Fimmtudagur, 13. janúar 2022
Pírati platar Fréttablaðið
Enginn frá Samherja var ákærður í Namibíumálinu, þótt RÚV hafi ekki enn sagt frá því. Píratinn Atli Þór Fanndal, sem rekur skrifborðsfélagið Transparancy, tókst þó að plata Fréttablaðið til að skrifa frétt um að framsalskrafa sé ekki komin frá Namibíu.
Fyrst þarf að ákæra, síðan að krefjast framsals. Ástæða þess að ekki er ákært er að stjörnuvitni RÚV, Jóhannes uppljóstrari, er ekki trúverðugur. Í ofanálag neitar Jóhannes að fara til Namibíu að bera vitni. Þarlendir eiga ýmislegt sökótt við hann.
Í Fréttablaðinu er klausa um að íslenskir embættismenn séu spilltir:
Íslandsdeild Transparency þrýstir á namibísk yfirvöld að grípa til aðgerða varðandi íslenska embættismenn sem hafa verið bendlaðir við spillingarmálið.
Atli Þór kemur líka fram í namibískum fjölmiðli með sömu ásökun.
Ein gerð spillingar er að dreifa fölskum ásökunum. Í þá spillingu eru Píratar djúpt sokknir.
Hvað Fréttablaðið er að pæla með þessari vegferð er aftur ráðgáta.
Athugasemdir
Stundin var að staðfesta komu Helga Seljan til starfa...
Guðmundur Böðvarsson, 13.1.2022 kl. 14:22
Þú segir: "Ein gerð spillingar er að dreifa fölskum ásökunum."
Hvernig væri að þú færir að líta í eigin barm og skoða hverju þú ert að dreifa hérna á þessu bloggi þínu?
Nánast allt sem þú skrifar eru fals eða uppspuni frá rótum.
Jack Daniel's, 13.1.2022 kl. 16:59
Ég held að það sé rétt að það komi fram, að samkvæmt stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands er óheimilt að framselja íslenskan ríkisborgara til annars ríkis.
Hafi íslenskur ríkisborgari gerst sekur um refsivert athæfi í öðru landi, en er á Íslandi, verður hann ekki sóttur til saka nema fyrir íslenskum dómstól.
Þórhallur Pálsson, 13.1.2022 kl. 18:45
Man eftir einu dæmi um framsal frá Íslandi en þá var verið að senda viðkomandi til síns heimalands.
En nokkur dæmi eru um að íslenskir afbrotamenn erlendis óski eftir að vera sendir heim sá frægasti kom víst frá Malaga af mannúðarástæðum
Grímur Kjartansson, 13.1.2022 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.