Umboðsmaður til varnar tjáningarfrelsi

Tilfallandi bloggari fékk ágjöf sl. haust fyrir að fletta ofan af tilraun RÚV að skilgreina Helga Seljan sem ofsótt fórnarlamb. Eftir tilfallandi afhjúpun var fátt um varnir á Efstaleiti. Helgi var sendur á hjáleiguna undir lúðrablæstri útvarpsstjóra.

Tilfallandi bloggari starfar sem framhaldsskólakennari. Þess var krafist að Kristinn Þorsteinsson skólameistari FG ræki bloggarann úr starfi fyrir rangar skoðanir. Skólameistari tók kröfurnar til athugunar og hafnaði þeim. Fyrir það þakkaði bloggari.

Tilfallandi borgara var ljóst að hart væri sótt að tjáningarfrelsinu þegar það væri tekið til athugunar að svipta mann atvinnu fyrir að tjá hug sinn. Enginn úrskurðaraðili túlkar meginreglur stjórnarskrár, nema auðvitað dómstólar. Dómsmáli var ekki til að dreifa og ekkert tilefni til að höfða mál. 

Aftur fylgist umboðsmaður alþingis með meginreglum réttarríkisins og gefur álit þyki honum málefnið brýnt. Umboðsmaður tekur aðeins við kvörtunum, ekki hrósi um að vel sé að verki staðið eða athugasemdum. Til að fá álit umboðsmanns varð tilfallandi bloggari að senda kvörtun með rökstuðningi. Það var gert til að knýja fram álit á réttarstöðu opinberra starfsmanna með skoðanir.

Niðurstaða umboðsmanns liggur fyrir. Í bréfi dags. 26. apríl 2022 segir:

Opinberir starfsmenn njóta verndar tjáningarfrelsisákvæða 73. gr. stjórnarskrárinnar og 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu, sbr. samnefnd lög nr. 62/1994. Meginreglan er því sú að opinberir starfsmenn eiga rétt á að láta í ljós hugsanir sínar og skoðanir, þ.m.t. þær er lúta að mati á atriðum er tengjast starfi þeirra, án afskipta stjórnvalda, og takmarkanir á þeim rétti má eingöngu gera að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. einnig 41. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Slíkar takmarkanir verða þannig að byggjast á lögum, stefna að lögmætum markmiðum og mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. (undirstrikun pv)

Þar með liggur það fyrir. Opinbera starfsmenn má hvorki reka né áminna fyrir skoðanir sem þeir láta í ljós. Hvort yfirmenn hafi aðrar skoðanir og kynni þær hverjum sem vill hafa er aukaatriði í málinu. Aðalatriðið er að málfrelsið fær vörn sem heldur. Ástæða er til að þakka umboðsmanni.

Hér eftir geta opinberir starfsmenn með skoðanir sem og yfirmenn þeirra með önnur sjónarmið flett upp afstöðu umboðsmanns alþingis. Ódannaði skríllinn og virkir í athugasemdum munu vitanlega hvorki fletta upp á einu né neinu heldur heimta blóð sem fyrrum. En það þarf ekki einu sinni að athuga hvort reka megi opinbera starfsmenn fyrir að tjá hug sinn. Það er andstætt lögum.

Tjáningarfrelsið á undir högg að sækja. Það sést best á því að blaðamenn, sem ættu að vera í fremstu víglínu að verja skoðanafrelsi, eru orðnir böðlar málfrelsis. Risið á sumum blaðamönnum er ekki hærra en á virkum í athugasemdum. Enda oft sama fólkið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Loftsson

Góðan dag. Ein athugasemd eða réttara sagt spurning, hvað er átt við með orðunum "tilfallandi bloggari"? Þýðir það að fleiri en einn skrifa á þessu bloggi? Tilfallandi er í mínum huga að það er tilviljun háð hver skrifar hér. Væri ekki nær að segja undirritaður (þú ert skráður fyrir bloggsíðunni, ekki satt?).

Annars er ég sammála þér varðandi málfrelsið en læt í léttu rúmi liggja um hvað þú ert að skrifa. Sumt áhugavert, annað ekki, eins og gengur og gerist. 

Birgir Loftsson, 12.5.2022 kl. 08:17

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

" takmarkanir á þeim rétti má eingöngu gera að uppfylltum þeim skilyrðum sem fram koma í 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar og 2. mgr. 10. gr. mannréttindasáttmálans, sbr. einnig 41. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Slíkar takmarkanir verða þannig að byggjast á lögum, stefna að lögmætum markmiðum og mega ekki ganga lengra en nauðsyn krefur. (undirstrikun pv)"Hvað segja þessar greinar? 3. mgr.73.gr."réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.] 1)"

Jósef Smári Ásmundsson, 12.5.2022 kl. 08:41

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Það er orðið dálítið íslenskt að þegja af sér hneykslismál!!

Sigurður I B Guðmundsson, 12.5.2022 kl. 09:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Er þetta ekki allt borðleggjandi mér sýnist allir nokkuð sammála.Eg er himinlifandi yfir að tjáningafrelsið gengur enn þá. En að gefnu tilefni vil ég reyna við hugboð Birgis að heiti bloggs Pallvill merki að fleiri en hann skrifi á bloggið; Tilfallandi athugasemdir. Athugasemdirnar eru tilfallandi ekki skrifarinn. Gott að skoða rununa af bloggurum sem "skíra" bloggin sín með 2-4.Menn skrifa nöfnin sín undir baráttu blog t.d.(frjálst land).  

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2022 kl. 17:52

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Helga. Þetta er nú ekki alveg borðleggjandi ef þú hefur tekið eftir því sem ég skrifaði. Ef um meiðyrði er að ræða þá gilda lögin um tjáningarfrelsi ekki. Það verða allir að fara að lögum, blaðamenn ( ekki má byggja fréttir á stolnum heimildum) og eins bloggarar . Þessi lög eru fyrir alla landsmenn og það er ekki gerður neinn greinarmunur.

Jósef Smári Ásmundsson, 12.5.2022 kl. 20:17

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ef og hefði?Blessaður ég las,þú last,en tekur ekkert eftir því að fyrsta málsgrein mín er í spurnar formi;sýnist allir sammála(?)Lög allra landsmanna lýður ekki ásakanir um stuld ekki einu sinni þínar.   

Helga Kristjánsdóttir, 12.5.2022 kl. 23:55

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Helga . Að sjálfsögðu tók ég eftir spurnarforminu og þessvegna svaraði ég. Stuldur á síma Páls skipstjóra , afritun og notkun er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri. Það liggur ljóst fyrir hver stal símanum og það liggur líka ljóst fyrir að afritun fór fram og einnig að þrír blaðamenn nýttu sér upplýsingar. Hvort að símanum var stolið að tilstuðlan þessara blaðamanna eða RÚV eru enn getgátur og koma ekki í ljós fyrr en rannsókn líkur. Á meðan verða tilfallandi blaðamenn að ganga hægt um gleðinnar dyr um umfjöllun svo þeir falli ekki í þá gryfju að vega að mannorði fólks. Þessi kæra blaðamannsins á hendur bloggara fer væntanlega til dómstóla sem ákvarðar hvort tilefni sé til ákæru og verðum við ekki bara að bíða þangað til. Í þessu tilfelli eins og öðrum er það dómstólar sem hafa síðast orðið. Ekki ég eða þú og allir hinir sem tjá sig á samfélagsmiðlum. 

Jósef Smári Ásmundsson, 13.5.2022 kl. 08:12

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gerum það og verum góð.

Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2022 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband