1.2009 kl. 01:17

2 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Alltaf eru nýjar og nýjar fýlubombur að springa. 

Það sem er athyglisvert við þetta er, að ef Kaupþing hefur gert samning/tekið  skortstöðu á móti einhverjum, þá voru lífeyrissjóðrinir að brjóta lög þar sem lífeyrissjóðum er bannað með lögum að fjárfesta í félögum sem stunda skortsölu. sem einn aðaleigandi kaupþings þá hlýtur stjórnarformanni LV Gunnari Páli að vera svona gjörnungar kunnugir. 

Kv.
Ragnar Þór 

Ragnar Þór Ingólfsson, 8.1.2009 kl. 01:32

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þetta voru hreinir landráðasamningar sem þessi herrar gerðu. Kaupþing!!!!!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2009 kl. 01:37

4 identicon

Á hvaða lagalegu forsendum leggurðu til að það verði gert, Páll.

Aðdáandi (IP-tala skráð) 8.1.2009 kl. 10:07

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sammála. Nánar um sjónarmið mitt má lesa á slóðinni:

http://mosi.blog.is/blog/mosi/entry/765638/

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.1.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Fyrir okkur sem höfum takmarkaðan skilning á "æðri fjármálum", þá er skortstaða næsti bær við vopnað rán eða líkamsárás. Maður sem beitir aðstöðu sinni og fjármunum til að hagnast á verðfalli íslensku krónunnar virðist við fyrstu sýn illa innrættur. Bankamenn munu hins vegar segja okkur að þetta sé allt í lagi svo lengi sem einhver auli finnst sem er tilbúinn til að taka þátt í veðmálinu. Ummæli Aðdáanda hníga í þessa áttina, þ. e. lagaumhverfið gefur svigrúm til svona æfinga, enda eigi menn þess kost að tefla fram hæfustu lögmönnum.

Jú, það lítur ekki nógu vel út þegar menn vilja innheimta sigurlaunin úr veðmálinu um hrun íslenska bankakerfisins.

Flosi Kristjánsson, 8.1.2009 kl. 11:41

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já hvernig finnst ykkur þessi frekja, já eða siðleysi, ég bara spyr.  Það verður að fletta ofan af þessari svikamyllu, íslenzkur almenningur á heimtingu á því að skýrslur endurskoðunarfyrirtækja (sem ég mun þó taka með fyrirvara) verði opnaðar almenningi til skoðunar. 

EKKI SEINNA EN STRAX !!!!!!!!!!!!!!!!

Sigurður Sigurðsson, 8.1.2009 kl. 15:46

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki treysti ég endurskoðendum að fenginni reynslu.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.1.2009 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband