Þórdís og Tucker: hægrimenn í leit að illskunni

Þórdís Kolbrún utanríkis sér illsku Rússa sem rauðan þráð í Úkraínustríðinu. Tucker Carlson segir Selenski forseta og stjórnina í Kænugarði einræðisseggi sem banna heilaga þrenningu: kristni, fjölmiðla og stjórnarandstöðu.

Bæði teljast Þórdís Kolbrún og Tucker til hægrimanna. Íslenski utanríkisráðherrann flokkast til frjálslyndra hægrimanna en bandaríski sjónvarpsmaðurinn er íhaldsmaður.

Pólitísk orðræða, sem skiptir heiminum í gott og illt, höfðar til trúarlegrar sannfæringar um að jarðlífið sé eins og eilífðin, skiptist í himnaríki og helvíti.

En mannlífið er grátt, hvorki alillt né algott.

Óþurft er rétt greining á Úkraínustríðinu. Stríðið var ekki knýjandi nauðsyn heldur afleiðing röð mistaka, sem hófust vorið 2008 þegar leiðtogar Nató buðu Úkraínu og Georgíu inngöngu i hernaðarbandalagið.

Nató er hernaðarbandalag kalda stríðsins þegar Evrópu var, með nokkrum rökum, skipt í gott og illt, kommúnískt einræði og borgaralegt lýðræði. Þriðji heimurinn, vel að merkja, stóð að verulegum hluta utan tvískiptingarinnar.

Til að fá endurnýjun lífdaga urðu stórríki Nató að finna nýja illsku í heiminum að berjast við. Um aldamótin hét illskan hryðjuverk múslíma, sem réttlætti innrásir i Írak og Afganistan. Eftir 2008 á illskan heima í Moskvu og heitir Pútín.

Meintir vinir góða fólksins á vesturlöndum afhjúpa falskar andstæður góðs og ills. Stjórnvöld í Írak og Afganistan reyndust ekki, þegar nánar var að gætt, holdtekja góðmennskunnar heldur spilltir leppar vestrænna hagsmuna. Útreiðin sem Selenskí-stjórnin fær hjá Tucker Carlson sýnir að íhaldsmenn til hægri eru raunsærri en frjálslynda hægrið, sem Þórdís Kolbrún tilheyrir.

Þeir eru fleiri hægra megin í pólitíkinni en Tucker sem sjá hvert stefnir. Í bresku hægriútgáfunni Telegraph eru tekin að birtast sjónarmið ekki jafn stríðsóð og áður. ,,Vestrið má óttast rökhyggju Pútíns," skrifar dálkahöfundur Telegraph Owen Matthews.

Matthews fer með frjálslyndu rulluna að Pútín sé voðalegur maður en bætir við að hann sé rökvís og bjóði nú upp á langt stríð er reyna mun á vestrænu þolrifin.

Matthews upplýsir óafvitandi eitt helsta einkenni frjálslyndu góðmennskunnar. Ef góða fólkið tryði í raun og sann trúarjátningunni um gott og illt myndi það ekki hafa neinar áhyggjur af lengd Úkraínustríðsins. Hið góða hlýtur alltaf að sigra að lokum. Trúarjátningin er aðeins yfirvarp tækifærismennsku, sem er dómgreindarlaus og grunnhyggin.

Í alþjóðasamskiptum gildir grunnlögmál allt frá dögum Pelópsskagastríðsins á fimmtu öld fyrir Krist. Ríki mun, segir lögmálið, ávallt grípa ítrustu úrræði til að verja tilvist sína. Stækkun Nató ógnaði tilvist Rússlands. Afleiðingin var Úkraínudeilan, sem mátti leysa með samningum allt frá 2008. Trúarhroka fylgir einatt blóðsúthellingar.

Góða fólkið vill ekki skilja raunsæislögmálið. Það er þjakað af frelsunarblindu hins sanntrúaða um gott og illt. Bitamunur en ekki fjár er á milli frjálslyndu trúarjátningarinnar á vesturlöndum og íslamskra harðlínuklerka. Í báðum tilvikum er raunsæi útilokað. Í menningunni almennt ber töluvert á frjálslyndri útilokun. Klerkarnir geta þó borið allah fyrir sig sem afsökun. Frjálslynda heimsku þýðir ekki að bera á borð.

Utanríkisráðherra ætti að hyggja að sinni vegferð. Ef haldið er áfram í blindni skiptir engu hvort forysta stærsta stjórnmálaflokksins á Fróni verði í höndum Þórdísar Kolbrúnar eða Kristrúnar Frostadóttur. 

 

  


mbl.is Fordæma hræðileg mannréttindabrot Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Ég er í stórum dráttum sammála skilgreiningu þinni á ástandi heims (vanda)mála - líkt og oft áður, en er ekki einfaldlega hægt að deila helstu ágreiningsmálum heimsbyggðarinnar í tvær fylkingar sem spanna nokkurnmeginn allt sviðið, þ.e.a.s. Demókrata og Replúbikana, eins og dæmin tvö sem þú nefnir, þau Þórdísi Kolbrúnu Utanríkisráðskonu og Tucker Carlson, sem líklega teljast bæði nokkuð öfga hægri?

Jónatan Karlsson, 11.12.2022 kl. 11:24

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Merkel missti út úr sér nýlega að samningurinn sem hún (ásamt Frakklandsforseta Holland), Minsk II, tók að sér að standa vörð um, hafi verið gerður til að gefa Ukrainu tíma. Þeim tíma hefur Úkraína og Vesturlönd varið í að vígbúast. Stríð við Rússa var semsagt alltaf á dagskrá. 

Þegar fram líða stundir þá mun trúarhiti einfeldninga ekki getað varið þá gegn raunveruleikanum. 

Ragnhildur Kolka, 11.12.2022 kl. 12:41

3 Smámynd: Guðjón E. Hreinberg

... en við vitum samt að ný-frjálshyggjufólk eru meinfýsnir kommúnistar í dulargervi.

Guðjón E. Hreinberg, 11.12.2022 kl. 12:59

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Undarlegt er að heyra af áhyggjum Þórdísar utanríkis af mannréttindabrotum Rússa í Úkraínu á sama tíma og íslensk stjórnvöld láta sér fátt um finnast brot á mannréttundum þeirra sem minnst mega sín hér á landi.

Ennfremur hef ég ekki orðið var við áhyggjur Þórdísar eða annarra ráðherra af mannréttindabrotum Kínverja eða Írana svo ég tali nú ekki um brot yfirvalda í Kanada á trukkabílstjórum eða Hollenska forsætisráðherrans á bændum. Þá eru ótalin brot yfirvalda gegn eigin þjóðfélagsþegnum í Nýja Sjálandi, Ástralíu og Frakklandi svo eitthvað sé nefnt.

Ætli Þórdís utanríkis sé að leggja grunn að því að verða tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels???

Vesturlönd sjá ekki annað en það sem þau vilja sjá, óþægilegum staðreyndum er sópað undir teppið.

Tucker Karlson er með þetta á hreinu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.12.2022 kl. 15:00

5 Smámynd: Arnar Loftsson

Vinátta Rússa við Færeyinga og fjandsskapur Íslendinga

Í dag eru breyttir tímar og ekki endilega til hins betra.

Sú var tíð að Íslendingar voru með sjálfsstæða utanríkisstefnu og var sjálfsstæð þjóð. Fyrstu alvöru samskipti á milli Íslands og Rússa, voru í gegnum sendingar Bandaríkjanna til Múrmansk í seinni heimstyrjöldinni. Þegar skipalestirnar komu við á Íslandi. Þetta tryggði okkur alltaf vistir frá Nýja heiminum.

Og eftir styrjöldina, og Ísland orðið sjálfsstætt land. Þá hófst Kalda stríðið.

Þrátt fyrir það, þá voru Íslendingar með góð og vinsamleg samskipti við Sovétríkin og mikið var var verslað á milli landa. Enda beggja hagur.

Rússneska sendiráðið hérna var því myndarlegt og sterkt og öflugt.

Eini raunverulegi óvinur Íslands eftir stríð var Bretland. Með eilífðar vandamál á Íslandsmiðum og Þorskastríðin. Bretar voru að arðræna okkur. Og að hugsa sér að við skulum hafa lent í beinum átökum við aðra Nato þjóð.

Þorskastríðin voru þrenn. Íslendingar báðu Bandaríkjamenn um stuðning og geta keypt fallbyssubáta, sem landhelgisgæslubáta. En okkur var neitað.

Samt voru þeir með varnarsamning við Ísland herstöð hérna og þúsundir hermanna og fátt var um varnir gegn Breskum hersskipum á Íslandsmiðum. Bandaríkjamenn tóku stöðu, og hún var með Bretum.

Bretar reyndu að setja hafnbann (viðskiptaþvinganir, svona eins og verið er að gera við Rússa núna). Bretar vildu setja löndunarbann í ESB á Íslensk skip.

 

En við áttum aðra vini....Sovétríkin. Þeir hjálpuðu okkur og keyptu fisk og við fengum olíu og annað frá þeim.

Þarna sýndu rússar, að þeir voru raunverulegir vinir. Og hjálpuðu okkur gegn okkar raunverulegum óvinum....ESB liðið.

Enda hefur ESB og Bretar löngum haft augastað á auðlindum okkar, bæði fiskimiðunum og orkunni okkar.

 

Annað um dæmi Rússar sýndu okkur stuðning var 2008 kreppan.

Fátt var um hjálp frá Bandaríkjunum og ESB. Bandaríkinn vildu t.d. ekki gera gjaldeyrisskiptasamning við okkur, eina af Norðurlandaþjóðunum.

Og enginn vildi lána okkur, nema Færeyingar, Pólverjar og Rússar....

Rússar buðu lán, en á bakvið tjöldin þá voru mikil mótmæli gegn slíkum vináttugerningi í Evrópu og Bandaríkjunum.

Gamla sagan að vera ekki of háð Rússum. Frekar máttum við verða gjaldþrota.

Það var reyndar Alþjóðagjaldreyrisstjóðurinn sem lánuðu okkur á endanum.

 

Í 80 ár hafa Íslendingar og Rússar átt viðskiptasamband og vináttu.

En þetta breyttist, því Ísland missti smám saman sjálfsstæði sitt, með EES samninginum. Því dýpra sem við sökkvum inn EES sambræðingin, sem er í raun bara ESB aðild, bakdyrameginn, því ósjálfsstæðari erum við

Þá er ljóst að utanríkisráðuneytið var ekki lengur með sjálfsstæð utanríkisstefnu. Beðið var með hvað Brussel gerði og síðann var hermt eftir embættismönnunum í Brussel, sem hafa allt aðra hagsmuni en Ísland.

 

Ísland hefur með með grútmáttlausa utanríkisráðherra og algjörar gufur, frá því Jón Baldvin var.

Utanríkisráðherrar hafa ekki hugsa um íslenska hagsmuni, fyrst og fremst.

 

Hverjir eru íslenskir hagsmunir?

Jú, að vera hlutlausir, og eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir heims.

Ekki að skipta okkur af eilífðarþrætum stórveldana, sem hætta aldrei.

Ísland sem á allt undir milliríkja viðskiptum, á að gera fríverslunarsamninga við öll ríki heimsins. Og tryggja þannig hagsæld Íslands..

Og það mikilvægasta, vera HLUTLAUS....

 

Núna eru óveðurský á lofti. Heimurinn er að breytast.

Ný valdablokk BRICS er að koma og heimurinn að skiptast upp í einingar.

Vestrið er hnigna, með orkuleysi sitt og Bandaríkin á niðurleið með 32 trilljarða skuldir og af-dollaravæðingu.

 

Hvað ætla að Íslendingar að gera? Vera með tapliðinu?

Eiga aðeins samskipti og viðskipti við ESB, sem sér fram á 10-20 ára hnignun út af orkuskorti?

Væri ekki betra að Íslendingar færu Færeysku leiðina?

Tækju loksins upp sjálfsstæða utanríkisstefnu, enda eigum við að heita sjálfsstæð þjóð.

EES samningurinn er íþyngjandi og Schengen er ávísun á opin landamæri.

Breyta þarf EES samningum í tvíhliða samning og við eyddum út öllum vanköntunum. Schengen verður ekki langlíft. Vel hægt að vera með stefnu að biðja ekki um vísa, eins og t.d. þegar maður ferðast til Dubaí.

En vera með virka landamæragæslu.

 

Núna með Færeyinga....þeir eru sjálfsstæðari þjóð en Íslendingar, þrátt fyrir að vera í ríkjasambandi við Dani. Hafa raunverulega sjálfsstæða utanríkisstefnu og taka hagsmuni sína fram yfir Brussel liðisins.

Þegar aðrar þjóðir settu viðskiptabann á Rússa 2014, þá tóku Færeyingar ekki þátt í því. Ísland sýndi hinsvegar Rússum mikinn fjandsskap, sem endaði með því að Rússar hættu viðskiptum við Íslendinga að miklu leiti. En þó ekki alveg.

T.d. fluttu Íslendingar áfram fisk til Rússlands, í gegnum Hvíta Rússland sem milliliiði

 

Rússar voru með í Norðurslóðaráði, en var ekki boðið á síðustu ráðstefnu, þrátt fyrir að vera með 24.000 km strandlengju að Norðurpólnum. Pólítískur rétttrúnaður réði för. Svo að þessi Norðurslóðasamstarf, er marklaus án Rússa.

Allir sjá að ekki er hægt að hunsa Rússa. Þeir hafa unnið viðskiptasstríðið og eru búa til sterka viðskiptablokk, BRICS og SCO.

 

Í hverju liggur samstarf Færeyinga og Rússa?

Færeyska ríkisstjórnin staðfesti að Færeyingar og Rússar hafi lokið viðræðum um sjávarútvegssamstarf aðila fyrir árið 2023.
Nýr samningur hefur áhrif á minnkaðan heildarafla á næsta ári í þorski í Barentshafi, þar sem báðir taka lægri kvóta.

„Sem stór hagsmunaaðili í stjórnun sumra af stærstu fiskistofnum heims í Norðaustur-Atlantshafi stuðlar færeyska ríkisstjórnin að reglubundinni sjálfbærri fiskveiðistjórnun,“ sagði í yfirlýsingu frá Færeyjum. „Endurnýjun fiskveiðisamningsins. hefur verið tekið tillit til áframhaldandi sjálfbærrar stjórnun og eftirlits með þessum fiskistofnum í ljósi efnahagslegra og félagslegra mikilvægis þeirra.“ Færeyingar fá t.d. kvóta á Barentshafi.

Samningurinn var gerður með símafundi vegna pólitískra álitaefna sem stafa af innrás Rússa í Úkraínu, þar sem færeysk stjórnvöld héldu því fram að samningurinn grafi ekki undan andstöðu þeirra við stríðið þar.
Færingar eru á móti Úkraínusstríði, en það er annað mál sem skipti meira máli, þ.e.a.s. efnahagurinn..

 

Rússland varð lykilmarkaður fyrir færeyskan útflutning árið 2013, þegar ESB beitti eyjunum refsiaðgerðum fyrir einhliða hækkun fiskveiðikvóta þeirra. Árið 2014 jókst fiskútflutningur til Rússlands enn frekar þegar Moskvu hindraði innflutning á matvælum frá ESB, Noregi og öðrum vestrænum ríkjum til að bregðast við refsiaðgerðum.

Rússar voru að sögn stærsti einstaki kaupandinn af færeyskum útflutningi á síðasta ári og keypti nærri fjórðungur alls fisks sem fluttur var frá Færeyjum.

Til varnar ákvörðun sinni bentu færeysk yfirvöld á að matvæli hafi verið undanþegin refsiaðgerðum ESB gegn Rússlandi. Færeyingar beittu Rússum refsiaðgerðum í maí síðastliðnum þegar þeir bönnuðu skipum skráð undir rússneskum fána aðgangi að höfnum þeirra. Rússnesk fiskiskip voru hins vegar undanskilin banninu.

 

„Ákvörðunin um að endurnýja fiskveiðisamninginn hefur ekki áhrif á þessa afstöðu

Færeyjar, þrátt fyrir að vera sjálfstjórnarhérað í Danmörku, eru ekki hluti af ESB. Tvíhliða fiskveiðisamningur Rússa og Færeyja hefur verið í gildi síðan 1977, en hann hefur verið endurnýjaður á hverju ári frá upphafi.

Hins vegar, eftir að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu hófust, komu fram ákall frá mörgum hliðum, þar á meðal embættismönnum frá Danmörku og ESB og innan færeysku ríkisstjórnarinnar, um að ógilda samninginn.

Skaale benti hins vegar á að ríkisstjórn eyþjóðarinnar hefði kosið að vernda efnahag sinn. Fiskveiðar eru aðalatvinnuvegur eyjaklasans, sem búa um 53.000 manns, og standa undir 95% af útflutningi hans. Að sögn Skaale nær samningurinn við Rússland yfir 5% af landsframleiðslu Færeyinga og „er langstærsti samningurinn sem við höfum gert við annað land um sjávarútvegssamvinnu.

 

Sem sagt Færeyingar tóku Færeyska hagsmuni framyfir.

Eins og alltaf á að gera. Ísland á alltaf að taka ÍSLENSKA HAGSMUNI, fram yfir aðra. Það er öllum sama hvað verður um okkur. Við sáum það í Þorskastríðunum og 2008. Að við erum í raun eyland.

 

Sá sem er hlutlaus, lendir ekki í árekstrum og eignast óvini.

Svisslendingar þekkja þetta, enda ríkasta þjóð í heimi. Eiga vinsamleg samskipti við allar þjóðir heimsins.

Ætlum við að lenda einangruð í blokk með hnignandi Evrópu?

Eða ætlum við að eiga líka viðskiptasamskipti við nýja rísandi blokk Rússa í gegnum BRICS og SCO.

Við sjáum núna í efnahagskreppu Bandaríkjanna og ESB, hve mikilvægir Rússar eru.

Stórveldi með olíu, gas, kol, áburð, málma, korn, timbur og pappír.

Allt sem Ísland þarf til að dafna, hafa Rússar og geta boðið okkur upp á ódýrt.

 

Tökum upp sjálfsstæða utanríkisstefnu og förum Færeysku leiðina.

Arnar Loftsson, 11.12.2022 kl. 20:53

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Úkraína var hlutlaus fyrir 24. febrúar sl. Núna er hún undir vægðarlausum hryðjuverkaárásum Rússa. Það eitt og sér ætti að duga til að kveða niður hlutleysisbábiljuna.

Sjálfstæð utanríkisstefna felst ekki í að standa vopnlaus og varnarlaus í hippamussu með blóm í kjaftinum á Keflavíkurflugvelli.

Theódór Norðkvist, 12.12.2022 kl. 10:46

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Theódór, mønnum fyrirgefst heimsk, en þegar þeir hafna upplýsingu sem þeim er boðin, þá er þeim ekki viðbjargandi. 

Ragnhildur Kolka, 12.12.2022 kl. 15:17

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða upplýsingu(m) hef ég hafnað?

Theódór Norðkvist, 12.12.2022 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband