Blaðamenn og tveir skúrkar

Blaðamenn Morgunblaðsins geta hrundið atlögu tveggja helstu skúrka útrásarfirringarinnar, Björgólfs Guðmundssonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að faglegri blaðamennsku á Íslandi. Í nafni borgaralegrar óhlýðni ættu blaðamenn Morgunblaðsins að neita gefa út blaðið fyrr en sameining Árvakurs og 365 miðla hefur verið afturkölluð.

Á Morgunblaðinu starfa blaðamenn sem alla starfsævi sína hafa byggt upp trúnaðarsamband við lesendur blaðsins. Trúnaðurinn byggir á því að vinna að faglegri fréttaöflun með hagsmuni almennings í fyrirrúmi.

Sameining Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, við lygamaskínu Baugs sem heitir 365 miðlar er blaut tuska framan í andlit allra blaðamanna Morgunblaðsins, lífs og liðinna.

Helsti eigandi Morgunblaðsins, Björgólfur Guðmundsson, fer í sögubækurnar sem maðurinn er tók íslenska þjóðarbúið í gíslingu innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi. Björgólfur er rúinn æru og trausti heiðvirðra manna. Sameining Morgunblaðsins við lygaverksmiðju Baugs sýnir svo ekki verður um villst að dýpt spillingareðlisins á sér engin takmörk.

Blaðamenn Morgunblaðsins ættu að leggja niður vinnu þangað til sameiningin hefur verið afturkölluð. Björgólfur er ekki í neinni stöðu til að standast samtakamátt blaðamanna.

Þegar búið er að hrinda atlögunni ættu blaðamenn að stofa almenningshlutafélag um kaup á hlut Björgólfs í Árvakri. Maðurinn til að leiða það félag heitir Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Styrmir Gunnarsson var strengjabrúða Björgólfs. Skoðaðu blaðið síðustu misserin. Leyfum honum að vera á elliheimilinu.

Eyjólfur (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:15

2 identicon

Sæll Páll.

Þetta er góð hugmynd hjá þér.

Samt þarf líka að hreinsa út töluvert af því ómerkilega og lélega liði sem kom með nýja ritstjóranum sl. sumar.

Ég gaf nýju ritstjórninni á Mogganum júnímánuð til reynslu í sumar, en sagði svo blaðinu upp, en hafði verið áskrifandi í 43 ár, þ.e. frá 1965.

Nýja ritstjórnarstefnan er svo ömurleg að engu tali tekur, nóg er að lesa alla þá dellu sem borin er á borð fyrir mann í Baugsmiðlunum þó að Mogginn taki ekki undir alla þá sjáfhverfu "auðjöfra" dellu. 

Eina sem ég sakna úr Mogganum að sjá ekki lengur, það eru minningargreinarnar og bridge þrautin. Annað efni var orðið svo útþynnt og ómerkilegt að það hvarlaði ekki að mér að kaupa Moggann áfram.

Og nýfengin "ást" blaðsins á eigendum Baugsmiðla er ömurleg. Þeirra sem mest bera persónulega ábyrgð á efnahagslega hruninu undanfarið, eins og kom svo berlega í ljós í Silfri Egils núna rétt áðan í viðtali Egils við Ragnar Önundarson og Jón Ásgeir sjálfan.

Kveðja

GRI

Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:20

3 identicon

Takk fyrir góða hugmynd, Styrmir er rétti maðurinn. Hef mikið hugsað um þessa breytingu á Mbl. Velti fyrir að hætta alveg í bogginu skiptir ekki máli fyrir Björgólf og Jón Ásgeir, er aðeins pínulítill bloggari,  samviska mín hrópar á að hætta. (Nú um stundir er aðallega "froðublog" birt í Mogganum)

Sakna Reykjvíkurbréfs Styrmist.

 Með kveðju,

Sigríður Laufey Einarsdótir tilvonandi hluthafi í Mbl?

Sigríður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 20:11

4 identicon

Páll. Þessu máli verður að halda vakandi. Sameining þessara blaða gengur auðvitað ekki. Síðan er það auðvitað meiriháttar mál að blöðin eru í eigu fjárglæframanna sem sennilega gerðust sekir um glæpaverk og komu þjóðinni á hausinn.

Hvernig getur frjálsa pressan í þessu landi verið í eigu þessara manna? Þetta er skelfilegt.

Styrmir Gunnarsson varaði við þessum ósköpum öllum og verðskuldar virðingu fyrir það. Það er hins vegar líka rétt sem hér er sagt að Mogginn kóaði með Björgólfunum eftir að blaðið komst í eigu gamla Björgólfs.

Sennilega er Björgólfur búinn að eyðileggja blaðið.

Ég er sammála öðrum hér. Það kemur ekki til álita að kaupa þetta blað við þessar aðstæður. Ég ætla að segja upp áskriftinni. Mér þykir blaðið hörmulega lélegt en bind vonir við að Það rísi upp á ný. En til þess þarf nýja eigendur og nýjan ritstjóra.

Karl (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:04

5 identicon

Jæja, Palli Baugur mættur aftur á svæðið, vaknaður upp eftir vondan draum.  Hvar er þá betra en finna næsta drullupoll og stappa í honum og sletta sem allra mestri drullu og skít í allt og alla.  Því tek ég heils huga undir það sem Ford55 segir hér að ofan. 

Svona hatursskrif koma óorði á bloggið.  Sjálfur hef ég ekki mikið álit á kaupahéðnum nútímans, Baugur meðtalinn en haturs- og heiftarskrif af þessu tagi segja meir um þann sem svo skrifar en nokkurn annan.

P.S.  Athyglisvert að sjá þá guðhræddu manneskju Sigríði Laufeyju Einarsdóttur skrifa athugasemd á bloggið.  Hún sem ekki hefur kjark til að taka sjálf við athugasemdum og lokar fyrir þær.   Slíkt fólk á lítið erindi í umræðuna þar sem það þolir ekki aðrar skoðanir en eigin.

sleggjan (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 11:05

6 identicon

Jæja.  Eru blaðamenn að viðurkenna það sem við höfum alltaf haldið fram.  Skrifa bara það sem þeim er sagt af stjórnedum og það sem þeir álíta að geti orðið þeim sjálum til framdráttar.  Gleymið ekki að þið (fjórða valdið) eigið stóran þátt í því hvernig komið er.  Þið stóðuð ekki vaktina. Slefuðuð ofaní hálsmálið á stjórnmálamönnum sem nú eru að tryggja sér og sínum stöðu við rústirnar. 

Eiríkur (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:13

7 identicon

Mér finnst með ólíkindum að nokkur sem vill láta taka sig alvarlega óski eftir endurkomu Styrmis í fölmiðlabransann. Þau vinnubrögð sem er lýst í dagbókum Matthíasar kollega hans eru svo sannarlega ekki til fyrirmyndar og greinilegt að á Mogganum tíðkaðist áratugum saman að sitja á og skammta upplýsingar eftir hagsmunum valdaklíkunnar.  Það verður ekki annað séð en að Styrmir hafi verið virkur þátttakandi í því makki öllu og ég trúi satt að segja ekki að þér sé alvara með þessu Páll.

HT (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband