Fjármálagúrúar miđaldra um aldur fram

Í hálfan annan áratug hafa íslenskir fjármálamenn byggt upp nokkur stórveldi á ungćđislegri bjartsýni og áhćttusćkni umfram ţađ sem ráđsettum erlendum fjármálastofnunum ţykir bođleg. Í ţađ stóra og heila hefur íslensku krónutáningunum tekist ađ halda sér innan ramma laganna, ţótt stundum hafi veriđ skrensađ á gráu svćđi.

Engum hefur tekist ađ útskýra hvers vegna unglingunum, sem komu hver úr sinni áttinni, tókst ađ efnast svona vel á skömmum tíma. Umhverfiđ og kringumstćđurnar sem gerđu kleyft ná ţeim árangri sem raun ber vitni eru á hinn bóginn tiltölulega ljósar. Ţađ var íslenskt efnahags- og atvinnulíf, međ sínum kostum og göllum, sem var umgjörđin. Ţar međ talin krónan.

Eftir fimmtán ár og nćr samfellda sigurgöngu vilja fjármálagúrúarnir núna skipta yfir í evru. Ţćr skýringar sem gefnar eru á evrusókn fjármálafyrirtćkja eru sumpart eđlilegar, stór hluti umsetningarinnar er erlendis. Ađrar ástćđur eru ekki eins trúverđugar, t.d. ađ krónan sé of lítill gjaldmiđill og flöktir meira en góđu hófi gegnir.

Vöxtur fjármálafyrirtćkjanna er ađ líkindum ekki jafn traustur og hann er ör. Međ evru í stađ krónu telja fyrirtćkin ađ áhćttuţáttum fćkki um einn.

En ţađ var ekki áhćttufćlni sem skóp velgengnina.


mbl.is Skráning í evrum gćti hafist í nóvember
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Guđmar Hallgrímsson

Ćtli sé fariđ ađ hrikta í spilaborginni?

Ari Guđmar Hallgrímsson, 29.10.2007 kl. 09:17

2 identicon

Ţađ getur veriđ slćmt ađ vera međ e-đ "á heilanum" og láta ţađ pirra sig alla daga allt áriđ um kring. Vonandi jafnar greinahöfundur sig á ţrálátum pirringi út í ţá nýríku og öđlist ţannig "innri friđ!"

marti (IP-tala skráđ) 29.10.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Af hverju tekur ekki einhver blađamađur sig til og skođar ţađ ferli sem gerđi ţessa menn svo ríka á örskömmum tíma? Áttu svör viđ ţví?

María Kristjánsdóttir, 29.10.2007 kl. 21:59

4 identicon

"Fjármálagúrúar miđaldra um aldur fram", "krónutáningunum", "unglingunum" ...

Ţeir sem fyrst koma upp í hugann á mér eru á svipuđu róli og ţú. Ert ţú kannski bara full ungur í anda?

Óborganlegt. 

Borat

Borat (IP-tala skráđ) 31.10.2007 kl. 15:32

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband