Þóra: nýtt handrit á Glæpaleiti

Við erum voða hissa, er viðkvæðið núna hjá blaðamönnum RSK-miðla vegna aðildar þeirra að líkamsárás með byrlun, gagnastuldi, stafrænu kynferðisofbeldi og broti á friðhelgi einkalífs.

Þóra Arn­órs­dótt­ir seg­ir í sam­tali við mbl.is að yf­ir­heyrsl­an hafi verið held­ur furðuleg upp­lif­un. „Það verður að minnsta kosti afar und­ar­legt ef meira verður úr þessu máli,“ seg­ir Þóra.

Þóra á RÚV og þrír aðrir blaðamenn á Stundinni og Kjarnanum (RSK-miðlum) voru kynnt til sögunnar sem sakborningar 14. febrúar sl. Það var ekki lögreglan sem kynnti alþjóð sakborninga heldur fjölmiðlar sjálfir. Sakborningar gætu verið fleiri. Raunar er öruggt að þeir séu a.m.k. fimm.

Í viðtengdri frétt mbl.is er haft eftir Saklausu-Þóru: ,,Hún seg­ir að hún hafi mest meg­ins verið spurð út í hluti sem hún gæti ekki tjáð sig um, vinnu sinn­ar vegna."

Ha?

Þóra birti ekkert efni úr síma Páls skipstjóra á RÚV. Það gerðu Kjarninn og Stundin. Er það í starfslýsingu Þóru á RÚV að gramsa í stolnum símum en birta ekkert efni? Tekur ríkisfjölmiðillinn reglulega við þýfi og dreifir til annarra fjölmiðla?

Við erum voða hissa. 

Fyrsta handrit RSK-miðla til að útskýra sakamálið var að lögreglan stundaði ofsóknir gegn fjölmiðlum. Lögreglan stendur að ,,aðför að blaðamennsku," sagði borginmannlegur Þórður Snær ritstjóri Kjarnans um miðjan febrúar. Hann taldi lögregluna á höttunum eftir heimildarmanni RSK-miðla. Viku seinna sagði Gísli Marteinn á RÚV að rannsókn lögreglu væri ,,klámhögg."

Lögreglan ofsækir blaðamenn, var sem sagt fyrsta útgáfan. Blaðamennirnir hefðu vitanlega í beinu framhaldi átt að leggja spilin á borðið, segja hvers kyns væri og útskýra aðkomu sína að málinu, bæði fyrir lögreglu og ekki síður almenningi.

En blaðamennirnir lögðu á flótta, útskýrðu ekkert og höfðuðu dómsmál til að komast undan skýrslutöku lögreglu. Ekki beittustu hnífarnir í skúffunni, glæpagengi RSK-miðla. Segja eitt en gera allt annað. Vanir að kaffæra  mál í fréttaflóði útúrsnúninga og hálfsannleika. 

Loksins, loksins eftir hálft ár skila Gísli, Eiríkur og Helgi og forsetaframbjóðandinn sér til lögreglu að gefa skýrslu. Augun standa á stilkum: málinu hlýtur ljúka eftir kaffispjall við lögguna.

Ef svo yrði væri refsilaust að gera líkamsárásir með byrlun, stela gögnum, stunda stafrænt kynferðisofbeldi og brjóta á friðhelgi einkalífs með þessari afsökun: ég er bara blaðamaður að gera frétt.

Í greinargerð lögreglu frá 23. febrúar sl., sem var lögð fram vegna dómsmáls Aðalsteins Kjartanssonar á Stundinni segir: ,,Lögreglan er með töluvert af símasamskiptum, tölvupóstum og annars konar samskiptum X við ákveðna fjölmiðlamenn." X er veik kona, náin Páli skipstjóra Steingrímssyni, sem var verkfæri í höndum blaðamanna við líkamsárás með byrlun og símastuldi. Blaðamenn sem notfæra sér andleg veikindi til að koma höggi á fólk eru dálagleg fyrirmynd. Í hvernig samfélagi fá slíkir fjölmiðlamenn verðlaun? 

Stafrænt kynferðisofbeldi stunduðu blaðamenn RSK-miðla í hjáverkum. Eiga þeir þó að heita heilir á geðsmunum.

Sími Páls skipstjóra var afritaður, klónaður, á Efstaleiti. Afritaði síminn geymdi einnig staðsetningarforrit. Snillingarnir á Glæpaleiti skildu eftir slóð sem verður rakin í ákærum og í dómssal. 

Við verðum öll voða hissa loksins, loksins þegar sannleikurinn um verðlaunablaðamennina verður tíundaður fyrir opnum tjöldum. Sennilega ekki í beinni útsendingu RÚV með Gísla Martein sem þulu.

 

 

 

 


mbl.is Þóra og Aðalsteinn yfirheyrð í gær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: FORNLEIFUR

Síminn, ný noir-þáttaröð um innhverfa blaðamenn á Íslandi, sem búa til fréttir ef engar eru, meðan hraunið flæðir yfir Hafnarfjörð. Röðin verður send hjá YLE, DR og öllum hinum norðurstöðvunum. Hollywood biður síðan um réttindin. Tóm Krús mun leika Saklausu-Þóru. Bruce Willis fær einnig hlutverk, því hann man ekki neitt. Enginn hefur enn fengist til að leika Gísla Martein eða lögguna sem hjálpaði Gísla, Eiríki og Helgu.

FORNLEIFUR, 31.8.2022 kl. 07:41

2 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Takk fyrir að standa vaktin í þessu Páll.

Guðmundur Jónsson, 31.8.2022 kl. 08:10

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Held að þau bíði eftir að þetta mál lognist útaf eins og svo mörg önnur mál. Þú virðist sá eini sem heldur áfram að fylgjast með, þskka þér fyrir það. 

Sigurður I B Guðmundsson, 31.8.2022 kl. 16:12

4 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Hver stal síma Páls Steingrímssonar?

Ragna Birgisdóttir, 31.8.2022 kl. 21:20

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Byrlarinn...

Guðmundur Böðvarsson, 31.8.2022 kl. 22:22

6 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Og hver var hann?

Ragna Birgisdóttir, 31.8.2022 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband