Þórður Snær: aðildin að RSK-sakamálinu

Þórður Snær ritstjóri Kjarnans kærir Pál skipstjóra Steingrímsson vegna tölvupósts sem skipstjórinn sendi Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra 1. júlí. Tölvupósturinn er svohljóðandi:

Góðan daginn Stefán

Nú fer ég fram á að þið samstarfsfélagar látið [nafn, tekið út af pv] í friði, það ónæði sem þið hafið valdið fjölskyldunni með vinnubrögðum ykkar er til háborinnar skammar, og ef þið látið ekki af þessari háttsemi ykkar neyðist ég til að grípa til annarra ráða til þess að stoppa ykkur...

Kv. Páll Steingrímsson

Tölvupósturinn er til Stefáns en Þórður Snær fær afrit. Ef ritstjóri Kjarnans tengist málinu ekkert skýtur skökku við að hann taki orð skipstjórans til sín og bregðist við með kæru til lögreglu. Þórði Snæ er svo umhugað að vera ótengdur málinu að hann stefndi tilfallandi bloggara fyrir að skrifa að ritstjórinn ætti ,,beina eða óbeina aðild". Með kæru til lögreglu viðurkennir ritstjórinn að hann sé ,,samstarfsfélagi" sbr. texta tölvupóstsins. Þar á ofan er kæran traustsyfirlýsing til lögreglu. Maður kærir ekki til yfirvalds sem ekki er treystandi, skyldi ætla.

Hverju hótaði skipstjórinn? Jú, t.d. að kæra blaðamenn RSK-miðla til siðanefndar Blaðamannafélagsins. Þá gæti hann skrifað útvarpsráði eða fjölmiðlanefnd. Verulega frjótt ímyndunarafl þarf til að halda að meira búi að baki. Sakborningar í RSK-málinu eru sterkir í ímyndun en með lélega jarðtengingu. Brotafólk er gjarnan þannig innréttað; ímyndar sér eigið sakleysi um leið og það brýtur á öðrum. Kallast siðblinda.

Án efa mun lögreglan grandskoða kæru ritstjórans og leggja sjálfstætt mat á hvort skipstjórinn hafa farið út fyrir mörk laga og reglna með tölvupósti til Stefáns útvarpsstjóra sem Þórður Snær tók til sín, - og viðurkenndi í leiðinni að vera ,,samstarfsfélagi" RÚV og eiga aðkomu að málum Páls skipstjóra. (Sem raunar alþjóð var kunnugt).

Kröfu skipstjórans um frið fyrir veika konu létu blaðamenn RSK-miðla sem vind um eyru þjóta. Konan bugaðist og er nú öryggisvistuð á sjúkrastofnun.


mbl.is Kærir Pál fyrir hótun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Hvað er þetta eiginlega með RÚV, fá siðblindingjar að athafna sig í friði á þessari stofnum eins og ekkert sé eðlilegra. Þó að einhverjir séu sáttir við RÚV þá eru vinnubrögðin fyrir neðan allar hellur og til stórskammar. Hversu skaðlegt þarf RÚV að vera til að því sé lokað??? Á ég virkilega að trúa því að fólki finnist í lagi að henda 5000 milljónum af skattfé á ári í þetta bull?

Kristinn Bjarnason, 28.9.2022 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband