Einkastríð Þórdísar til heimabrúks

Diplómatísk stríðsyfirlýsing Þórdísar Kolbrúnar utanríkisráðherra er ekki í þágu íslenskra hagsmuna. Tilkynning um lokun sendiráðs Íslands í Moskvu er sett fram, og skilin í Rússlandi, sem ögrun.

Hvers vegna ætti Ísland að ögra Rússlandi? Samskipti þjóðanna hafa ávallt verið vinsamleg. Rússar opnuðu markaði sína á sovéttímanum þegar við áttum í landhelgisdeilu Breta, sem beittu okkur viðskiptaþvingunum.

Jú, kynni einhver að segja, Rússar réðust inn í Úkraínu. Síðan hvenær eru stríð í útlöndum rök fyrir lokun íslenskra sendiráða? Bræðraþjóðir í austurvegi þjarka um landamæri, öryggishagsmuni og réttindi þjóðarbrota. Það er leitt, eins og öll átök, ekki síst þau er kosta mannslíf, en koma Íslendingum ekkert sérstaklega við.

Einkastríð Þórdísar Kolbrúnar er pólitísk dygðaflöggun til heimabrúks. Tollfrjáls innflutningur á úkraínskum kjúllum fékk ekki meðbyr hjá stjórnarmeirihlutanum á alþingi, einmitt vegna íslenskra hagsmuna. Þórdís Kolbrún varð að sýna herskáa frjálslynda vinstrinu að hún væri ekki síðri Rússahatari en þeir og setti lokun íslenska sendiráðsins í Moskvu í úkraínskt samhengi.

Þórdís Kolbrún er ekki þingmaður og ráðherra fyrir frjálslynda vinstrimenn heldur íhaldsmenn. Nema, auðvitað, að þannig hátti að frjálslyndir vinstrimenn hafi yfirtekið Sjálfstæðisflokkinn.

Ríki eiga hagsmuni, ekki hugsjónir. Glennulegt einkastríð Þórdísar Kolbrúnar gengur þvert á íslenska hagsmuni en fellur að alþjóðahyggju frjálslyndra vinstrimanna. Gerist utanríkisráðherra ESB-sinni í framhaldinu?


mbl.is Sér ekki fyrir sér að slíta stjórnmálasambandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það virkar nú samt eins og "pillaðu þig heim" hverju sem ráðherra ber við; Hafa háttsettir glatað kurteysinni þegar fulltrúa viðskiptaþjóðar er flutt boð um að hans sé ekki lengur þörf.. Brýna svo fyrir okkur að taka vel á móti hverjum sem þeim þóknast,líka þeim sem koma á röngum forsendum,við þeim má ekki hrófla. 

Helga Kristjánsdóttir, 10.6.2023 kl. 11:09

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Hvað ætli margir hafi dáið í Úkraínu stríðinu vegna fjárstuðnings Íslendinga? Þetta fólk stelur skattfé landsmanna til að láta illt af sér leiða. Það er einhvernveginn búið að snúa öllu á hvolf, núna eru vinstri menn orðnir frjálslyndir og ég sem er hægri maður og mikill stuðningsmaður Rússa er líklega skilgreindur af rétttrúuðum sem öfga hægrimaður.

Kristinn Bjarnason, 10.6.2023 kl. 13:30

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það fækkar sífellt ástæðum til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Stríðsráðherrar landsins Þórdís Kolbrún og regnhlíf stjórnarsamstarfsins Katrín Jak sjá um það.

Ragnhildur Kolka, 10.6.2023 kl. 13:51

4 Smámynd: Grímur Kjartansson

Fyrst svona auðvelt er að loka sendiráðum

þá er um að gera að gera meir af því

T.d ef Trump verður aftur forseti

þá mætti loka fyrir þá vegtyllu sem afdankaðir pólitíkusar telja geta orðið sína mestu vegsemd eftir að kjósendur gefast upp á þeim alfarið

Grímur Kjartansson, 10.6.2023 kl. 15:17

5 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

92. gr.
Hver, sem af ásetningi eða gáleysi kunngerir, lýsir eða skýrir óviðkomandi mönnum frá leynilegum hervarnarráðstöfunum, er íslenska ríkið hefur gert, skal sæta … 1) fangelsi allt að 10 árum, eða sektum, ef brot er lítilræði eitt.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.

https://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html

Guðjón E. Hreinberg, 10.6.2023 kl. 16:38

6 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

ÞOTDIS kann ekki .. GEO POLOTISK SAMSKIPTI ...

Þau eru kunst .

Olafur Ragnar kunni þau...

GRYBBULÆTI ÞORDISAR er svo sannanl annað.

Sjaið nuna hvað skeður i kjolfarið !!!!

nu verður latið t skarar skripa gegn landinu.. þvi ISLAND RR NUNA ALGERLEGA OVARIÐ FYRIR NATO og ESB RIKJUNUM SJALFUM..

Þordis lokaði uthonguleipinni og gerði nakvæmlega það sem kaþolska elitan i washingyon og ESB VILDI..

NUNA RR ISLAND A LEIÐINNI AÐ VERÐA HJALPARVANA OG BJARGARLAUST.. OG HUGSANL YFIRTEKIP AF VATKANINU.

Þvilikur barnalegur hugsanagangur hja þordisi.  heldur að hun se að ganga i augun a ESB og Washington en attar ekki a hun er nuna AÐHLATUREFNI ALLRA NEMA UKRAINU MANNA.

KV

LIG

Lárus Ingi Guðmundsson, 10.6.2023 kl. 20:58

7 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Katrín mikla stofnaði herskipahöfnina Sevastopol 1783, Bandaríkin fengu Flórída 1821. Gorbatsjov vildi samvinnu við Evrópu. Þegar Frakkland varð of stórt, tóku Þýskaland og Bretland höndum saman, og ef Þýskaland varð of stórt voru það Pólland, Frakkland og Bretland. Nú gat Vestur - Evrópa með samvinnu og auðlindir Rússlands orðið stórveldi. Auðvitað áttu Bandaríkin, Indland og Kína og hin löndin, að koma líka í rólegheitum, í samvinnuna. Við vitum í raun ekkert um þessa styrjöld, er hún að einhverju leikrit. Gamlar sviðsmyndir og tölvuleikja myndir hafa byrst í fréttunum. Ég fór aftur til 2001 til að fá líkast til réttar tölur, 14 milljónir Rússa, Rússnesku talandi væru í Úkraínu, Kraganum. 

Erum við að koma okkur í stríðin og svo að búa til reglur til að við þurfum að greiða sem mestan eyðileggingar kostnað? 

Egilsstaðir, 10.06.2023    Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 10.6.2023 kl. 23:27

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Er það virkilega svo, að einn ráðherra geti upp á sitt einsdæmi framkvæmt þennan gjörning? Þarf þessi reynslulausi ráðherra virkilega engan að spyrja innan stjórnkerfisins eða ríkisstjórnarinnar, áður en hún framkvæmir þetta gjörsamlega galna óhæfuverk? Hverskonar flokkur er Sjálfstæðisflokkurinn eiginlega orðinn? Hafi forysta flokksins og samstarfsflokkar í ríkisstjórn lagt blessun sína yfir þetta glapræði, þarf að losa þjóðina við allt þetta fólk af Alþingi.Reynslulaus steypujárni hefur varpað hlutleysisstefnu Íslands fyrir björg og ljóst tjónið er nánast óbætanlegt.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2023 kl. 04:01

9 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Reynslulaus stelpukjáni átti þetta að vera.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2023 kl. 04:03

10 Smámynd: FORNLEIFUR

Hörmung. Hún brýtur einnig Alþjóðlegan sáttmála (Vínarsamkomulagið) frá 1961 sem í lög var leiddur árið 1971 á Íslandi.

FORNLEIFUR, 11.6.2023 kl. 07:43

11 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Flumbrugangur Þórdísar.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 11.6.2023 kl. 08:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband