RSK-miðlar og listræn fjárkúgun

RSK-miðlar bjuggu til Namibíumálið. Eina heimildin fyrir raðfréttir um meint afbrot Samherja í Namibíu var Jóhannes Stefánsson uppljóstrari. 

RSK-miðlar (RÚV, Stunin og Kjarninn, nú Heimildin) fóru með staðlausa stafi þegar þeir tók upp á sína arma ásakanir Jóhannesar. Við vitum það. Heimildin fyrir þeirri vitneskju er norska útgáfan Aftenposten-Innsikt. 

RSK-miðlar fengu danskan blaðamenn, Lasse Skytt, sem einnig starfar sem almannatengill, til að skrifa grein upp úr Jóhannesi um meinta spillingu í Namibíu. Norska útgáfan birti greinina en varð að biðjast afsökunar á tiltækinu. Afsökunin er ítarlegri en flestar sem birtast í fjölmiðlum. Ritstjóri norsku útgáfunnar taldi enda brotið alvarlegt. Kjarni málsins er eftirfarandi:

Í afsökunarbeiðni Innsikt er tekið fram að útgáfan hafi ekki séð neinar trúverðugar heimildir um að Jóhannes hafi fyrir hönd Samherja mútað embættismönnum í Namibíu. ,,Það hefði átt að koma fram í greininni," segir Innsikt, ,,að Jóhannes er einn til frásagnar um að hafa stundað mútur."

Danski blaðamaðurinn/almannatengillinn Lasse Skytt er í felum síðan Aftenposten baðst forláts á falsfréttinni. Enginn fjölmiðill spyr Skytt hvað RSK-miðlar borguðu honum fyrir þjónustuna og hvernig hann réttlætir að skrifa skáldskap en kalla frétt.

Einn til frásagnar þýðir að engin gögn eða annar vitnisburður styður frásögn uppljóstrarans. Jóhannes er ónýt heimild, ekki er orð að marka sem maðurinn segir. Með allar sínar ásakanir gegn Samherja og meintar sannanir þorir Jóhannes ekki til Namibíu að leggja málið fyrir þarlend yfirvöld. Hann er ekki með neitt í höndunum nema eigin skáldskap. En Jóhannes gasprar á Íslandi og nýtur stuðnings RSK-miðla og friðhelgi annarra fjölmiðla. Afleiðingin verður að trúgjarnir kaupa síbyljuna. Enda var það alltaf ætlunin að gera fjöður að fimm hænum.

Viðtengd frétt segir frá listrænni fjárkúgun þar sem ungur maður á RSK-glapstigum reynir að vekja á sér athygli og ná sér pening á siðlausan hátt. Undirbúningsvinna gjörningsins fór fram á Glæpaleiti. Án raðfalsfrétta þaðan væri ekkert tilefni uppákomunnar. Vonandi fer ekki fyrir unga manninum eins og blaðamönnum RSK-miðla sem bíða ákæru í þeim anga Namibíumálsins er snýr að byrlun og gangnastuldi. Siðleysi og lögbrot haldast gjarnan í hendur.


mbl.is Reyndi að hafa fé af Samherja með „listgjörningi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hvar er Jóhannes?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.5.2023 kl. 15:09

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ja hérna hér! Þið riddarar sannleikans eruð væntanlega búnir að upplýsa saksóknara í Namibíu um að þetta mál sé allt á misskilningi byggt?

Dagblaðið Namibian Sun kallar málið "the country’s biggest corruption scandal" en þú veist kannski betur, enda jú titlaður blaðamaður...

Skeggi Skaftason, 19.5.2023 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband