Fréttahönnun RÚV: hvar er Rakel?

Þrír blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar eru þjófsnautar, birtu stolin gögn frá Páli skipstjóra Steingrímssyni. Fjórði grunaði einstaklingurinn, með stöðu sakbornings, er Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks á RÚV.

Í fréttahönnun RÚV af málinu er þess vandlega gætt að fjalla ekki um Þóru. Hún skrifaði enga frétt úr gögnum Páls, og hlýtur að grunuð um annað en blaðamenn Kjarnans og Stundarinnar.

Þá heyrist hvorki hósti né stuna frá RÚV um Rakel Þorbergsdóttur sem tilkynnti skyndilega starfslok í nóvember sem fréttastjóri RÚV, þegar ljóst var að alvarlegt sakamál var í uppsiglingu. Starfsferill Rakelar á RÚV spannar 22 ár. Engin skýring var gefin og starf fréttastjóra var ekki auglýst fyrr en um áramót. Arftaki Rakelar var ekki ráðinn fyrir en lá fyrir hverjir liggja undir grun á Efstaleiti. Aðeins eru tveir dagar síðan

Rakel var yfirmaður Þóru. Samskipti út á við, til dæmis tilboð um illa fengin gögn, kæmi inn á borð Rakelar fremur en Þóru.

Ekki hefur verið upplýst hvort Rakel sé grunuð líkt og Þóra. Ef hún er það ekki má leiða líkum að því að þær upplýsingar væru komnar fram. RÚV á fullt í fangi með að fela Þóru fyrir sviðsljósi sakamálarannsóknar. Ef staðfest yrði að Rakel væri einnig sakborningur yrði kastljósinu eingöngu beint að RÚV en Kjarninn og Stundin féllu í skuggann. En það hentar ekki fréttahönnun RÚV. 

Rakel gæti verið lykilmanneskjan í samskiptum við verktakann er sá um að gera Pál Steingrímsson óvígan og stela af honum snjallsímanum. 

Dauðaþögn RÚV um Þóru og Rakel er býsna hávær. Veigamestu ákærurnar í fyrirsjáanlegu dómsmáli munu ekki beinast að Kjarnanum eða Stundinni - heldur Glæpaleiti.


mbl.is Engin innistæða fyrir uppþoti vegna skýrslutaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

RUV mætti að ósekju svara þessum vangaveltum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.2.2022 kl. 10:23

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Auðvitað þarf RÚV að svara fyrir starfslok Rakelar. Fréttastjóra segja ekki upp bara sisvona. Var henni sagt upp eða bauðst henni feitara starf? 

Ragnhildur Kolka, 18.2.2022 kl. 11:59

3 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

 The untouchables mað Eliot Ness voru frábærir þættir á sínum tíma og í dag er eins og RUV sé hinn nýji untouchables!!

Sigurður I B Guðmundsson, 18.2.2022 kl. 12:57

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt er það Heimir,en fulltrúar RÚV gera það ef þingmenn fara þess á leit. Hér svarar enginn frá RÚV.held það megi þau ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 18.2.2022 kl. 15:37

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

https://www.dv.is/frettir/2022/2/18/helgi-seljan-osattur-vid-ruv-thetta-voru-skipulagdar-arasir/

Guðmundur Böðvarsson, 18.2.2022 kl. 18:41

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hvenær hefur þú greint lesendum þínum Páll frá ódæðum Samherja í einu fátækasta landi veraldar? Brellum Samherja til að fela slóð peninganna? Uppsögn viðskipta norska bankans við þá á grundvelli peningaþvættisregla, sölufyrirtækinu á Kýpur eða þeim hópi manna sem sjálfur kallar sig skæruliða Samherja og markvisst gerði fjölmargt til að hrella, ógna og skaða blaðamenn sem fjölluðu um málið, og sem tóku sig saman um að breiða út rangfærslur með þeim hætti að vanur fjölmiðlamðaur í hópi skæruliðanna skirfaði greinar í nafni skipstjóra fyrirtækisins?

HVENÆR HEFUR ÞÚ GREINT FRÁ EINHVERJU AF ÞESSU OG KALLAÐ EFTIR VIRKRI LÖGREGLURANNSÓKN Á ÞVÍ? Og hvað er alvarlegt í okkar litla samfélagi ef ekki að voldugt stórfyrirtæki hegði sér svona gagnvart einstaklingum hér og fátækum þjóðum erlendis?

Helgi Jóhann Hauksson, 22.2.2022 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband