RSK-grunaður ásakar Samherja

Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni gefur til kynna með lævísu orðalagi að fyrrum starfsmenn Samherja í Namibíu eigi yfir höfði sér ákæru. Það er langur vegur frá sannleikanum. Enginn Samherjamaður er ákærður í Namibíu.  Ástæðan er einföld.

Jóhannes Stefánsson uppljóstrari vill ekki fyrir nokkurn mun fara til Namibíu í yfirheyrslu. Ferill Jóhannesar er slíkur að hvorki vill hann aftur suður, og sæta afleiðingum gjörða sinna, né yrði honum trúað þótt hann færi. Jóhannes vissi ekki um neina spillingu fyrr en hann gaf sig á vald RSK-miðla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Í Kastljósþætti fyrir tveim árum sagði Jóhannes:

Fyrsta skrefið hjá mér var að upplýsa glæpi Samherja gagnvart kvótahöfum sem voru í samvinnu við þá. Svo þróaðist þetta lengra þegar ég fór að gera mér grein fyrir hvað var í gangi og hvað maður var hluti af.

Jóhannes spann upp sögur af spillingu eftir pöntun RSK-miðla. Hann handvaldi tölvupósta til rökstuðnings ósannindum. Engin gögn, hvorki tölvupóstar né önnur gögn, staðfesta frásögnina. Ekki heldur er um að ræða önnur vitni, sem styðja Jóhannesarguðspjall síðra.

Ef það var spilling í Namibíu var Jóhannes potturinn og pannan í henni. Jóhannes er misheppnaðasti uppljóstrari allra tíma; hann afhjúpaði aðeins sjálfan sig.

Aðalsteinn á Stundinni er sakborningur í þeim anga Samherjamálsins sem tengist Páli skipstjóra Steingrímssyni. Skipstjórinn varð fyrir byrlun og síma hans stolið í maí í fyrra. Aðalsteinn skipti um vinnustað fjórum dögum áður en Páli var byrlað, fór af RÚV á Stundina. Á Stundinni birti Aðalsteinn gögn úr síma Páls. Meðsakborningur Aðalsteins er Þóra Arnórsdóttir fyrrum yfirmaður Aðalsteins á RÚV. Eru tveir plús tveir ekki lengur fjórir?

Aðalsteinn er nær ákæru en nokkur Samherjamaður. Lögreglurannsókn fór fram á háttsemi Aðalsteins. Á bakvið ásakanir á hendur Samherjamönnum eru aðeins RSK-miðlar og Jóhannesarspuni samkvæmt pöntun blaðamanna.

Aðalsteinn er sakborningur, Samherjamenn ekki. Það þarf sérstaka tegund af ósvífni, að ekki sé sagt siðblindu, sakbornings að segja saklausa menn eiga yfir höfði sér ákæru - verandi sjálfur í þeirri stöðu að bíða eftir henni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband