Föstudagur, 20. janúar 2023
Kennarar, tjáningarfrelsið í skóla og utan
Kennarar, með RÚV sem bakhjarl, hafa mestar áhyggjur af tjáningarfrelsi í skólastofunni en ekki hvort pólitísk innræting fari þar fram, skrifar Sigurður Már Jónsson. Tilefnið eru tvær kennaraglærur. Önnur sýndi Sigmund Davíð formann Miðflokksins í félagsskap nasista og fasista, en hin jafnstillti Sjálfstæðisflokknum með Þriðja ríkinu.
Áhyggjur kennara af takmörkunum á tjáningarfrelsinu eru nýmæli. Í vor hófu kennarar undirskriftarsöfnun til að mótmæla að kennarinn Páll Vilhjálmsson nýtti sér málfrelsið.
Tilfallandi athugasemd rekur málið í stórum dráttum. Í umræðum við bloggið taka tveir kennarar til máls. Annar segir:
Ef kennari veldur nemendum sínum og samstarfsfólki vanlíðan, má þá ekki segja að komnar séu faglegar forsendur fyrir því að segja honum upp störfum?
Hinn kennarinn skrifar þetta:
Langar þig virkilega að hafa það þannig á þínum vinnustað að þú sért sniðgenginn, fólk sé hætt að tala við þig og þess háttar?
Kennararnir tveir eru ekki beinlínis að lofa tjáningarfrelsið og grípa til varna frjálsri orðræðu. Þvert á móti eru hafðar í frammi eftirlætisaðferðir vinstrimanna, að hóta atvinnumissi og útilokun.
En núna, eftir að glærur frá vinstrisinnuðum kennurum eru tilefni til spurninga um hvað leyfist í skólastofunni, er vörnin sú að kennurum verði að tryggja réttinn að taka til máls.
Guð láti gott á vita.
Athugasemdir
Það er sama a hvaða svið lítið er vinstri menn eru alltaf samir við sig. Fullir af hræsni og tviskynnungi.
Ragnhildur Kolka, 20.1.2023 kl. 09:43
Hvað er kennari án málfrelsis?
Birgir Loftsson, 20.1.2023 kl. 11:28
Birgir, vinstri maður..
Sigurður Kristján Hjaltested, 20.1.2023 kl. 11:32
Tjáningarfrelsið er víða í orði ekki á borði innan skólasamfélagsins. Þegar t.d. transheimurinn er ræddur eru viss málefni sem má ekki ræða. Kallast transfóbía af fína fólkinu og þá ber að þagga niður í viðkomandi.
Kennarar eru eins og aðrir landsmenn, engu að treysta þegar tjáningarfrelsið er annars vegar. Margir úr þessari stétt er líka ótrúlega móðgunargjörn fyrir hönd annarra, sérstaklega þeir flokka umræðuefnið undir jaðarhópa.
Helga Dögg Sverrisdóttir, 20.1.2023 kl. 12:34
Aldrei þessu vant, þá er ég pistlahöfundi hjartanlega sammála!
Hörður Þormar, 20.1.2023 kl. 21:36
Eitt er að tala af hjartans lyst yfir hausamótum nemenda sem fá skróp í kladdann ef þeir vilja ekki hlusta.
Annað að orða einkaskoðanir á einkabloggi sem leita þarf sérstaklega uppi
Baldur Gunnarsson, 21.1.2023 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.