RÚV afgangsstærð: safn og leikhús

Ýmsar leiðir eru stjórnvaldi opnar til að sýna vanþóknun á undirstofnun. Til dæmis með flutningi milli ráðuneyta. Fyrir helgi var RÚV undirstofnun menntamálaráðuneytis. En með nýskipan ráðuneyta verður RÚV undirstofnun ráðuneytis ferðamála-, viðskipta og menningar.

Lilja Alfreðs verður ráðherra. Hún nefndi ríkisfjölmiðilinn ekki á nafn þegar hún tók við ráðuneytinu. 

Fréttastofa RÚV klórar í bakkann og segir undir Lilju heyra ,,stofnanir eins og Samkeppniseftirlitið, Ríkisútvarpið, Ferðamálastofa, Neytendastofa, Þjóðleikhúsið og hvers konar safnastarfsemi."

Menningarflokkur RÚV er safn og leikhús. Hvað ætli verð sýnt? Jú, afritunarherbergið í kjallaranum. Þar situr Heiðar fréttastjóri og leitar í samheitaorðabók. Á fjölunum verður leiksýningin Fjórmenningarklíkan á Glæpaleiti. Handritið er í smíðum hjá lögreglunni á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband