Einar svíkur okkur um hitabylgju

Í sumar lofaði Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur okkur tíðari hitabylgjum. Hann sagði:

Ég held að það sé al­veg ljóst að þess­ar hita­bylgj­ur verða alltaf tíðari í Evr­ópu og víðar. Menn tengja bæði aukna tíðni hita­bylgj­anna og mátt þeirra við loft­lags­breyt­ing­ar.

Fimm mánuðum síðar boðar Einar mesta kuldahretið á þessari öld.

Er það þannig að loftslagsbreytingar gilda aðeins í sex mánuði eða skemur? Eða eru loftslagsbreytingar aðeins að verki yfir sumarið?

Kannski að loftslagsbreytingar séu hátíðlegt orðalag yfir veður? Sem við vitum að er eitt í dag og oft annað á morgun. Nema í hitabylgju og kuldahreti; þá koma nokkrir dagar með samfelldu veðri.

Samkvæmt fræðunum er loftslag meðaltalsveður í 30 ár eða lengur. Talað er um miðaldahlýskeiðið frá um 900 til 1300 og litlu ísöld í sex hundruð ár þar á eftir. Þegar þannig er tekið til orða er átt við að tiltekið tímabili er hlýrra eða kaldara en tímabil á undan eða eftir.

Á seinni tíð er aftur farið að tala um loftslagsbreytingar ef hlýindi standa yfir í nokkra daga eða lengur. En ekki þegar kuldaboli ríkir; þá heitir það veður. Ástæðan er að fólk sem ekkert veit um veður er sannfært um að það sé manngert helvíti og heitt eftir því. Heimska fólkið harmar hlýindi eins og tröllin dagrenningu. 

Veðurfræðingar, sem láta sér annt um orðsporið, ættu að temja sér tungutak fræðanna og tala um veður en láta Grétur frá Tungubergi um loftslagshamfarir á morgun þegar hitastigið verður annað en það er í dag.


mbl.is Stefnir í eitt mesta kuldakastið á þessari öld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Þór Emilsson

Eina sem hefur orðið tíðara er skattheimta og áróður. Veðrið breytist enn áfram

Emil Þór Emilsson, 15.12.2022 kl. 08:18

2 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Þú ert greinilega kennari, það er ekki hægt að koma þessu einfaldar frá sér. Ég held að meira segja Gréta frá Tungubergi ætti að geta skilið þetta.

Man ég þetta ekki rétt að fyrir um 30 árum vorum við alveg á síðasta snúningi með að stikna í þessari veröld? Eftir því sem þetta verður augljósara að mannshöndin kemur hvergi nálægt loftslagi þá forherðast stjórnmálamenn í bullinu. Ég held að þetta snúist bara um að ná peningum af fólki og halda lýðnum passlega blönkum.

Kristinn Bjarnason, 15.12.2022 kl. 13:01

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer lítið fyrir því í fréttum að haustið og það sem af er vetri, er eitthvað það kaldasta í áratugi í norður Ameríku, með tilheyrandi fannfergi.

Það fer lítið fyrir því í fréttum að Mikið kuldakast hefur legið yfir norður Evrópu, síðustu vikur.

Það fer lítið fyrir því í fréttum að sumarið í Ástralíu er það kaldasta frá því mælingar hófust.

Hins vegar fóru fréttamiðlar hamförum í byrjun júlí í sumar, þegar veðurstofur töldu hitabylgju á leið til Evrópu. Í tvær vikur, áður en "hitabylgjan" kom, var fátt annað í fréttum en þessi ógn. Hitametin voru slegin í bunkum, reyndar einungis í fjölmiðlum, dagana áður en hlýnaði um álfuna. Þegar svo þessi meinta hitabylgja skall á, var leitun að metunum. Hitamælar vildu bara ekki hlýða fjölmiðlum. Reyndar tókst að setja eitt hitamet, í Bretlandi. Þar var hitamæli plantað niður við hlið malbikaðrar flugbrautar og tókst að láta hann mæla nýtt "hitamet". Tveim eða þrem dögum síðar var allt yfirstaðið.

Hitt er ljóst að það sem af er þessari öld hefur verið hlýrra á jörðinni en undir lok litlu ísaldar. Hvort sá kuldi sem liggur nú yfir norðurhveli jarðar og reyndar einnig Ástralíu, sé merki um breytingu þar á, skal ósagt látið. Síðustu dagar minna þó illilega á þann kulda sem ríkti á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Gunnar Heiðarsson, 15.12.2022 kl. 16:18

4 Smámynd: Einar Sveinbjörnsson

Þú getur Páll lesið þessa grein!

https://journals.ametsoc.org/view/journals/clim/35/3/JCLI-D-21-0200.1.xml

En þú ert langt frá því sá fyrsti sem ruglar saman veðri og loftslagi. Mjög algengur misskilningur. Vetrarkuldarnir nú í N-Evrópu og víða í N-Ameríku eru hluti af veðursveiflum. Hér væri N-áttin reyndar enn kaldari þessa dagana væri ekki fyrir hörfun hafíssins við Grænland vegna loftslagsbreytinga síðustu 100 árin eða svo (það eru rendar líka skemmri sveiflur í hafísnum!) Tíðni kuldakasta fer minnkandi á móti því að tíðni á hitabylgjum er vaxandi, ekki síst yfir stóru meginlöndum norðuhvels.  Um það er einmitt þessi grein frá í sumar.    Bestu kveðjur Einar Sv   

Einar Sveinbjörnsson, 16.12.2022 kl. 00:39

5 Smámynd: Birgir Loftsson

Einar Sveinbjörnsson, Páll Bergþórsson veðurfræðingur spáir kólnun næstu 30-40 árin. Hann segir einnig að ef mennirnir hefðu ekki verið að spúa koltvísýringi út í loftið síðastliðin 200 ár, þá er væri kuldaskeið núna, lítil ísöld.

Athugum að meiri koltvísýringur, því meira innbyrða plötnurnar af honum. Meiri hlýnun, þýðir meiri uppgufun hafanna en líka vatnsskortur í heitum löndum vegna uppgufunar.  Það er meira áhyggjuefni en sjálf mengunin.

Munið þið eftir ozonlagið og áhyggjur af að það væri að hverfa, það er í fínu lagi í dag.

Páll var spurður: Hvaða hitastig sérðu fyrir þér að verði á Íslandi árið 2040?

„Þá verður orðið dálítið kaldara en núna en svo hlýnar aftur smám saman. Í kringum árið 2080 verður hins vegar orðið mjög hlýtt en þó ekki eins mikið og margir spá. Þar spila þó möguleg áhrif af mannavöldum inn í og þau verða ekki eins mikil ef við drögum úr losun koltvísýrings,“ segir hann íbygginn og bætir við að flest bendi til að á suðurhvelinu muni ekki hlýna eins mikið og margir veðurfræðingar vilja meina.

Sjá slóðina:

https://www.dv.is/fokus/birta/2017/12/28/mer-thykir-virkilega-vaent-um-ad-fa-thessar-kvedjur-s0cqc3/ 

Birgir Loftsson, 17.12.2022 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband