20 ára svindl Samfylkingar endurtekið

Haustið 2002 efndi Samfylkingin til innanflokkskosninga um þessa spurningu:  „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"

Skrifstofa Samfylkingar gerði flokkshesta út af örkinni með þessa spurningu til skráðra flokksfélaga. Um þriðjungur flokksmanna hafði fyrir því að svara. 

Sjö árum síðar, sumarið 2009, knúði ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fram þingmeirihluta fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu á grunni þessa veika umboðs. Samfylkingin efndi aldrei þennan hluta: ,,Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín." Hvorki gerði flokkurinn það né ríkisvaldið þegar það laut forræði Samfylkingar.

Og einmitt vegna þess að samningsmarkmiðin voru aldrei skilgreind gekk hvorki né rak með aðildarviðræður. Umsóknin dagaði uppi áramótin 2012/013.

Nú skal leikurinn endurtekinn. Í þetta sinn með Viðreisn og Pírata sem ábekinga.

Til að eiga minnstu von að ná árangri að sannfæra þjóðina um ágæti ESB-aðilar þarf að keyra sama prógrammið þrennar eða fernar kosningar og halda málefninu á lofti í almennri umræðu á milli kosninga. Með umboð kjósenda í almennum þingkosningum væri hægt að hnika málinu áfram. Skæruliðahernaður í þágu ESB-aðildar gerir það eitt að auglýsa tækifærismennskuna að baki.

ESB-sinnar eru einfaldlega ekki nógu sannfærðir sjálfir um skynsemi ESB-aðildar til að þeir nenni að ræða málefnið nema sem upphrópun. Núna halda þeir að ESB-aðild trekki, þegar Evrópa stendur í ljósum logum stríðsátaka. Þetta er svo vitlaust að maður hálf vorkennir vinstri vesalingunum. Aðeins pólitískum fáráðlingum dettur í hug að Íslendingar samþykki það samningsmarkið í viðræðum við Brussel að fá aðild að Evrópuhernum sem er í bígerð

Í síðustu vegferð vinstri hjarðarinnar gekk allt út á að Íslendingar skyldu fá stórkostlegar undanþágur frá meginsáttmálum Evrópusambandsins. Stjórn Jóhönnu Sig. sótti í raun ekki um aðild að ESB heldur um undanþágur frá aðildarskilmálum. Vinstristjórnin stóð fyrir bjölluati í Brussel en ekki heildsteyptri umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

ESB-sinnar hafa ekkert lært frá niðurlægingunni 2012/2013 er þriggja ára bjölluati lauk og umsóknin frá 2009 fór ofan í skúffu. 


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Mig minnir nú að Össur hafi fölnað við lestur og verið fljótur að stinga "samnings" kaflanum um fiskveiðar ofan í skúffu og læsa.
Svo kom Makríllinn inn í alla firði og hafnir
Er ekki tillaga um efnhagsþvinganir til handa Íslandi vegna þeirra veiða enn til umfjöllunar í Brussel

Grímur Kjartansson, 22.3.2022 kl. 09:29

2 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Það var spænski sjávarútvegsráðherrann sem útskýrði málin fyrir Össuri, sem talaði lítið um esb eftir það..

Guðmundur Böðvarsson, 22.3.2022 kl. 10:18

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þið ungu menn munið glórulausu póitík Samfó á þeim tíma!

Árin á eftir hafa vinstri menn dundað við að fjarlægja kristinfræði´í skólum landsins, auk þess bannað Gideó félaginu að gefa börnum eintak af þeim.
 En útvarpsstöðin Omega talar á hverju kvöldi við fólk sem það hefur hjálpað í vonleysi sínu vegna áfengissýki og biðlar til ríkra um hjálp.  

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2022 kl. 14:33

4 Smámynd: Jón Bjarnason

Gott að minna á hver var ráðherra landbúnaðar mála og sjávarútvegs í umsóknarferli ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.

Það er ekkert til sem heitir að velja úr, umsóknin er fyrirvaralaus og á forsendum ESB. Annars er ekki tekið við henni. 

Hinsvegar setti alþingi sér eigin fyrirvara í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum sem var fylgt eftir af mér sem ráðherra þeirra mála.

Á þeim fyrirvörum stöðvaðist ESB umsóknin. Makrílinn hjálpaði þar til þótt sumir íslenskir útgerðamenn miskildu hlutverk sitt í þeim efnum og héldu að þeir væru einir í heiminum 

Það er hinsvegar rétt að fyristaðan við inngöngu í ESB þá var ekki mikil hjá öðrum ráðherrum í ríkisstjórn Jóhönnu nema Ögmundi Jónassyn i enda er sótt um aðild til þess að komast inn..

Enda fagnaði framkvæmdsjtórn ESB því sérstaklega þegar mér  var vikið úr ríkisstjórn í árslok 2011. En þá var ESB umsóknin í raun stpp, En það er annað mál 

Krafa ESB var alveg klár : að fá forræði á fiskimiðunum sem ég hafnaði sem ráðherra.

Það er ekkert nýtt á ferð hjá ESB. Skilmálarnir eru óbreyttir  og verður ekki samið sig frá eins og var margítrekað af ESB . 

Umsóknar og aðildarskilyrði ESB liggja fyrir og einstök ríki geta þar ekkert valið úr.

Enda sækir enginn um aðild að ESB nema ætla þar inn. 

Aðlögunarsamningarnir snúast eingöngu um hversu hratt  umsóknarríkið geti uppfyllt og tekið upp öll lög og allar reglur ESB. 

Aðildarsamningi lýkur  þegar ríkisstjórnin fyrir sitt leyti er búin að skrifa undir og innleiða eða samþykkja alla aðildarkaflana.

Þetta er sem betur fer æ fleirum að verða ljóst.

Eitthvert "bjölluat" frá Íslandi í þeim efnum um eitthvað annað er óheiðarlegt bæði gagnvart ESB og landsmönnum  sem  enginn tekur mark á .

Jón Bjarnason, 22.3.2022 kl. 17:08

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Já svo eftirminnilegur og tryggur Íslandi hr.Jón Bjarnason.

Helga Kristjánsdóttir, 22.3.2022 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband