Rakelar-þáttur í byrlun og gagnastuldi

Úr lögregluskýrslu.

Lögreglumaður: Hver eru tengsl þín við Rakel Þorbergsdóttur?

Byrlari Páls: Ég hef engin tengsl við hana. Ég veit hver hún er.

L: Þú þekkir hana?

BP: Nei, ég þekki hana ekki.

L: Nú?

BP: Hún er náttúrulega bara úr þorpinu.

L: Já. Þið unnuð saman hjá ÚA þegar þið voruð unglingar.

BP: Gerðum við það? Hver segir það?

L: Ég hef upplýsingar um það, eða lögreglan hefur upplýsingar um það.

Lögreglan hefði ekki spurt byrlara Páls skipstjóra Steingrímssonar um tengsl við Rakel Þorbergsdóttur fyrrum fréttastjóra RÚV nema hafa í höndunum gögn.

RÚV tilkynnti 9. nóvember 2021 að Rakel Þorbergsdóttir léti af störfum sem fréttastjóri eftir sjö ár í starfi. Fyrstu yfirheyrslur í byrlunar- og símastuldsmálinu fóru fram í október sama ár.

Rannsókn lögreglu beinist að atburðarásinni áður en Páli skipstjóra var byrlað. Með einhverjum hætti komust á tengsl milli blaðamanna RSK-miðla (RÚV, Stundarinnar og Kjarnans) og byrlara Páls síðvetrar 2021. Tengslin leiddu til ráðabruggs um að gera skipstjórann óvígan svo stela mætti síma hans, afrita og skila tilbaka, án þess að hann yrði þess var.

Ekki hefur komið fram hvort Rakel sé vitni eða sakborningur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Rakel og byrlarinn voru skólasystur í MA. Það er til mynd af þeim saman.

Guðmundur Böðvarsson, 25.4.2023 kl. 08:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband