Miðvikudagur, 29. mars 2023
Bræður í glæpum: ekkert vanhæfi
Ingi Freyr Vilhjálmsson blaðamaður á Heimildinni er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli þar sem Arna McClure er brotaþoli ásamt Páli skipstjóra Steingrímssyni. Bróðir Inga Freys, Finnur Þór, er saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, og fer með s.k. Namibíumál þar sem Arna er með réttarstöðu sakbornings.
Arna fór fyrir héraðsdóm með kröfu um að stöðu hennar sem sakbornings verði aflétt. Rökin voru m.a. að ekkert í gögnum Namibíumálsins styðji réttarstöðu Örnu. Rannsóknin hófst 2019 með málatilbúnaði Jóhannesar uppljóstrara Stefánssonar og RSK-miðla - með Inga Frey innanborðs.
Héraðsdómur synjaði kröfu Örnu og hún áfrýjaði til landsréttar sem í gær staðfesti úrskurð héraðsdóms. Arna skal áfram sakborningur.
Í niðurstöðu landsréttar um tengsl bræðranna segir:
Sú rannsókn [á aðild Inga Freys að byrlunar- og símastuldsmálinu] snýr að öðrum atvikum og sakarefnum en rannsókn sóknaraðila [Finns Þórs] í máli þessu [Namibíumálinu].
Hér er tvennu ólíku slegið saman, rannsóknum og málsaðilum. Vanhæfi Finns Þórs snýst um að bróðir hans er sakborningur í refsimáli þar sem Arna er brotaþoli en ekki hvort málin séu skyld að öðru leyti. Á meðan Arna er sakborningur í Namibíumálinu batnar staða Inga Freys í byrlunar- og símastuldsmálinu.
Sakborningur, samkvæmt skilgreiningu, er grunaður um glæp. Meingjörð gagnvart brotaþola, sem jafnframt er sakborningur, er ekki jafn alvarleg og meingjörð gegn alsaklausum. Þetta er ekki lögfræði heldur siðfræði 101. Siðfræði er undirstaða laga, en ekki öfugt.
Hér er tilgáta um ástæður niðurstöðu landsréttar. Dómararnir þrír vilja ekki undir nokkrum kringumstæðum taka fram fyrir hendur ákæruvaldsins á meðan rannsókn stendur.
Embætti héraðssaksóknara sleppur með skrekkinn í þessari umferð. Kröfumál, líkt og Arna höfðaði, eru ekki ekki sami hluturinn og ákærumál. Það mun ekki reyna á hæfi Finns Þórs í dómsmáli Namibíumálsins. Hann er ekki með nein gögn til að undirbyggja ákæru. Síðast hreyfði hann sig í málinu fyrir tæpu hálfu ári með örvæntingarfullu bréfi til Namibíu.
Skatturinn fór með þann hluta Namibíumálsins er snýr að fjárreiðum. Ekki fann Skatturinn nein ummerki um mútugjafir og felldi niður rannsóknina. Einu gögnin, ef gögn skyldi kalla, sem Finnur Þór býr að, er vitnisburður Jóhannesar uppljóstrara.
RSK-miðlar plöntuðu Jóhannesarsögu í norsku útgáfuna Aftenposten-Innsikt með hjálp leigupenna. Eftir að norska ritstjórnin fór yfir vitnisburðinn baðst hún afsökunar að hafa borið út slúður Jóhannesar og RSK-miðla.
,,Það hefði átt að koma fram í greininni," segir Aftenposten-Innsikt, ,,að Jóhannes er einn til frásagnar um að hafa stundað mútur."
Einn til frásagnar þýðir að engin gögn eru um mútur í Namibíu. Ef ein arða af rökstuðningi fyndist yrði henni óðara slegið upp á RSK-miðlum. Heimildin (Stundin og Kjarninn) eru svo magnvana eftir dauðaleitina að 13 manna ritstjórn getur ekki hóstað upp fleiri en fimm fréttum á dag, - ásamt auðvitað yfirlýsingu um ,,missögn" Eddu Falak.
Finnur Þór hefur vald til að úrskurða Örnu sakborning án annars rökstuðnings en að rannsókn standi enn yfir. Ingi Freyr bróðir nýtur góðs af.
ps
Tilfallandi bloggari á það til að fá stefnu fyrir að segja málsaðila eiga málsaðild. Svo talað sé án tvímæla, og Villi Vill, þriðji bróðirinn, fari ekki að skrifa kröfubréf, er það eindregin og afgerandi tilfallandi sannfæring að hvorki er Finnur Þór vanhæfur sem saksóknari að rannsaka mál þar sem bróðir hans á hagsmuni að gæta né er Ingi Freyr vanhæfur sem blaðamaður að skrifa um rannsókn bróa saksóknara. Fjölskylduréttlætið, það blífi.
Landsréttur hafnaði kröfu Örnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hér er nýlegur dómur Hæstaréttar þar sem hann snuprar Landsrétt m.a. með eftirfarandi: "„Að öllu framangreindu virtu verður ekki fallist á að dómur í máli þessu þar sem Jóhannes Sigurðsson tók sæti hafi yfir sér það yfirbragð hlutleysis sem gera verður kröfu um svo að dómstólar skapi sér það traust sem nauðsynlegt er að þeir njóti í lýðræðisþjóðfélagi. Var landsréttardómarinn því vanhæfur til að fara með málið og dæma í því,“ segir í dómi Hæstaréttar og var því hinn áfrýjaði dómur ómerktur og málinu vísað til löglegrar meðferðar fyrir Landsrétti." (Undirstrikun er mín).
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/02/domur_omerktur_sokum_vanhaefis_domara_i_landsretti/
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 29.3.2023 kl. 07:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.