EES og innlimun Íslands í ESB

EES-samningurinn er hægt en örugglega að snúast upp í verkfæri til að innlima Íslands í Evrópusambandið. Á sínum tíma var samningurinn seldur Íslendingum sem vörn gegn ESB-aðild. ,,Allt fyrir ekkert," hét það. 

Á alþingi liggur fyrir frumvarp utanríkisráðherra. Stutt og laggott hljómar það svona

Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar, nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.

Í reynd er frumvarpið stórfellt valdaframsal alþingis. Lög Evrópusambandsins renna inn í íslenska löggjöf sjálfkrafa í gegnum EES-samninginn. Stefán Már Stefánsson, prófessor vekur athygli á að Evrópusambandið stundar ,,útvíkkun" EES-samningnum. Annað orð er innlimun á íslensku fullveldi í stjórnarskrifstofur Brussel.

Í greinargerð er viðurkennt að pólitískar hótanir eru ástæða frumvarpsins. Þar segir

ESA hefur kynnt að fyrir liggi að verði ekki bætt úr innleiðingu á bókun 35 muni stofnunin taka næsta skref og höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum með kröfu um staðfestingu dómstólsins á því að Ísland hafi brotið gegn skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum.

í beinu framhaldi kemur afhjúpandi setning

Með frumvarpinu er frumkvæði og forræði stjórnvalda á málinu tryggt.

Uppgjöf tryggir ,,frumkvæði og forræði" Íslendinga. Hér talar íslenska stjórnarráðið eins og útibú Brussel. Frumvarpið er stórfellt valdaframsal frá Íslandi til meginlands Evrópu en íslenskir embættismenn tala um að Ísland nái ,,frumkvæði og forræði".

Það er aum ríkisstjórn sem gætir ekki hagsmuna þjóðarinnar betur en svo að íslenskumælandi brusselistar framselja fullveldið og kalla það framgang íslenskra hagsmuna.

 


mbl.is Algjörlega breyttar forsendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Alfreð Dan Þórarinsson

Hvernig myndi Ísland verða skattlagt ef gengið yrði í ESB?

Kv.

Alli

Alfreð Dan Þórarinsson, 28.3.2023 kl. 07:12

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Áhugamenn um sjálfstæði Íslands og góðir pólitíkusar ættu að hugsa sér að rjúfa samstöðuna með Nató, ESB og Vestrinu, og frjálsa samninga við lönd eða BRICS samstöðu, allavega ekki láta veiða sig svona augljóslega. Finna aðra kosti. Vestrið er hnignandi.

Ingólfur Sigurðsson, 28.3.2023 kl. 08:59

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er engin "útvíkkun" á EES-samningnum því forgangsreglan hefur verið hluti af EES-samningnum frá upphafi. Hún hefur bara aldrei verið rétt innleidd í íslensk lög eins og var lofað af hálfu Íslands með undirritun samningsins, en frumvarpinu er ætlað að bæta úr því með réttri innleiðingu. Það er nauðsynlegt ef Ísland ætlar að standa við það sem var samið um árið 1993.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.3.2023 kl. 13:24

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það er orðið löngu tímabært að við segjum skilið við EES -Ísexit-.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.3.2023 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband