Hamas hótar ofbeldi á Austurvelli

Grímuklæddur stuðningsmaður Hamas heldur á spjaldi við tjaldbúðir á Austurvelli þar sem segir að barist verði fyrir stöðutöku múslíma á þjóðarreitnum við styttu Jóns Sigurðssonar. Myndin er uppstillt og skilaboðin skýr. Íslendingar halda kannski að íslensk lög gildi hér á landi en herskáir múslímar telja sig vita betur og flagga fána Palestínu þar sem 17. júní er minnst ár hvert.

Hamas stendur fyrir ofbeldismenningu. Fjöldamorð þeirra á börnum, konum og öldruðum 7. október í Ísrael er samkvæmt stefnuskrá og hugmyndafræði samtakanna. Stríðið milli Hamas og Ísrael í kjölfarið nota herskáu múslímarnir sem átyllu til að krefjast nýlendu á Íslandi fyrir ættbálka af Gasa-strönd.

Ofbeldishótanir útlendinga ber að taka alvarlega. Einkum og sérstaklega þegar fyrir liggur að viðkomandi aðhyllast hugmyndafræði sem hvetur til þjóðarmorðs.


mbl.is Kærir mótmælendur fyrir hatursorðræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Frá mínum sjónarhól er álíka ömurlegt að lesa lævísan zíonista áróður og þá skömm að horfa á tjaldbúðir og erlenda fána blakta á Austurvelli, sem við eigum þó sjálfir sök á, eftir að hafa í fyrsta lagi svikið yfirlýsta ævarandi hlutleysisstefnu feðra Lýðveldisins og ekki síður afleiðingar óskiljanlegrar Open Border stefnu ríkjandi yfirvalda.

Ég læt mér nægja að neita mér um góðgæti Yum Brands, móðurfélags KFC og Pizza Hut.

Jónatan Karlsson, 21.1.2024 kl. 14:58

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Hama-hryðju­verka­sam­tök­in segja að hryðju­verka­árás­in á Ísra­el þann 7. októ­ber hefði verið „nauðsyn­legt skref“ 

Grímur Kjartansson, 21.1.2024 kl. 17:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jónatan,Það þykir nú ekki tiltöku mál að virða að vettugi hlutleysis stefnu gegn ofbeldissamtókum. Hver amast yfir þinni matvendni?

Helga Kristjánsdóttir, 21.1.2024 kl. 19:03

4 Smámynd: Jónatan Karlsson

Hvað matvendni mína snertir, þá verður mér nefnilega hugsað til allra dánu og hungruðu barnana á Gaza og gómsætu Yum Brands matarpakka hernámsliðsins - svo ég sný bara viðskiptum mínum hvert sem er annað og hlutleysið fór víst fyrir bí þann fjórða apríl 1949.

Jónatan Karlsson, 22.1.2024 kl. 07:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband