Þóra á Glæpaleiti

Þrír blaðamenn Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum og Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Doddi og Alli, og Arnar Þór Ingólfsson á Kjarnanum voru frægir í fimmtán mínútur síðdegis í gær. Þeir létu fréttast að vera boðaðir sem sakborningar í lögregluyfirheyrslu vegna eitrunar á Páli skipstjóra og gagnastuldi. Eftir myrkur birtist senuþjófurinn, drottningin á Glæpaleiti.

Alli og Doddi eru ekki sakaðir um eitrun og stuld heldur að nýta sér þýfi. Þeir voru kynntir af félögum sínum í blaðamannastétt sem fórnarlömb - höfðu ekkert annað gert en skrifa fréttir. Ekki beinlínis Woodward og Bernstein-bragur á þeim Knoll og Tott. En það mátti reyna.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir formaður Blaðamannafélags Íslands upplýsir, sennilega fyrir mistök, um kvöldmatarleytið í gær að Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks sé sakborningur. Þóra er ekki höfundur frétta úr gögnum Páls. Lögreglan á ekkert vantalað við hana um fréttaflutning RÚV. Engum blaðamanni dettur í hug að leggja saman tvo og tvo - eða lesa sér til.

Seint í gærkveldi viðurkenndi RÚV að Þóra væri sakborningur. En það fylgdu engar skýringar. Hvað gerði Þóra á bakvið tjöldin? 

Sakarefni blaðamanna Stundarinnar og Kjarnans er að nýta sér þýfi, vera þjófsnautar. Þeir notuðu stolin einkagögn - og vissu um þjófnaðinn. Stóri glæpurinn er eitrun og gagnastuldur. Maður þarf að vera stéttvís blaðamaður til að sjá það ekki.

Aðalsteinn og Þórður Snær viðurkenndu í gær að eiga aðild að ljótasta kafla fjölmiðlasögu Íslands. Áður höfðu bæði Alli og Doddi neitað málsaðild. Eitrað var fyrir almennum borgara, Páli skipstjóra, og símtæki hans stolið á meðan hann var á gjörgæslu. Lygar og blekking undir yfirskini blaðamennsku er RSK-þema: RÚV, Stundarinnar og Kjarnans. Þöggun er beitt á óþægilegar fréttir.

Aðalsteinn og Þórður Snær fengu gögnin frá RÚV, þaðan sem atlagan að Páli var skipulögð, og höfðu náið samráð um að koma þýfinu í umferð. 

RÚV sagði Alla og Dodda að klína nafninu ,,skæruliðadeild" á Pál skipstjóra og Örnu Bryndísi lögfræðing Samherja. Tvílembingarnir notuðu einmitt þetta heiti í fréttum sínum, sjá hér og hér. Á Glæpaleiti var þegar búið að ákveða fyrirsögnina: Skæruliðadeild Samherja er ekki þáttur á Netflix. Kvenlegur húmor atarna, líkt og forsetaframbjóðandi hafi hönd í bagga.

Páll og Arna höfðu notað þetta heiti, ,,skæruliðar", sín á milli í einkaskilaboðum. Eins og allir vita, nema kannski illa innrættir blaðamenn, talar fólk oft í hálfkæringi þegar það er á tveggja manna tali. Þau Páll og Arna litu á sig sem skæruliða innan Samherja, að berja á yfirstjórn fyrirtækisins sem Páli og Örnu fannst taka allof linkulega á ófrægingarherferð RSK gegn Samherja. 

Í meðförum RÚV, Alla og Dodda varð innanbúðardjók Páls og Örnu að samsæriskenningu um að Samherji væri með sérstaka ófrægingardeild á sínum snærum. Það er heilaspuni ættaður af Glæpaleiti. Spuninn virkaði, Samherji baðst afsökunar. Yfirstjórnin lyppaðist niður en ekki Páll skipstjóri og Arna lögfræðingur. Þau þurfa heldur ekki að biðjast afsökunar á því að bera blak af fyrirtækinu sem veitir þeim lifibrauð og raunar mörgum öðrum. (Ekki þó tilfallandi höfundi, svo því sé til skila haldið).

RÚV heldur áfram að blekkja þjóðina. Fyrirsögnin í gær af Alla, Dodda og félaga þeirra var þessi: ,,3 blaðamenn í yfirheyrslu vegna ,,skæruliðadeildar." Lögreglan hefur engan áhuga á samsærisþvaðri um hvað Páll skipstjóri og Arna lögfræðingur dunduðu sér. Aftur ætlar lögreglan að upplýsa hver eitraði fyrir Páli skipstjóra, stal síma hans og kom gögnunum til Alla og Dodda. Glæpir og samsæriskenningar eru sitthvað, þótt fæstir blaðamenn kunni að greina þar á milli. Starfsstéttin stígur ekki í vitið.

Eða hvers vegna er Þóra Arnórsdóttir ritstjóri Kveiks sakborningur í lögreglurannsókninni? Döh.

Starfsmenn RÚV, bæði núverandi og fyrrverandi, hafa fengið eða eiga von á símtali frá lögreglu þar sem þeir verða boðaðir í yfirheyrslu. En fyrst þarf lögreglan að tala við hlaupatíkurnar Alla og Dodda. Knoll og Tott eru forrétturinn, aðalrétturinn er enn í eldhúsinu.

Stefán útvarpsstjóri losaði sig við Rakel fréttastjóra í nóvember og Helga Seljan í janúar. Drottningin á Glæpaleiti er aftur kirfilega í fangi grunlausa lögreglustjórans fyrrverandi. Dómgreind er ekki aðalsmerki yfirstjórnar þjóðarútvarpsins.


mbl.is Þóra einnig boðuð til yfirheyrslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það kom loks að því að þetta opinberaðist, þ.e. á öðrum vettvangi en hér. Auðvitað er ekki verið að rannsaka hvernig unnið er úr upplýsingum, heldur hvernig á því stóð að fílefldur maður veikist snögglega, jafnvel svo að hann lá milli heims og helju um tíma og sú staðreynd að á meðan var síma hans stolið.

Hvort honum var byrlað eitur og þá hver stóð að því.

Hver stal símanum og skilaði aftur, meðan hann var rænulaus.

Hver tók upplýsingarnar úr símanum.

Um þetta snýst málið, ekki hvernig með þessar upplýsingar var síðan farið. Það er aukaatriði.

Gunnar Heiðarsson, 15.2.2022 kl. 07:55

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ótrúlegt að sjá RUV og meinta blaðamenn auk blaðamannafélagsis veðrast upp í heilagri vaandlætingu og hneikslan yfir því að þessir aðilar skuli kallaðir til vitnis í máli sem er í rannsókn.

Maður spyr sig hvort blaðamenn einir Íslenskra borgara séu stikkfrí frá því að svara spurningum í ákæru í rannsókn. Ef ekkert væri að fela myndu menn vera talsvert sjálfsöruggari en ef þeir hefðu eitthvað að fela.

Hvernig ætti lögreglan að komast að því hvort ákæran er rétt eða röng ef þessir blaðamenn telja sig hafna það að svara spurningum lögreglu.

Kannski er eitthvað til í þessari ákæru, kannski ekki. Það væri engin leið að komast að sannleikanum ef þeir standa ekki fyrir máli sínu. 

Af öllu þessu látæði að dæma þá hafa þeir eitthvað að fela og reyna örvæntingarfullt að fela sig undir pilsfaldi blaðamannafélasins.

Jón Steinar Ragnarsson, 15.2.2022 kl. 08:49

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er ekki hægt að útiloka aðkomu Aðalstein ef tilgáta Páls um flutning hans til Stundarinnar er rétt. Og I raun er ekki hægt að útiloka neitt af "vitnunum" ef samvinnan við høfuðpaurana í Efstaleiti er með þeim hætti sem Páll hefur útlistað á undanförnum mánuðum.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og sjá hvers megnug løgreglan er að upplýsa svona glæp. 

Ragnhildur Kolka, 15.2.2022 kl. 10:02

4 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Dómgreind er ekki aðalsmerki yfirstjórnar þjóðarútvarpsins.

Kristinn Bjarnason, 15.2.2022 kl. 10:04

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hvar er Sigfús Ómar med sín komment..??

Alla tíd látid af thví liggja ad Páll sé ad fara

med fleipur og jafnvel lýgi.

En thad er med Rúvara og vinstri menn,

their thola their aldrei sannleikann thegar

theirra fólk á í hlut.

Sigurður Kristján Hjaltested, 15.2.2022 kl. 15:01

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það þarf litla mús( bilaða í tölvunni)svo láti vera að mynda reiðibölv flæða hér yfir,vegna að minnsta kosti eitrunargjörningnum.

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2022 kl. 19:06

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað eiga þessir blaðamenn að hafa gert af sér?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2022 kl. 19:28

8 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Lögreglan er einfaldlega bara að vinna vinnuna sína. Málið sýnist mér snúast um hvernig gögn úr síma skipstjórans komast í hendur blaðamanna. það þarf alls ekkert að vera blaðamaðurinn sem stal símanum og reyndar ólíklegt. Þarna er verið að nota þriðja aðila og það er saknæmt að hylma yfir með honum þegar hann stelur síma og hugsanlega eitrar . Þetta hefur hins vegar ekkert með sekt eða ekki sekt Samherja .

Jósef Smári Ásmundsson, 15.2.2022 kl. 22:29

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er það glæpur að segja frá umsáturseinelti af hálfu stórfyrirtækis?

Guðmundur Ásgeirsson, 15.2.2022 kl. 22:38

10 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Sé að nærveru minnar er óskað hér. 

Ljúft og skylt að verða því kórkalli.

Ég gef nú lítið fyrir þetta mál, eins og við var að búast.

Höfundur hefur hér í á fimmta mánuð staðhæft og rukkað menn um glæpi (sjá heiti pistils hér að ofna) án sannanna. 

Höfundur hefur svo miðlað hér upplýsingum frá sínum samherjum, því ekki vill hann kannast við að vera miðla með "stolin" gögn eins og hann kallar sem þeir blaðamenn sem nú hafa réttastöðu, réttarstöðu vegna hvers ?

Vegna eitrunar ? 

Nei.

Vegna stolins síma ?

Nei.

Vegna fréttaflutings eða eins greinin heitir á sakamáli "brot á lögum um friðhelgi einkalífsins".

Kommon kæri höfundur, kanntu annan, tvíbökur og túkall.

Það er svo greinilegt að þessum viðburði er miðstýrt og höfundi hér um leið frá götu kennda við gler og það á Akureyri. 

Búið að fá löggustýruna og Sjálfsstæðiskonuna, Pálu frá Vestmannaeyjum með í liðið.

Svo tekur skömmina af þegar "fórnarlambið" sjálft, skiptjórinn bróðir rekunnar, kannast ekki við krógann og segist aldrei hafa kært neinn blaðamann.

Á meðann hamast höfundur og kórinn hér syngur í kolrangri tóntegund, sannarlegu aftansöngur það.

Mæti svo næst þegar nærveru minnar er óskað.

P.s , höfundur, áttu þau gögn sem Julian Assange vann með og birti fyrir alheim , rétt á sér í birtingu ?  Þessu er enn ósvarað af þinni hálfu. Mátt hringja í sama vin og Kristján Þór eða spyrja salinn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.2.2022 kl. 22:45

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guðmundur, þurfa menn að hafa gert eitthvað að sér til að vera kallaðir til vitnis í lögreglurannsókn?

Eru þessir blaðamenn yfir það hafnir?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.2.2022 kl. 05:09

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Guðmundur ,höfum það á hreinu. Nei, það er ekki glæpur að segja frá en það er glæpur að hylma yfir glæp. Ef menn verða vitni af því hátterni þá ber þeim skylda samkvæmt lögum að upplýsa lögreglu um málið. Um það snýdt málið.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.2.2022 kl. 08:33

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Jósef, þú hefur rangt fyrir þér með eitt atriði.

Vissulega er það ekki þannig að blaðamenn, eins og höfundur hér ,sé yfirhafnir lög.

Eins og höfundur hér, þá miðlar hann hér upplýsingum, sem kunna að vera illa fengin. Geri ekki ráð fyrir því að þær fréttir sem hann [höfundur] færir hér upp á disk sé endilega gert í samráði við Lögreglustýruna á AK og vilja, en vissulega er hægt þó að spyrja sig að því.

Ef sannarlegur blaðamaður kemst á snoðir um efni, fréttaefni sem kann að varða við almenning þá má litlu skipta hvaðan efnið er komið að því gefnu að það varði ekki persónuleg mál, þá eru til það mörg dómfordæmi og m.a frá þeim rétti sem höfundi er verulega illa við, þ.e Mannréttindadómi Evrópu en þar kemur fram að alvöru blaðamanni beri ekki að gefa upp heimildamann/menn sína, óháð öflun efnis.

Enda er téðir blaðamenn nú með réttarstöðu sakbornings v/ brota á lögum um friðhelgi einkalífsins. Ekkert um síma eða eitranir.

Hollt og gott samt að sjá að samherjunum fjölgar, nú mælast þeir hér, höfundur og fjármálaráðherra sem samherjar um það að ráðast að blaðamönnum fyrir að vinnuna vinnuna sína. 

Alveg geðveikt....

Sigfús Ómar Höskuldsson, 16.2.2022 kl. 14:31

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Steinar Ragnarsson.

Blaðamennirnir voru ekki kallaðir til vitnis.

Þeir voru kallaðir til yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga.

Á þessu tvennu er grundvallarmunur eins og þú hlýtur að vita.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.2.2022 kl. 14:36

15 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sigfús, þú hefur rangt fyrir þér. Það er alls ekki sama hvaðan fréttin kemur. Ef heimildarmaður aflar heimilda með saknæmum hætti gildir þessi regla ekki. 

Jósef Smári Ásmundsson, 16.2.2022 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband