Elko, N1, Krónan og skilabođ eigenda

Eggert Ţór Kristófersson forstjóra Festar, sem á Elko, N1 og Krónuna, var rekinn fyrir ađ hlusta á unga konu, Vítalíu Lazarevu, sem sagđi farir sínar ekki sléttar í samskiptum viđ Ţórđ Má Jóhannesson stjórnarformann Festar. Eggert Ţór hefur ađ öllum líndum kynnt stjórn Festar sjónarmiđ sem ekki sýndu sparihliđina á Ţórđi Má stjórnarformanni.

Vítalía lagđi fram kćru vegna framkomu Ţórđar Más og tveggja annarra frammámanna í viđskiptalífinu, Ara Edwald og Hreggviđ Jónsson. Ţórđur Már sagđi af sér stjórnarformennsku í kjölfar ásakana ungu konunnar. Hinir tveir fóru sömu leiđ, undir ţrýstingi eigenda og almenningsálits. 

Ţótt kurlin séu ekki öll komin til grafar um samskipti Vitalíu og ţremenningana virđist augljóst ađ ţau uppfylltu ekki eđlileg viđmiđ í siđuđu samfélagi.

Mótsagnakenndar yfirlýsingar eigenda Festar um ástćđur uppsagnar Eggerts eru ótrúverđugar. Engar líkur eru ađ fimm manna stjórn Festar hafi nokkrum vikum eftir skyndilegt brotthvarf stjórnarformanns komist ađ málefnalegri niđurstöđu um ađ félagiđ ţyrfti nýjan forstjóra. Annađ býr ađ baki. Nćrtćkasta skýringin er ađ Ţórđur Már sé skuggastjórnandi Festar og ráđi ferđinni á bakviđ tjöldin.

Vitalía segir ađ Eggert hafi reynst sér vel. Ţađ er líklegasta skýringin á óvćntri uppsögn forstjórans. Hefnd fyrir ađ taka ekki ţátt í yfirhylmingu.

Festi er almenningshlutafélag og lífeyrissjóđir eiga ţar stóran hlut. Ţórđur Már er hluthafi og fékk stuđning annarra hluthafa til stjórnarformennsku. Hann brást trausti, sýndi af sér framkomu sem er óbođleg stjórnarformanni almenningshlutafélags. 

Í stađ ţess ađ vinna í sínum málum og bíđa niđurstöđu kćrunnar gengur Ţórđur fram undir formerkjunum ,,ég á ţetta, ég má ţetta."

Ţetta 2007-viđhorf auđmanna á ekki ađ líđast. Rík skylda hvílir á međeigendum Ţórđar Más, ekki síst lífeyrissjóđum, ađ skera upp herör gegn ósómanum.

Gangi ţađ fram ađ skuggastjórnandi međ stórskađađ orđspor komist upp međ ađ reka ţá sem ekki hylma yfir siđleysiđ, ađ ekki sé talađ um meint afbrot, eru kolröng skilabođ send til atvinnulífsins og út í samfélagiđ.


mbl.is Stjórn Festi stađfestir brottrekstur Eggerts
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörđur Ţormar

Ţarna er ég sammála Páli Vilhjálmssyni!

Hörđur Ţormar, 11.6.2022 kl. 16:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband