Miðvikudagur, 23. nóvember 2022
Kæra Aðalsteins til Evrópu, RSK-málið
Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni sagðist ætla að kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu að hann væri sakborningur í RSK-málinu, þar sem byrlun Páls skipstjóra og stuldur á síma hans eru kjarni málsins.
Auk Aðalsteins eru sakborningar Þóra Arnórs á RÚV, Þórður Snær og Arnar Þór, báðir á Kjarnanum.
Aðalsteinn tilkynnti um kæruna fyrir tveim mánuðum í grein á Stundinni. Út á þá tilkynningu fékk Aðalsteinn viðtal við sig í Kastljósi og ítarlega frétt á RÚV.
Nú eru liðnir tveir mánuðir og engar fréttir eru um að Aðalsteinn hafi sent kæru til Evrópu.
Tilfallandi spurningar vakna. Var þetta allt í plati hjá Aðalsteini og RSK-miðlum? Tilraun til að gera fórnarlamb úr blaðamanninum?
Treysta Aðalsteinn og RSK-miðlar á að fólk sé fífl sem man ekki Stundinni lengur hver málsvörn sakborningana var í gær?
Hvers vegna spyrja aðrir blaðamenn ekki Aðalstein um kæruna? Er það ekki hlutverk fjölmiðla að veita aðhald, jafnvel þótt fjórða valdið eigi í hlut? Eða er það hlutverk blaðamanna að draga fjöður yfir sakamál þar sem starfsfélagar eru sakborningar?
Það er frétt ef Aðalsteinn hefur sent kæru til mannréttindadómstóls Evrópu. Það er líka frétt hafi ekki sent kæru eftir að staðhæft að hann ætlaði gera svo.
Fá blaðamenn og fjölmiðlar ríkisstuðning til að velja og hafna fréttum í þágu einkahagsmuna? Ef svo er þá eru blaðamenn ríkisstyrkt forréttindastétt.
Athugasemdir
Áfram PV.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.11.2022 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.