Ţriđjudagur, 31. janúar 2023
Helgi Seljan: vitni eđa sakborningur?
RSK-sakamáliđ, kennt viđ RÚV, Stundina og Kjarnann, fagnar ţeim áfanga 14. febrúar ađ ár er liđiđ síđan fjórir blađamann kynntu sig sem sakborninga. Ţóra Arnórsdóttir á RÚV, Ađalsteinn Kjartansson á Stundinni, Ţórđur Snćr Júlíusson og Arnar Ţór Ingólfsson eru međ réttarstöđu grunađra í lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar, stuldi á síma hans og brot á friđhelgi.
Brotiđ gegn skipstjóranum var framiđ í byrjun maí 2021. Stundin og Kjarninn birtu fréttir upp úr síma Páls en ekki RÚV. Skipulagiđ var ađ RÚV kćmi í kjölfar frétta jađarmiđlanna og krefđi stjórnmálamenn um álit á ,,uppljóstrunum" Stundarinnar og Kjarnans, sem nú hafa sameinast í nýjum miđli, Heimildinni. Markmiđiđ var ađ efna til reiđibylgju á fjöl- og samfélagsmiđlum. Ţađ tókst, - en ekki án glćps.
Út frá skipulaginu, og ađ Ţóra er sakborningur, má álykta ađ miđstöđ ađfararinnar ađ Páli hafi veriđ á Efstaleiti. Vitađ er hver byrlađi skipstjóranum, ţađ var kona sem ekki gengur heil til skógar.
Páll skipstjóri er starfsmađur Samherja og hafđi haft sig í frammi vegna ásakana RSK-miđla á hendur Samherja um meinta ólöglega starfsemi í Namibíu. Í reynd er Samherji brotaţoli í dómsmáli ţar syđra.
Tilrćđiđ ţjónađi tvennum tilgangi. Í fyrsta lagi ađ kćfa gagnrýni á RSK-miđla og í öđru lagi ađ afla upplýsinga um tengslanet Páls skipstjóra. Fréttirnar sem Stundin og Kjarninn birtu gengu út á ađ grafa undan trúverđugleika skipstjórans og kasta rýrđ á ţá sem voru í samskiptum viđ hann. Arna McClure lögfrćđingur Samherja er brotaţoli í sakamálinu ásamt Páli. Lögreglan er međ upplýsingar um meingjörđ blađamanna RSK-miđla gegn Örnu.
Áđur en Páll skipstjóri varđ fyrir atlögunni höfđu hann og Samherji náđ árangri ađ svara fyrir tilhćfulausar ásakanir RSK-miđla. Helgi Seljan var úrskurđađur sekur um alvarlegt brot á siđareglum RÚV rúmum mánuđi fyrir tilrćđiđ gegn skipstjóranum. RSK-miđlar voru í vörn og ákváđu ađ grípa til ráđstafana utan ramma laga og siđa.
Eftir úrskurđinn fór Helgi Seljan huldu höfđi, sást ekki á skjá RÚV. Hann vann á bakviđ tjöldin, sinnti skipulagi á fréttamáli sem alls ekki mátti rekja til Efstaleitis.
Haustiđ 2021 varđ yfirstjórn RÚV ljóst ađ sakamálarannsókn stóđ yfir ţar sem lykilmenn á fréttadeild komu viđ sögu. Stefán útvarpsstjóri losađi sig viđ Rakel Ţorbergsdóttur fréttastjóra í nóvember. Útvarpsstjóri gat ekki ráđiđ í stöđu fréttastjóra fyrr en eftir miđjan febrúar, ţegar fyrir lá hverjir hefđu stöđu grunađra um glćp.
Um áramótin skildu leiđir Helga Seljan og RÚV. Helgi hafđi gert sig ađ grátbólgnu fórnarlambi um miđjan október, í beinni útsendingu hjá Gísla Marteini. En allt kom fyrir ekki, verđlaunablađamađurinn varđ ađ víkja. ,,Útvarpsstjóri segir ađ Samherjamáliđ hafi reynst fréttafólki stofnunarinnar erfitt," er fyrsta setningin í inngangi umfjöllunar Fréttablađsins um starfslok Helga á RÚV. Sjálfur talar fréttamađurinn um ađ enginn hafi séđ fyrir ,,brjálćđiđ." En hann kemst upp međ ađ gera ekki nánari grein fyrir í hverju ,,brjálćđiđ" fólst.
Helgi hélt yfir á Stundina og hitti ţar fyrir sakborninginn Ađalstein. Nýliđin áramót sameinuđustu ţeir tveim öđrum sakborningum, Arnari Ţór og Ţórđi Snć, og starfa nú allir undir merkjum Heimildarinnar, sem hefur viđurnefniđ sakborningatíđindi.
Ţađ hefur ekki veriđ upplýst hvort Helgi sé vitni eđa sakborningur í RSK-sakamálinu. Ekki heyrist hósti né stuna frá honum sjálfum, en hann ber starfsheitiđ ,,rannsóknaritstjóri" á Heimildinni. Ekki heldur hafa ađrir blađamenn á öđrum fjölmiđlum innt Helga Seljan eftir réttarstöđu hans.
Rannsóknaritstjórinn er í felum ţegar kemur ađ stöđu hans sjálfs í sérstćđasta sakamáli íslenskrar fjölmiđlasögu. Má nćrri geta ađ blađamenn vćru ađgangsharđari ef ađrir ćttu í hlut en samstarfsfélagar. Réttarstađa Helga kemur ekki síđar í ljós en viđ ákćru í RSK-sakamálinu.
Hvenćr ákćrt verđur er opin spurning. Tvenn afmćli má hafa til viđmiđunar. Eftir tvćr vikur er ár síđan ađ réttarstađa sakborninga var tilkynnt; í maí eru tvö ár frá glćpnum gegn Páli skipstjóra.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.