Sigrar Pútín evru og dollar?

ESB-ríkin fá ekki gas frá Rússlandi nema borga í rússneskum gjaldmiðli, rúblum. Það þykir stórfrétt á vesturlöndum að dollar og evru er úthýst. Yfirvofandi er að Rússar loki fyrir gasið og valdi efnahagskreppu. 

Að hluta eru þetta sjónhverfingar. Vestrænir óvinveittir kaupendur á rússneskri orku opna bankareikninga í rússneskum bönkum og fá rúblur í stað evru eða dollara og nota þær rúblur til að borga fyrir gasið. Gengið er skráð hjá rússneska seðlabankanum.

En það er meira sem hangir á spýtunni. Vestrænar refsiaðgerðir áttu að gera rúbluna að ruslgjaldmiðli. En þegar eftirsótt vara s.s. gas, korn og málmar er verðlögð í rúblum en ekki dollurum/evrum styrkir það rúbluna.

Kínverjar hafa lengi verið áhugasamir að skáka dollara sem eina alþjóðlega gjaldmiðlinum. Þeir gætu stokkið á rúbluvagninn. Indverjar gerðu nýlega stóran orkukaupasamning við Rússa - án dollara.

Fyrir viku vöruðu stórvesírar á Wall Street við að vestræn alþjóðahyggja væri að syngja sitt síðasta. Alþjóðahyggjan er merkt dollara í bak og fyrir. Þýska efnahagsvélin höktir og skröltir í versta ástandi sem hún hefur verið í um áratugi. Undirliggjandi verðbólga, m.a. ættuð frá farsótt, gerir illt verra.

Úkraínudeilan keyrir heimshagkerfið að bjargbrúninni. 


mbl.is Verði að greiða fyrir eldsneyti í rúblum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

SÞ telja að Arabískt vor 2.0 sé í uppsiglingu í Miðausturlöndum vegna verðhækkana s.m.a. er tilkomnar vegna skorts á hveiti frá Ukrainu. Og nú telja Bretar að ferskt grænmeti hverfi úr hillum vegna hás kostnaðar við hitun gróðurhúsa. Allt þetta sýnir hve nauðsynlegt er að þjóðir séu sjálfbjarga með matvælaframleiðslu.

Annað sem mér dettur í hug er skammsýni stjórnvalda þegar Orkupakki3 var samþykktur. Í stöðunni sem nú er upp komin getum við allt eins búist við að sú skuldbinding verði innkölluð. 

Ragnhildur Kolka, 1.4.2022 kl. 11:42

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Það er furðuleg tímasetning að reyna að kenna Rússum siðfræði núna með viðskiptaþvingunum og höftum, þegar heimsbyggðin er að ná sér af Covid-19. Hallur Hallson var í ljómandi fínu og upplýsandi viðtali á Útvarpi Sögu í dag þar sem hann rakti það hvernig Biden feðgarnir báðir áttu sinn þátt í aðdraganda stríðsins 2014. Það var sett á frest þegar Trump komst til valda, en um leið og Biden verður forseti og Covid er búið byrjar það aftur. 

Það á ekki að reyna að kenna þjóðum eða þeim sem stjórna þjóðunum siðfræði. Við á Vesturlöndum ættum ekki að þykjast Páfinn sjálfur eða Páfadómur eða æðri öðrum siðferðilega, jafnvel þótt glæpir séu framdir í útlöndum ekki síður en á okkar landi.

Til að draga úr spennu og stríðsæsingi á hver einasta þjóð að huga að sínum innri friði. Hverskonar áróður er það að segja að við þurfum að vera í Nató? Hversu langsótt er það að Rússar ráðist á okkur ef við erum ekki í Nató? Er ekki miklu nærtækara að þeir ráðist á löndin sem næst þeim eru, fyrrum hlutar Sovétríkjanna?

Ingólfur Sigurðsson, 1.4.2022 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband