Óhreint mjöl í poka Björgólfsfeðga?

Fyrir rúmri viku seldi Straumur - Burðarás eigin bréf með 400 milljón króna afslætti til óþekkts kaupanda.  Talsmaður Björgólfsfeðga, sem eiga meirihluta í Straumi - Burðarás, útskýrði söluna með því að hún væri til útlendra fagfjárfesta og ætluð að styrkja bankann á alþjóðavísu.

Útlendir fagfjárfestar hafa ekki fyrir sið að dylja fjárfestingar sínar enda þjónar það ekki hagsmunum slíkra fjárfesta að eignarhald sé óljóst. Það vekur því grunsemdir að ekki sé allt með felldu við þessa sölu þegar breitt er yfir nafn og númer kaupanda.

Þegar líkur eru fyrir því, eins og þessi frétt gefur til kynna, að hlutabréfin umræddu séu vistuð á safnreikningi í útibúi Landsbankans í Lúxembúrg vaxa grunsemdirnar.

Björgólfsfeðgar eru húsbændur í Landsbankanum og þeir þurfa að útskýra hvort að tveir plús tveir séu ekki lengur fjórir.


mbl.is Landsbankinn skráður fyrir hlutnum í Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll, Páll og velkominn á vaktina; að nýju !

Sé, að ekki er nokkur döngun, í fólki, eða þá einhver yfirmáta hræðsla fólks, að taka afstöðu til þessa sjónarmiðs, sem fram kemur, hjá þér.

Ekki eru allir Íslendingar viðskiptamenn Landsbankans. Kjarkur þó þverrandi, meðal alþýðu, meðfram áhugaleysi; að taka afstöðu til mála.

Tek fyllilega, undir fyrirspurn þína. Þetta er jú annar gömlu ríkisbankanna, sem; bæði þú og ég, erum lögformlega eigendur að, Páll.

A.m.k. afsalaði ég aldrei eignarhlut mínum, í þessum banka, þá þeir Björgólfur eldri og yngri, ásamt Magnúsi Þorsteinssyni, fengu hann afhentan, á sínum tíma; á silfurfati. 

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 16:11

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Samson keypti bankann á verði sem var fullkomlega eðlilegt þá, enda stutt síðan að ríkissjóður varð að hlaupa undir bagga með bankanum og bjarga honum um eitt þúsund milljónir króna ef ég man rétt eftir „örugga“ stjórn Sverris Hermannssonar.

Ég hygg að feðgarnir séu frekar að freista þess að bjarga mér með mínar nokkrar milljónir í neikvæðan höfuðstól, enda liggur erindi mitt fyrir hjá bankanum og ég ekki fengið synjun;)

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.8.2007 kl. 16:20

3 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Páll.

Mér finnst þessi skrif þín ómakleg þú sakar stjórnendur Straums Burðarásar um að selja hlutabréf með afslætti.

Fyrir það fyrsta þá gilda viðskiptalögmál hjá öllum fjármálafyrirtækjum í landinu og ef menn framfylgja ekki lögum þá grípur fjármálaeftirlitið inn í málið. Þar fyrir utan gilda markaðs lögmál um markaðsverð á hlutabréfum og öllum er frjálst að kaupa og selja þegar þeir vilja.

Þess vegna er ég ekki sammála þér í þínum skrifum. Straumur Burðarás er fjárfestingarbanki sem hefur eina mestu eignafjárstöðu sem um getur og þú ættir að kynna þér það betur áður enn þú ræðst á banka sem er með gott vega nesti og góða stjórnendur.

Páll ég tel það mikilvægt að þú kynnir þér málið betur áður enn þú stundar niður rif á fólki sem þú þekkir ekki neitt.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 26.8.2007 kl. 17:50

4 identicon

Jóhann Páll Símonarson sem er með bloggsíðu hér á moggablogginu en án þess að hafa skrifað inn á það nokkurn hlut sjálfur vill ef til vill útskýra hvað hann á við með að Páll kynni sér hlutina sjálfur.

Hann skrifar vonandi eitthvað inn á blogg "sjómannsins" eins og hann kallar sig.

Lýgin á sér greinilega marga bærður þessa dagana og mér finnst ótrúlegt hvað sjómaðurinn Jóhann Páll Símonarson fer fögrum orðum um stjórnendur Staums. Þeir eru sennilega vel þekktir á sjónum!

Fjármálaeftirlitið grípur sjaldnast inn í aðgerðir banka og fjármálafyrirtækja og þegar þeir hafa reynt það er blásið á þá af æðri máttarstólpum þjóðarinnar.

Annars hverjum er svo sem ekki lengur sama? 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Páll.

Jónína Benediksdóttir beinir til mín nokkrum athugasemdum sem ég ætla að gera grein fyrir.

Það er rétt hjá þér Jónína ég er með bloggsíðu en er ekki búin að uppfæra hana vegna þess að ég hef verið önnum kafin við verkefni og vinnu að undanförnu að ég hef ekki haft tíma til þess. Enn tekið þátt í athugasemdum við bloggara sem færa rök fyrir sínu máli.

Jónína talar um að ég fari fögrum orðum um stjórnenda Straums Burðarás. Eitt get ég sagt þér ég hef sjálfur gert athugasemdir við stjórnendur Straums Burðaás og mínum athugasemdum hafa verið vel tekið og gerðar lagfæringar á þeim eins og fram kom í fjölmiðlum.

Þess vegna hef ég ekkert nema gott af þessum mönnum að segja og get ekkert annað enn tekið undir með þeim það sem þeir framkvæma. Straumur Burðaás hefur fært hluthöfum tugi miljóna í gróða þeim aðilum sem fjárfest hafa í félaginu á undan förum árum.

Það er rétt hjá þér feðgarnir eru þekktir af sjómönnum enda eru þeir dagfars prúðir menn sem rétta hjálparhönd til fjölda manna enda er tekið eftir þeim hvert sem þeir fara.

Varðandi sem þú kallar lygi. Eitt get ég sagt þér Jónína Benidiktsdóttir ég hef tamið mér í lífinu að vera heiðarlegur og fylgja því sem mér finnst vera rétt og hef varið þá sem mér finnst hafa verið beittir órétti. Enn þú skalt ekki bera á mig rangar sakir að ég sé að hafa rangt fyrir mér. Svo það sé á hreinu.

Fjármálaeftirlitið er að gera skildu sína þó þeir sé ekki með það á vörum allra. Þess vegna segi ég við þig Jónína kynntu þér betur málið hjá fjármálaeftirlitinu áður enn þú segir þetta.

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 27.8.2007 kl. 00:23

6 identicon

Bréfin voru á opnum markaði.

Bréfin lækka og aðili grípur tækifærið.

það voru fleiri sem keyptu á þessu gengi, m.a. ég.

Ekkert óhreint við verðbréfaviðskipti þegar bréfin falla, þannig græðir maður á þeim, þeas. kaupa þegar bréfin eru lág, selja þegar þau eru há

Nemandi (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband