Valdarán í Berlín og Washington: farsi endalok lýðræðis?

Valdaránssamsærið í Þýskalandi ber svipmót meintrar tilraunar til valdaráns 6. janúar 2021 í höfuðborg Bandaríkjanna. Í báðum tilvikum er um að ræða jaðarhópa annars vegar og hins vegar hugsjúkrar umræðu er sér djöfulinn í hverju horni. Má vart á milli sjá hvorir séu verri andskotar lýðræðis, þeir sem vilja það feigt og yfirlýstir verndarar þess.

Þýska tilraunin er með eilítið gáfulegra yfirbragð. Ríkisborgarar er bandalag ýmissa hópa sem vilja hverfa aftur til upprunaríkisins, sem er stofnun Þýskalands árið 1871. Ártalið er upplýsandi. Þýska keisaradæmið, fyrsta heildstæða þýska ríkið, er ekki nema 150 ára. Lýðræðið í landi Lúters á sér enn skemmri sögu, samfelld saga þess hófst ekki fyrr en nasisminn var kveðinn í kútinn vorið 1945.

Ríkisborgararnir eru ekki nýtt bandalag. Talið er að bandalagið verið til á níunda áratug síðustu aldar, fyrir daga alnetsins og seinni tíma móðursýki.

Meint valdaránstilraun í Washington við embættistöku Biden var í raun óeirð, sem tíðkast í bandarískum borgum, klædd upp sem valdaránsaðgerð af Biden forseta og meðvirkum fjölmiðlum. Móðursýkin fór þar í hæstu hæðir, líkt og hún gerði þegar Trump náði kjöri 2016.

Sagan endurtekur sig, sagði Karl gamli Marx, fyrst sem harmleikur síðan sem farsi. Valdaránstilraunir i tveim stórríkjum vesturlanda, Þýskalands og Bandaríkjanna, eru vísbendingar um að harmleikurinn sé að baki og sagan sé komin á stig farsa.

Valdarán í lýðræðisríki er til höfuðs lýðræðinu, það segir sig sjálft. Að öðrum kosti myndu valdaránsöflin fara leið, sem öllum stendur opin, að vinna framgangi sinna mála með stjórnmálum og taka þátt í kosningum.

Það er skýrt og ákveðið veikleikamerki lýðræðishefðarinnar að opinber umræða telur hættu stafa af valdaráni. Handhafar valdsins magna upp ótta gagnvart jaðarhópum. Hugsunin er í grófum dráttum sú að búa til óvin innanlands til að fá heimildir, t.d. með lagabreytingum, að halda þéttar um valdataumana. 

Fátt er heppilegra til að þétta raðirnar en að búa til óvin sem ógnar samfélaginu.

Á síðustu árum og misserum er stöðugleika vesturlanda ógnað á fernum vígstöðvum. Farsóttin, kófið, og viðbrögð yfirvalda grófu undan tiltrú á kerfinu og valdastéttinni. Alþjóðahyggjan, ríkjandi vestræn hugmyndafræði frá lokum seinna stríðs, er á hröðu undanhaldi frá 2016 með Brexit og sigri Trump. Efnahagskreppa í kjölfar kófsins hraðar langtímaþróun versnandi kaupmáttar lág- og millistétta. Fjórðu vígstöðvarnar eru raunverulegar: Úkraínustríðið. Það er langt frá vesturlöndum en hefur róttæk áhrif, pólitísk, efnahagsleg og menningarleg. Eitt lítið dæmi er að Nató, hornsteinn vestræna alþjóðakerfisins í 70 ár, telur að tapist Úkraínustríðið verði það stórkostlegur hnekkir.

Fimmta atriðið er samskiptabylting sem hófst á fyrsta áratug 21. aldar og má kenna við samfélagsmiðla. Andófshreyfingin gegn kaþólsku kirkjunni í byrjun nýaldar studdist við áður óþekkta aðferð til samskipta, prentverkið. Evrópa klofnaði í tvo heima þar sem kaþólikkar og mótmælendur tókust á. Í dag er tístið vettvangur hugmyndabaráttu. 

Það má spyrja, í fullri alvöru, hvort vestrænt lýðræði sé að snúast upp í farsa. 

 

 


mbl.is Fyrrverandi þingkona í valdaránshópnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag, það var engin valdabylting 6. janúar. Þetta rétt skagar upp í uppþot og er á mörkum þess að vera óeirðir.  Til að valdaránstilraun eigi sér stað þarf nokkrar forsendur:

1) Forystusveit byltingamanna. Hver er hún?

2) Skipulagt samsæri. Það eru vísbendingar um að undirróðursmenn FBI hafi kynnt undir "áhlaupið" en af myndskeiðum get ég ekki betur séð en þetta hafi verið kaos ástand. Af hverju voru engar varnir?

3) Vopnað áhlaup. Engir "óeirðarmanna" voru vopnaðir. Eina manneskjan sem drepin var,var fyrrum herkona sem var skotin á færi án ástæða.

Þegar Lincoln af tekin af lífi, tókst að sanna samsæri. Ekki þegar Kennedy var drepinn. Þeim hefur ekki enn tekist að sanna samsæri um valdaránstílraun, þrátt eindreginn vilja Demókrata til að klína skítinn á D. Trump.

Valdaránstilraun í Berlín er réttnefni.  Hún uppfyllir öll þrjú ofangreind skilyrði.

Ég skrifaði ágæta grein um 6. janúar hér á blogginu. Þú hefur ekki lesið hana? 

Birgir Loftsson, 8.12.2022 kl. 09:50

2 Smámynd: Ómar Geirsson

 Blessaður Páll.

Þú ert nokkuð góður hér að ofan, segi menn svo að menntun borgi sig ekki, og þá er ég ekki að vísa í menntun þína, heldur starf þitt, að þú hafir menntað ungmenni í áranna rás, og að baki orðum þínum búi hugsun sem á sér rætur í áratuga pælingum þess sem hefur lesið, hugsað, og reynt að skilja.

Útleggingar þínar sem og pælingar á atburðum síðustu ára sem og áratuga, eiga sinn allan rétt.

Nema þegar þú leggur út af síðustu ófrétt um meint valdarán einhverja hópa, sem hafa aldrei verið útskýrðir í umræðunni og ná ekki einu sinni að vera eftirá skýring á valdatöku Bolsévika í Russia í den, þá er eins og þú takir mark á hinni tilbúnu frétt.

Eða Páll, ert þú einn af þeim sem sá samhengið á milli meintra hryðjuverkaárása á stjórnkerfi okkar og pabba ríkislögreglustjóra??

Ég held ekki.

Pælingar þínar eru samt réttmætar, en forsendurnar, hið meinta valdarán hægriöfgafólks, eru í besta falli brandari, brandari fréttaskýringafólks hefur náð stöðu  sinni með "kópí og peist" án þess að hafa nokkrum sinni skilið af hverju það peistaði þessu eða hinu.

Það stjórnar kannski umræðunni í dag Páll, en það er engin afsökun fyrir þig að vera samdauna henni.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.12.2022 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband