Vinna, velferð og hælisleitendur

Þjóðverjar vísuðu fleiri hælisleitendum frá landinu í ár en þau gerðu í fyrra. Talsmaður stjórnarflokksins FDP Konstantin Kuhle segir að nýsamþykkt stefna Evrópusambandsins hafa það meginmarkmið að koma skikki á ólöglega fólksflutninga til ESB-landa.

Meginreglan, segir Kuhle, verður að þeir sem koma til ESB-ríkja komi til að vinna en ekki setjast upp á velferðarkerfið.

Kuhle vísar til vaxandi óánægju almennings í ESB-ríkjum með ráðleysi yfirvalda í málefnum hælisleitenda. Ný stefna taki á óreiðunni, auðveldi hraðari brottflutning fólks sem eigi ekkert erindi til Evrópu.

Samkvæmt Kuhle uppfyllir aðeins annar hver hælisleitandi, sem sækir Þýskaland heim, skilyrði sem þarf til að teljast flóttamaður.

Kuhel tók sérstaklega fram að þeir hælisleitendur sem hafi í frammi gyðingahatur fyrirgera rétti sinum til dvalar í ESB-ríkjum sem og ríkisborgararéttar. 


mbl.is ESB herðir löggjöf um málefni flóttafólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband