Pólitísk nauðsyn gjaldþrota

Rekstur og fyrirtæki útrásarvíkinga eiga að fara í gjaldþrot, sé hægt að koma því við. Jafnvel þótt fjármunir tapist er gjaldþrot betra en afsláttur á skuldum. Ríkisstjórnin er í þann veginn að leggja drápsklyfjar skattahækkana á almenning og draga úr almannaþjónustu. Ef almenningur horfir upp á að auðmennirnir sem sliguðu þjóðarbúið fái afslátt af skuldum er engin leið fyrir ríkisstjórnina að ná sáttum við þjóðina. Ríkisstjórnin stóð sig illa í aðdraganda bankahrunsins. Eftir hrunið er spurt um réttlæti. Takist ríkisstjórninni ekki að standa vörð um réttláta málsmeðferð er fokið í flest skjól.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Auðvitað átti að svipta þessa menn öllum eigum sínum innanlands og kyrrsetja allar eignir þeirra erlendis. Þetta var hægt að gera með neyðarlögunum, nú, eða með viðbót við þau. En ríkkisstjórn íslenskra útrásar (les: heimsvaldastefnu) víkinga hugsar eingöngu um hvernig hún getur lágmarkað skaða þeirra.

Björgvin R. Leifsson, 21.12.2008 kl. 20:09

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég veit að fáir menn hafa jafn víða sýn yfir sögu Baugsveldisins og einmitt Páll Vilhjálmsson en er það ekki svo að  þjóðin er í nauðvörn, komin út á ystu nöf, og hreinlega neyðist til bjarga því sem bjargað verður - jafnvel þótt það séu fyrirtæki útrásarvíkinga?

Baldur Hermannsson, 21.12.2008 kl. 20:15

3 identicon

Snjall pistill hjá Páli - enda leikur um hann dag og nátt ferskt, heilnæmt sjávarloftið í besta bæjarfélagi landsins - Seltjarnarnesi - !

 Björgvin Rúnar verður hinsvegar að upplýsa - síðan hvenær ráðherra ríkisstjórnarinnar - Jóhanna Sigurðardóttir - gerðist HEIMSVALDASINNI ??!!

 Svona skrif gera viðkomandi að aulabárða !

Kalli Sveinss (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 23:49

4 identicon

Hjartanlega sammála þér Páll.

joð (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 00:19

5 identicon

Sammala ter.  Hef lesid pistlana tina sidustu ar og er ter yfirleitt sammala.  Eg held ad tad se rett ad tad mun aldrei nast satt med tjodinni ef tessir svokölludu utrasarvikingar og allt teirra lid sleppur eins og rikisstjornin virdist aetla ad lata gerast.  Hvad er eiginlega i gangi.  Attar rikisstjornin sig ekki a tvi ad ef teir sleppa og saudsvartur almuginn a ad borga ta mun bara sjoda uppur.  Afhverju a folkid i landinu ad borga fyrir gjordir tessara manna og svo sleppa teir og halda afram..........ad sukka 

Gisli Jens Snorrason (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 12:03

6 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Hvenær drepur maður mann ... o.s.frv.? Hverjir eru þessir svokölluðu útrásarvíkingar? Aldrei hefur þótt gott að hengja bakara fyrir smið þótt það hafi vafalaust stundum verið gert. En ef framkvæma ætti allt sem lagt hefur verið til þætti mér gaman að vita hvernig færi.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 22.12.2008 kl. 14:06

7 identicon

Nú er þjóðin loksins að sjá i gegnum lygina og um hvað Baugsmálið snerist.

Meðvirkninni er að ljúka.

Hroðalegt að til hafi þurft að koma algjört hrun til þess að íslendingar opnuðu loks augun. 

Það hefur verið logið linnulaust að þjóðinni og hún hefur látið það viðgangast að ráðist væri að þeim fáu sem reyndu að benda á hvað væri raunverulega að gerast og reyndu að bregðast við því.

karl (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 14:48

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

karl, svona hefur það verið og mun verða um aldur of ævi. Ljúgðu að mannskapnum og hann mun bera þig á höndum sér. Varaðu hann við hættunum og hann stútar þér.

Baldur Hermannsson, 22.12.2008 kl. 18:22

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jamm, og "lausnin" er áfram skattpíning (enn vaxandi) og okurvextir. Vitfirringarnir sem hér eru við völd stefna greinilega sem fyrr að því að keyra allt í þrot.

Baldur Fjölnisson, 23.12.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband