Miđvikudagur, 29. mars 2023
Brćđur í glćpum: ekkert vanhćfi
Ingi Freyr Vilhjálmsson blađamađur á Heimildinni er sakborningur í byrlunar- og símastuldsmáli ţar sem Arna McClure er brotaţoli ásamt Páli skipstjóra Steingrímssyni. Bróđir Inga Freys, Finnur Ţór, er saksóknari hjá embćtti hérađssaksóknara, og fer međ s.k. Namibíumál ţar sem Arna er međ réttarstöđu sakbornings.
Arna fór fyrir hérađsdóm međ kröfu um ađ stöđu hennar sem sakbornings verđi aflétt. Rökin voru m.a. ađ ekkert í gögnum Namibíumálsins styđji réttarstöđu Örnu. Rannsóknin hófst 2019 međ málatilbúnađi Jóhannesar uppljóstrara Stefánssonar og RSK-miđla - međ Inga Frey innanborđs.
Hérađsdómur synjađi kröfu Örnu og hún áfrýjađi til landsréttar sem í gćr stađfesti úrskurđ hérađsdóms. Arna skal áfram sakborningur.
Í niđurstöđu landsréttar um tengsl brćđranna segir:
Sú rannsókn [á ađild Inga Freys ađ byrlunar- og símastuldsmálinu] snýr ađ öđrum atvikum og sakarefnum en rannsókn sóknarađila [Finns Ţórs] í máli ţessu [Namibíumálinu].
Hér er tvennu ólíku slegiđ saman, rannsóknum og málsađilum. Vanhćfi Finns Ţórs snýst um ađ bróđir hans er sakborningur í refsimáli ţar sem Arna er brotaţoli en ekki hvort málin séu skyld ađ öđru leyti. Á međan Arna er sakborningur í Namibíumálinu batnar stađa Inga Freys í byrlunar- og símastuldsmálinu.
Sakborningur, samkvćmt skilgreiningu, er grunađur um glćp. Meingjörđ gagnvart brotaţola, sem jafnframt er sakborningur, er ekki jafn alvarleg og meingjörđ gegn alsaklausum. Ţetta er ekki lögfrćđi heldur siđfrćđi 101. Siđfrćđi er undirstađa laga, en ekki öfugt.
Hér er tilgáta um ástćđur niđurstöđu landsréttar. Dómararnir ţrír vilja ekki undir nokkrum kringumstćđum taka fram fyrir hendur ákćruvaldsins á međan rannsókn stendur.
Embćtti hérađssaksóknara sleppur međ skrekkinn í ţessari umferđ. Kröfumál, líkt og Arna höfđađi, eru ekki ekki sami hluturinn og ákćrumál. Ţađ mun ekki reyna á hćfi Finns Ţórs í dómsmáli Namibíumálsins. Hann er ekki međ nein gögn til ađ undirbyggja ákćru. Síđast hreyfđi hann sig í málinu fyrir tćpu hálfu ári međ örvćntingarfullu bréfi til Namibíu.
Skatturinn fór međ ţann hluta Namibíumálsins er snýr ađ fjárreiđum. Ekki fann Skatturinn nein ummerki um mútugjafir og felldi niđur rannsóknina. Einu gögnin, ef gögn skyldi kalla, sem Finnur Ţór býr ađ, er vitnisburđur Jóhannesar uppljóstrara.
RSK-miđlar plöntuđu Jóhannesarsögu í norsku útgáfuna Aftenposten-Innsikt međ hjálp leigupenna. Eftir ađ norska ritstjórnin fór yfir vitnisburđinn bađst hún afsökunar ađ hafa boriđ út slúđur Jóhannesar og RSK-miđla.
,,Ţađ hefđi átt ađ koma fram í greininni," segir Aftenposten-Innsikt, ,,ađ Jóhannes er einn til frásagnar um ađ hafa stundađ mútur."
Einn til frásagnar ţýđir ađ engin gögn eru um mútur í Namibíu. Ef ein arđa af rökstuđningi fyndist yrđi henni óđara slegiđ upp á RSK-miđlum. Heimildin (Stundin og Kjarninn) eru svo magnvana eftir dauđaleitina ađ 13 manna ritstjórn getur ekki hóstađ upp fleiri en fimm fréttum á dag, - ásamt auđvitađ yfirlýsingu um ,,missögn" Eddu Falak.
Finnur Ţór hefur vald til ađ úrskurđa Örnu sakborning án annars rökstuđnings en ađ rannsókn standi enn yfir. Ingi Freyr bróđir nýtur góđs af.
ps
Tilfallandi bloggari á ţađ til ađ fá stefnu fyrir ađ segja málsađila eiga málsađild. Svo talađ sé án tvímćla, og Villi Vill, ţriđji bróđirinn, fari ekki ađ skrifa kröfubréf, er ţađ eindregin og afgerandi tilfallandi sannfćring ađ hvorki er Finnur Ţór vanhćfur sem saksóknari ađ rannsaka mál ţar sem bróđir hans á hagsmuni ađ gćta né er Ingi Freyr vanhćfur sem blađamađur ađ skrifa um rannsókn bróa saksóknara. Fjölskylduréttlćtiđ, ţađ blífi.
Landsréttur hafnađi kröfu Örnu | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Athugasemdir
Hér er nýlegur dómur Hćstaréttar ţar sem hann snuprar Landsrétt m.a. međ eftirfarandi: "„Ađ öllu framangreindu virtu verđur ekki fallist á ađ dómur í máli ţessu ţar sem Jóhannes Sigurđsson tók sćti hafi yfir sér ţađ yfirbragđ hlutleysis sem gera verđur kröfu um svo ađ dómstólar skapi sér ţađ traust sem nauđsynlegt er ađ ţeir njóti í lýđrćđisţjóđfélagi. Var landsréttardómarinn ţví vanhćfur til ađ fara međ máliđ og dćma í ţví,“ segir í dómi Hćstaréttar og var ţví hinn áfrýjađi dómur ómerktur og málinu vísađ til löglegrar međferđar fyrir Landsrétti." (Undirstrikun er mín).
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2023/03/02/domur_omerktur_sokum_vanhaefis_domara_i_landsretti/
Bjarni Gunnlaugur Bjarnason, 29.3.2023 kl. 07:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.