Glæpaleiti, blaðamennska og friðhelgi einkalífs

Fimm blaðamenn eru grunaðir um glæpi í byrlunar- og símastuldsmálinu og hafa stöðu sakborninga. Tveir störfuðu hjá RÚV, Aðalsteinn Kjartansson og Þóra Arnórsdóttir, og sá þriðji, Þórður Snær Júlíusson er fastur álitsgjafi á Efstaleiti. Tveir aðrir starfsmenn ríkisfjölmiðilsins létu sviplega af störfum eftir að lögreglurannsókn hófst á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Það eru Helgi Seljan og Rakel Þorbergsdóttir. Fyrir utan byrlun og stuld eru sakarefnin brot á friðhelgi.

RÚV hefur aldrei gert grein fyrir aðkomu sinni að byrlun, stuldi og friðhelgisbroti. Sími skipstjórans var afritaður á Efstaleiti. Gögn málsins, þau sem eru komin í hendur sakborninga og brotaþola, sýna að Þóra Arnórsdóttir keypti í apríl 2021 Samsung-síma sem í byrjun maí 2021 var notaður til að afrita stolinn síma Páls skipstjóra. Blaðamenn misnotuðu andlega veika þáverandi eiginkonu skipstjórans í sína þágu.

Í viðtengdri frétt lýsir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum viðbrögðum Grindvíkinga þeir þeir sáu ljósmyndara RÚV reyna húsbrot í Grindavíkurbæ til að ná í fréttaefni. Ljósmyndarinn starfar í skjóli ómenningarinnar sem þrífst á Glæpaleiti.

Formaður Blaðamannafélags Íslands, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, er í leyfi frá störfum hjá RÚV vegna skattsvikamáls. Sigríður Dögg notar stöðu sína sem formaður Blaðamannafélagsins til að herja á viðbragðsaðila á hamfarasvæðinu við Grindavík og vill fá ótakmarkaðan aðgang að einkalífi Grindvíkinga, húsum þeirra og heimilum.

Framferði fréttamanna RÚV er tilefni til ályktunar á stjórnarfundi stofnunarinnar. Varaformaður stjórnar RÚV lét bóka í fundargerð:

ISB [Ingvar Smári Birgisson] árétti mikilvægi þess að fréttastofa starfi í samræmi við lög og virði friðhelgi borgaranna í hvívetna.

Ítrekað brjóta fréttamenn RÚV á friðhelgi manna og komast upp með það án viðurlaga. Annað tveggja verður Ófremdarástandinu á Glæpaleiti að linna eða að RÚV verði tekið af fjárlögum. Ótækt er að almenningur borgi undir fréttamenn sem böðlast án afláts á friðhelgi fólks.

 

 


mbl.is Starfsmaður RÚV skemmdi fyrir öðrum fjölmiðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Leggja þetta fyribæri niður sem fyrst.

Skyldu skattlagning til reksturs RUV er ekkert

annað en mannréttindabrot.

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.2.2024 kl. 11:34

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Var það ekki Þorgerður Katrín sem kom þenssum ósóma á? Rás 1 mætti halda áfram sem útvarp á íslensku enda er hún (íslenskan) á hraðri niðurleið). 

Sigurður I B Guðmundsson, 10.2.2024 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband