Hvort vann Pálmi að Skeljungi eða á?

Tilgangur Fons er að kaupa fyrirtæki, vinna að þeim og selja aftur, er haft orðrétt eftir Pálma Haraldssyni í Morgunblaðinu þegar hann útskýrir að nú vilji hann selja Skeljung. Síðustu ár hefur olíufélagið verið að hoppa í og úr eigu Pálma. Skeljungur hefur verið skiptimynt í viðskiptum með banka og flugfélög.

Það er kátbroslegt að sjá það haft eftir hákarlakapítalistanum að nú sé „tímabært að aðrir taki við rekstri fyrirtækisins." Rétt eins og Pálmi hafi verið vakinn og sofinn yfir rekstrinum undanfarin ár.

Orðalagið að „vinna að fyrirtæki" er viðskiptaíslenska. Á mæltu máli heitir það að vinna á fyrirtækjum þegar hákarlarnir gleypa feitustu bitana og selja beinagrindina.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Starfsfólk Skeljungs þekkir Pálma ekki nema af myndum úr fjölmiðlum.

Stefán (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 12:01

2 identicon

Þetta er rétt hjá Stefáni, starfsfólkið þekkir hann ekki. Frá því hann keypti fyrirtækið og lét það undir hendur Haga til að komast í stjórn þess er búið að skemma þetta fyrirtæki. Hagar skemmdi mikið þegar þeir létu stöðvarnar undir rekstur 10-11 í eitt ár. Þá gekk fyrirtækið aftur undir eign Pálma fyrir 1 1/2 ári síðan, þá hefur ekkert gerst hjá þessu fyrirtæki, engin framþróun eða nýjungar. Ekki vann hann mikið að því svo starfsfólk tæki eftir allavega.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 13:06

3 identicon

Hvaðan hagnaðist þessi Pálmi'?Var það ekki eitthvað viðkomandi ávaxtasvindl eða öllu heldur samráðssvindl.Spyr sá sem ekki veit.

Jensen (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband