Blaðamenn eru frekjuhópur

Blaðamannafélag Íslands vill fá sjálfdæmi að ráðast ,,gegn rétti einstaklinga til friðhelgi einkalífs" segir í bréfi frá stjórn stéttafélags blaðamanna til ráðherra. Blaðamenn frábiðja sér afskipti Fjölmiðlanefndar, rétt eins og þeir fordæma afskipti lögreglu af afbrotum blaðamanna. En blaðamenn krefjast þess að ríkið greiði þeim laun. Ríkislaun en engin ábyrgð, hvorki lagaleg né siðferðisleg, er mottó frekjuhópsins.

Fimm blaðamenn eru sakborningar í lögreglurannsókn á byrlun, gagnastuldi og broti á friðhelgi einkalífs. Blaðamennirnir misnotuðu kerfisbundið andlega veika konu til óhæfuverka. Eftir að upp komst var siðareglum Blaðamannafélags Íslands breytt í þágu sakborninga sem í ofanálag eru verðlaunablaðamenn. Tilfallandi blogg fjallaði um siðleysið:

Fagstétt sem verðlaunar miskunnarleysi lýsir yfir stríði gegn grunngildum samfélagsins.

Bréf Blaðamannafélagsins til ráðherra staðfestir yfirgang frekjuhópsins. Við erum ,,fjórða valdið" segir þar. Með leyfi, hvar stendur það í stjórnarskrá Íslands að blaðamenn séu handhafar valdheimilda eða fari með þann meið ríkisvaldsins er kallast ,,fjórða valdið"? Blaðamenn lifa i heimi ímyndunar um eigið mikilvægi. Þeir skálda sér valdheimildir, líkt og þeir spinna upp ásakanir til að koma höggi á mann og annan.

Vel að merkja, Blaðamannafélag Íslands er ekki neitt venjulegt verkalýðsfélag. Félagið er útibú frá RÚV, sem löngum lítur á sig sem ríki í ríkinu.

Sigríður Dögg fréttamaður RÚV er formaður félagsins. Hún varð uppvís að skattsvikum en hagar sér nákvæmlega eins og sakborningarnir fimm í byrlunar- og símastuldsmálinu. Ég stend ofar lögum, reglum og siðum samfélagsins, er viðhorf Sigríðar Daggar. Enda er hún formaður valdamesta frekjuhópsins á Íslandi.

 


mbl.is Blaðamenn neita að taka þátt í Fjölmiðlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sigríður Dögg fréttamaður og formaður Blaðamannafélags Íslands er orðin ímynd spillingar, ja hérna.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 20.9.2023 kl. 07:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband