Alhliða niðurfærsla ábyrgðar, nei takk

Viðskiptaráð setur fram óásættanlegar hugmyndir um niðurfærslu skulda fyrirtækja. Þau fyrirtæki sem ekki hafa kunnað fótum sínum forráð eiga að fara í gjaldþrot. Þar með er rýmt til á markaðnum fyrir öðrum. Það er ótækt að þeir sem hafa skuldsett rekstur fram úr hófi, oft til að kaupa upp samkeppni, fá slíka iðju niðurgreidda með almannafé.

Íslenskt atvinnulíf hefur á síðustu árum þróast yfir í fákeppni ef ekki einokun. Núna þegar ríkið á bankana á að nota tækifærið og grisja með það fyrir augum að nýir sprotar fái að vaxa. Tillögur Viðskiptaráðs viðhalda óbreyttu ástandi. Krafan er að menn sæti ábyrgð.


mbl.is Vilja alhliða niðurfærslu skulda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki bara stjórnendur fyrirtækjanna heldur einnig þeir menn sem lánuðu féð úr einkavæddum bönkun en sitja nú í sömu stólum í þjóðnýttum bönkum og ráðleggja hvernig eigi nú að fara að því að hafa meira fé af þjóðinni.

Er ekki nóg komið af skömm þeirra og þeim verði mokað út úr bönkunum með öllum sínum öryggisvörðum ?

101 (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 23:40

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sæll Páll og takk fyrir góðar greinar.  Ég er þér hér hjartanlega sammála.  Það er grundvallarforsenda í öllu þessu uppgjöri hér á landi að úr þessari krosseignaeinokunarflækju allri verði greitt sem allra fyrst.  Og mér finnst með ólíkindum að mönnum detti bara í hug að koma fram með þessar hugmyndir.  Ég tel ábyrgð afar margra stjórnenda fyrirtækja, sem hafa skuldsett þau í erlendri mynt á undanförnum árum, vera mjög mikla og það verður að krefjast þess að þeir taki ábyrgð á gjörðum sínum.  Það munu nýjar dyr opnast þegar aðrar lokast og allir verða að fá jöfn tækifæri. 

Sigurður Sigurðsson, 21.11.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson


ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar

ESB: Tilslakanir í veiði ólíklegar
Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB.

Olli Rehn, framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB, býst við að fiskveiðar verði erfiðasta úrlausnaefnið í hugsanlegum aðildarviðræðum við Ísland. Hann segir Íslendinga tæpast geta átt von á verulegum tilslökunum frá sjávarútvegsstefnu sambandsins.

Embættismenn í Brussel telja að Ísland geti fengið inngöngu í ESB innan fárra ára en framvinda aðildarviðræðna ráði þó miklu í því sambandi. Íslensk stjórnvöld þurfa vitanlega fyrst af öllu að leggja fram umsókn og að sögn Rehns fengi leiðtogaráð ESB þá framkvæmdastjórnina til að leggja á hana mat.

Rehn segir einhverjar tilslakanir á stefnunni mögulegar en þó geti Íslendingar ekki búist við að fá meiriháttar undanþágur frá henni.

Hans Martens, hjá hugveitunni European Policy Centre, býst einnig við að sjávarútvegsmál verði erfiðasta úrlausnarefnið en hann hvetur Íslendinga til að reyna að breyta stefnu ESB innan frá.

Bjarni Kjartansson, 21.11.2008 kl. 11:15

4 identicon

Sammála, sé ekki hvernig tilfærslur innanlands breyta heildarskuldastöðu Íslands við umheimin.

PKS (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Viðskiptaráð er ennþá veruleikafirrt.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.11.2008 kl. 14:06

6 identicon

Þetta er skrifað af ótrúlega lítilli þekkingu á atvinnulífinu og gerir þig sekan um það sama og VI.  Ég starfa í nýsköpunarfyrirtæki sem ekki hefur verið þáttakandi í sukkinu en gjöldum samt fyrir.  Þannig eru skrif eins og þín til mikils skaða, end er þar öll atvinnustarfssemi sett undir einn hatt og allir skuldarar.

Vandinn er t.d. þessi.   litlu ungu fyrirtækin sprotarnir er t.d. þannig í sveit sett að þau eiga ekki eignir og hafa ekki haft aðengi að hlutabréfamörkuðum eða skuldabréfum á góðkunningjakjörum. 

Tökum dæmi, fyrirtæki sem var með 100m í lán, vegna rannsókna og þróunarstarfs og 300-400m í veltu átti þann kost einan að taka þessi lán í Evrum t.d. til 5 ára.  Þó okrað hafi verið á svona fyrirtækjum á síðustu árum af bönkunum og ríkið gert lítið sem ekkert fyrir var það er það samt þannig ekki mjög skuldsett og afborganir ekki íþyngjandi og það á að geta haft 30-40 manns í vinnu (10m á starsmann).  Nú skuldar svona fyrirtæki 200-250m og á á miklum erfiðleikum, eigiðféð í rúst.  -  Kunni svona fyrirtæki ekki FÓTUM SÍNUM FORRÁÐ.  Eða sat svona fyrirtæki við kjötkalana? 

Við erum ekki að tala um neinn smá fjölda svona fyrirtækja hérlendis þau eru sjálfsagt 150-200 og þau eru stödd á sama stað - hvað ætla menn að gera ef þessi fyrirtæki leggja upp laupana ofan á allt hitt? - allir að vera í fiski (<25% af þjóðarframleiðslu).

Sjálfsagt er þessi hugmynd VI til þess fallin að einhverjir óverðugir fái aflausn, er hins vegar ekki hitt mikilvægara að atvinnulífinu sé haldið gangandi og sprotarnir látnir lifa?  eða sérð þú þetta einhvern megin öðruvísi?

Það gengur ekki að verið sé að fjalla um atvinnumál eins og þetta sé allt í höndum einhverra fárra spillingameistara, það er bara ekki þannig

eval (IP-tala skráð) 21.11.2008 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband