Föstudagur, 26. apríl 2024
Heimildin fríblað, örlög Fréttablaðsins bíða
Heimildin, sameinuð útgáfa Stundarinnar og Kjarnans, er komin í frídreifingu á völdum stöðum. Áskrifendum fækkar og til að halda uppi lestrartölum fæst blaðið gefins svo lítið beri á, s.s. verslunum og bensínsjoppum. Heimildarmaður tilfallandi segist reglulega sjá Heimildin gefins í sinu byggðalagi ásamt öðru fríprenti.
Prentútgáfa Heimildarinnar var tilraun til að sækja á auglýsingamarkað Fréttablaðsins, fríblaðsins sem fór í gjaldþrot í mars í fyrra. Auglýsingasala var treg og nú er reynt að fríska upp á hana með frídreifingu enda samhengi milli dreifingar og auglýsingatekna.
Tilfallandi fjallaði um taprekstur Heimildarinnar fyrir sex mánuðum og sagði
Á síðasta ári [2022] var tap miðlanna að baki útgáfunni 50 milljónir kr. Í ár kemst Heimildin hvorki lönd né strönd í markaðssókn með fjóra sakborninga á ritstjórn og trúverðugleika í ruslflokki.
Samkvæmt Gallup er meðaltal innlita á heimildin.is ríflega 20 þús. á viku. Til samanburðar eru innlit á Tilfallandi athugasemdir 13 þús. á viku. Tilfallandi er einyrki sem bloggar í tómstundum og birtir einu sinni á dag. Heimildin er með 15-20 manna ritstjórn.
Síðan bloggið var skrifað er liðið hálft ár. Í lestri á netinu hreyfist Heimildin ekki spönn frá rassi, er með sömu lestrartölur og fyrir sex mánuðum. Prentútgáfan fær ekki áskrifendur og gripið er til þess ráðs að dreifa hluta upplagsins frítt. Ekki mun það fjölga áskrifendum, þvert á móti. Til hvers að borga fyrir það sem fæst gefins?
Heimildinni er haldið uppi af peningafólki sem fellur í geð að sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu upplýsi almenning um réttlæti og löghlýðni í íslensku samfélagi.
Athugasemdir
Málaflokkar sem Heimildin leggur áherslu á halda mér frá lestri og sennilega fjölmörgum. Það vantar fagmennsku og hlutleysi í blaðamenn og ritstjórn Heimildarinnar. Þeir segja einhliða fréttir og sumar órökstuddar. Getur aldrei kallast hlutlaus fréttamennska.
Bloggara hefur verið boðið í spjall við blaðamenn Heimildarinnar, afþakkað í hvert skipti. Blaðamenn þar á bæ hafa hvorki öðlast þá virðingu og traust sem blaðamenn ættu að hafa.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 26.4.2024 kl. 08:22
Þú ert engum líkur!!!
Sigurður I B Guðmundsson, 26.4.2024 kl. 10:44
Kýs að taka undir með bloggurum hér.
Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2024 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.