Fimmtudagur, 25. nóvember 2021
Biðst Stefán afsökunar á lögbrotum RÚV?
Forstjóri Samherja baðst afsökunar vegna starfsmanna sem gengu full djarflega fram að andæfa fjölmiðlaherferð RÚV og fylgimiðla er beindist að útgerðinni. Starfsmenn Samherja brutu engin lög þegar þeir andmæltu herferð RÚV. Á daginn kom að RÚV reisti mál sitt á rógi en ekki rökum. En það er önnur saga.
Þegar svokölluð ,,skæruliðadeild" Samherja var kynnt til sögunnar af dótturfélögum RÚV, Stundinni og Kjarnanum, var byggt á stolnum gögnum sem fengin voru með alvarlegum glæp, eitrun á Páli skipstjóra.
Ritstjóri Kjarnans játar að RÚV sá um að stela gögnunum. Kjarninn og Stundin komu þýfinu á framfæri í búningi frétta. Lögreglurannsókn stendur yfir á málinu og Rakel fréttarstjóri RÚV er hætt störfum.
Nú er spurt: mun Stefán Eiríksson útvarpsstjóri biðjast afsökunar á glæpsamlegu athæfi undirmanna sinna? Eða finnst fyrrum lögreglustjóra sjálfsagt að RÚV afli frétta með lögbrotum?
Athugasemdir
Við bíðum spennt eftir niðurstöðu lögreglurannsóknarinnar, á meðan myndum við þiggja leka.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.11.2021 kl. 10:02
Rakel fréttastjóri er ekki hætt...
Guðmundur Böðvarsson, 25.11.2021 kl. 10:20
I leiðinni mætti hann biðjast afsøkunar á að reka leiðinlegustu sjónvarpsstöð í heimi. Ekki skrítið þótt þjóðin sé þunglynd þegar kvøld eftir kvøld upp á hana er troðið øllum sorgum veraldar. Meira að segja hafa nú bresku glæpamyndirnar á þriðjudögum vikið fyrir sænskri vellu. Og svo eru það endursyningarnar endalausu. Það ætti að vera gild uppsagnarsøk að drepa fólk úr leiðindum.
Ragnhildur Kolka, 25.11.2021 kl. 11:47
Guðmundur minn, Rakel er hætt. Hefur sagt upp störfum fyrir nokkrum vikum og lýkur þeim á áramótum. Hún er hætt en ekki farin heim rétt eins og aðrir, sem klára uppsagnarfrest, en þú vilt kannski standa í einhverjum hártogunum um það hvort hún er enn uppi í efstaleiti eður ei.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.11.2021 kl. 14:39
Hefur sem sagt dómstóll höfundur og meðdómenda hér sem sagt kveðið á um sekt ?
Sé mér til skemmtunar að Frú Kolka mætir hér og reynir að grína um stemmarann með því að níðar niður RÚV. Það eitt og sér er fyndið.
Páll, er þetta ekki að verða gott hjá þér ?
Sigfús Ómar Höskuldsson, 25.11.2021 kl. 18:11
Hvaða hausar fjúka ef þetta er nú alltsamam satt?
Kv.
Alli
Alfreð Dan Þórarinsson, 25.11.2021 kl. 21:46
Hafa þessi meintu lögbrot verið sönnuð? Hvar eru sannanirnar?
Eða er "dómstóll bloggheima" bara búinn að dæma án rannsóknar?
Guðmundur Ásgeirsson, 25.11.2021 kl. 23:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.