Laugardagur, 8. janúar 2022
RÚV og Fréttin: umdeildir fjölmiðlar
RÚV birtir frétt um að annar fjölmiðill, Fréttin.is, sé umdeildur og ætti ekki að fá leyfi til að mæta á blaðamannafundi.
Í frétt RÚV er Fréttin.is bendluð við falsfréttir og upplýsingaóreiðu.
RÚV lætur falsfrétt standa um að þrír Íslendingar sæti ákæru í Namibíu og nafngreinir þá. En það eru engir Íslendingar sem sæta ákæru í Namibíu. Sú vitneskja hefur legið fyrir frá í október. En áfram stendur falsfrétt RÚV óuppfærð og óleiðrétt.
Lögreglurannsókn stendur yfir á aðild RÚV að eitrun og gagnastuldi. Ekki er vitað til þess að Fréttin.is sé undir lögreglurannsókn.
Spurning hvor fjölmiðillinn sé umdeildari, RÚV eða Fréttin.is
Athugasemdir
Væri tilvalið hjá þér að senda þeim umsókn
Fréttamaður | RÚV | Fullt starf Reykjavík | Alfreð (alfred.is)
Grímur Kjartansson, 8.1.2022 kl. 10:53
Góður, Grímur.
Ég er að bíða eftir að þeir auglýsi starf fréttastjóra.
Páll Vilhjálmsson, 8.1.2022 kl. 11:02
þetta líst mér illa á, þá mundi ég þurf að fara að fylgjast aftur með rúv.
Guðmundur Jónsson, 8.1.2022 kl. 18:08
Alveg stórkostlegt að lesa um vegferð "fréttamanns" RÚV sem fór bónleiður búðar til fjölmiðlanefndar, blaðamannafélagsins, landlæknis og guð má vita hvað til að reyna að koma því til leiðar að Fréttinni yrði bannað að mæta á upplýsingaóreiðufundi almannavarna.
Þorsteinn Siglaugsson, 9.1.2022 kl. 00:50
Úr áráðurspésanum sem Páll tengir í.
"Hjartalyfið sem var ekki hjartalyf
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttarinnar, bar upp tvær spurningar á upplýsingafundinum. Í þeirri fyrri spurði hún sóttvarnalækni hvort að hann vissi hvers vegna Tromethamine, sem hún sagði vera hjartalyf fyrir fullorðna, væri notað í bóluefni fyrir börn. Sú spurning virðist þó hafa byggst á misskilningi því Tromethamine er ekki hjartalyf fyrir fullorðna heldur hjálparefni sem notað er í lyfjaframleiðslu. Það stýrir sýrustigi og gefur færi á að geyma bóluefnin lengur í kæli. Til stendur að nota það einnig í bóluefni Pfizer fyrir fullorðna. Síðari spurningin sneri að því hvort foreldrar barna fengju skriflegar upplýsingar um mögulegar aukaverkanir bólusetningar og hver bæri ábyrgð ef af hlytist varanlegur skaði."
Með leit eftri "Tromethamine" á www kemur strax í ljós að þetta er fyrst og fremst hjartalyf. Ég á stóll sem er oft notaður sem trappa með ágætum árangri, hann ættir samt ekki að vera stóll við það.
Sturlun þessa fólks er komin á stig sem gerir það stórhættulegt.
Guðmundur Jónsson, 9.1.2022 kl. 10:22
https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2273895/
Þar sem ekki er lengur hægt að setja athugasemd við þessa færslu hér að ofan, set ég hana hér.
En ég vil benda höfund TA á eftirfarandi staðreyndir:
Alexander Kristjánsson, blaðamaður, fór af MBL yfir á RÚV.
Anna Lilja Þórisdóttir, blaðakona með langa reynslu fór af MBL yfir á RÚV.
Guðrún Hálfdánardóttir, ein reynslumesta blaðakona landsins, fór af MBL og yfir á RÚV.
Snorri Másson, blaðamaður, fór af MBL yfir á Stöð 2.
Er þetta þá ekki "flótti"líka?? Mér er bara spurn.
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, 10.1.2022 kl. 08:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.