Reynir Trausta, fréttaslúður og RSK-miðlar

Fréttir eru eitt en slúður annað. Fréttir byggja á heimildum en slúður orðasveimur, undir hælinn lagt hvort flugufótur sé fyrir eða hreinn skáldskapur. Reynir Traustason vinnur með fréttaslúður, gerir ekki greinarmun á því sem er og ímyndun.

Reynir á að baki langa sögu í fréttaslúðri. Fyrir 19 árum skrifaði hann alræmda frétt um að Davíð Oddsson hafi sigað lögreglunni á Baug. Sigurgeir B. Kristgeirsson framkvæmastjóri Vinnslustöðvarinnar skrifar grein þar sem rekur nýleg afrek Reynis í fréttaslúðri.

Til að fréttaslúðrið nái flugi, fái útbreiðslu, þarf að koma því sem víðast á framfæri. Ásamt Mannlífi rekur Reynir Kvennablaðið þar sem hann endurbirtir valið slúður. Lesendur halda að um tvo sjálfstæða miðla sé að ræða, þannig fær slúðrið trúverðugleika. Þá skipta vina- og fjölskyldutengsl máli. Það eru til fjölmiðlafjölskyldur, eins og Sigurgeir vekur athygli á. 

RúV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar, stunda skipulega sama leikinn og Reynir. Einn ríður á vaðið með fréttaslúður og hinir fylgja í humátt á eftir með sinn vinkil á sama efni. Fjölskyldu- og vinatengsl ákveða hvaða slúðri skuli gert hátt undir höfði. 

Þegar mikið liggur við eru tveir miðlar látnir birta samtímis fréttaslúðrið. Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni og Þórður Snær á Kjarnanum störfuðu eftir nákvæmri tímaáætlun við undirbúning umfjöllunar um ,,skæruliðadeild" Samherja. Þeir t.a.m. hringdu í Pál skipstjóra með tíu mínútna millibili daginn fyrir birtingu.

Hvorki Reynir né RSK-miðlar láta sig nokkru varða almannahagsmuni, sem eru að fá fréttir byggðar á heimildum. Það eru ýmist hagsmunir auðmanna, pólitískir hagsmunir eða persónulegir dyntir sem ráða ferðinni. Tök RSK-miðla á blaðamannastéttinni eru slík að þeir fá verðlaun fyrir fréttaslúður sem fengið er með glæpum.

Samræmdar aðgerðir fjölmiðla gera slúður að sannleika. 

 


mbl.is Reynir braut siðareglur með umfjöllun um Róbert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fréttaslúður!!! Misstu menn af því þegar Bogi Ágústsson las upp slúðurtilkynningu Christopher Steel um gang mála. Steel er af Boga titlaður sem," fyrrverandi yfirmaður Rússlandsdeildar bresku leyniþjónustunnar",Misstu einhverjir af þessum "fréttaflutning?"en þessi Steel er kannski þekktastur fyrir að vera höfundur svokallaðrar Steele-skýrslu (Steel-dossier) sem tröllriðið hefur Bandarísku samfélagi síðan 2016. Skýrslan var unnin fyrir demókrataflokkinn, Hillary Clinton og Obama gaf grænt ljós á að hún væri notuð í kosningabaráttunni gegn Trump. Hundruðum milljónum dollara hefur verið eytt vegna þessarar skýrslu sem aðeins hefur leitt í ljós að ekki var fótur fyrir þeim þvættingi sem þar var borinn á borð.

Og nú færir Bogi þessum arga lygara meydóminn aftur (með nýjum uppspuna) á því silfurfati sem fréttamennska RÚV er nú statt á. 

Ragnhildur Kolka, 10.6.2022 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband