Kvótastrákar og afdrif húsmæðraskóla

Kvóti fyrir stráka í framhaldsskóla til að ekki verði úr kvennaskóli. Örþrifaráð sem bjargar ekki framhaldsskólanum frá afdrifum húsmæðraskóla. Skólafólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Í dag er settur kynjakvóti en í gær var ákveðið að skólar hættu að kyngreina nemendur. Dálítið mótsagnakennt.

Framhaldsskóli fyrir alla varð ráðandi stefna á síðasta þriðjungi síðustu aldar. En æ fleiri drengir afþakka skólavist eða eiga ekki kost á henni sökum ónógs undirbúnings úr grunnskóla, þar sem 85% kennara eru konur. Óbein skilaboð til drengja eru frá leikskólaaldri að skóli sé fremur fyrir stelpur en stráka.

Þetta er ekki séríslensk þróun. Heil kynslóð bandarískra karlmanna nennir ekki framhaldsskóla, segir Wall Street Journal.

Enginn kann skýringu á umbreytingunni, þótt tilgátur séu á lofti. Samhengi launa og menntunar er ekki eins og fyrrum. Framhaldsskólinn er undirbúningur fyrir háskólanám. Lítt spennandi er að mennta sig í láglaunastörf eða á atvinnuleysisskrá.

Gjaldfall menntunar á vinnumarkaði eru samfélagsleg skilaboð um að skólaganga borgar sig ekki.

Framhaldsskólinn varð til fyrir daga tölvubyltingarinnar. Aðgengi að upplýsingum er ótakmarkað. Hægt er að mennta sig án atbeina skóla. Ekki það að miklar líkur séu á að fjöldinn leggi í þá vegferð.

Í framhaldsskóla læra ungmenni af báðum kynjum félagslega færni sem nýtist þeim í lífi og starfi. Í einkynja skóla verður félagsleg mennt einsleitari og efnisrýrari.

Húsmæðraskólar runnu sitt skeið um það bil sem framhaldsskólar urðu fyrir alla. Framtíð framhaldsskóla liggur í sérhæfingu. Þeir verða ekki lengur safnhús ungmenna í bæjum eða borgarhlutum. Strákarnir hafa þegar tékkað út. Strákakvóti breytir engu í kynlausum skóla.

 


mbl.is Aðrir skólar skoða ekki kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Richard Þorlákur Úlfarsson

Konur eru að ná öllum völdum í vestrænum þjóðfélögum.

Á Íslandi ráða til dæmis konur hvaða karlar eru valdir í landsliðið.

Þar sem íslensk lög segja að hver og einn geti ákveðið hvort viðkomandi er karl, kona eða hvorugt, hafa kynjakvótar enga þýðingu lengur. Þú skráir þig bara það sem hentar best hverju sinni. Þetta er orðið svo þróað í sumum skólum að getur þú skráð þig í sund með stelpunum og í fótbolta með strákunum.   

Richard Þorlákur Úlfarsson, 26.10.2021 kl. 10:55

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Það er eiginlega ekki hægt að segja annað;

En stundum ert þú hreinlega góður.

Skarpur.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.10.2021 kl. 13:45

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ávallt skarpur.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.10.2021 kl. 14:50

4 Smámynd: Guðrún Jónína Magnúsdóttir

Skil ekki alveg röksemdafærslur í þessari grein. Í fyrsta lagi eru húsmæðraskólar enn við líði og þar meira að segja ganga ungir menn til náms eins og í kvennaskolanum. Eru kannski húsmæðraskólar að leggjast af eftir að karlar komust inn í þá? Með sömu rökum mætti þá segja að konur hefðu fallið úr skólum frá upphafi þar sem aðeins eru tveir til þrír áratugir síðan kynjamismunurinn meðal kennara varð körlum í óhag. 
Svo mætti líka skoða söguna og átta sig á því að eftir að atvinnurekendur máttu ekki lengur nota börn sem vinnuafl, beitti ríkið brögðum til að tæla konur út á vinnumarkað. Niðurfelling skatta fyrir fólk sem gifti sig var eitt, aðeins helmingur af launatekjum kvenna skattlagður var annað, fríir leikskólar við sjukrahús var eitt enn.þegar öll störf sem konur höfðu áður unnið launalaust inni á heimilunum þurftu þá að vera unnin á annan máta en kakan (þjóðartekjurnar)sú sama varð að lækka laun þeirra sem ekki voru fyrirvinnur,þ.e.a.s. Kvenna. Umönnun ungbarna og aldraðra, matseld, saumar, prjón og margt fleira kostaði allt í einu beinharða peninga. Laun eins aðila dugðu allt í einu ekki til framfærslu. Kannski við ættum að skoða betur hve gildishlaðið uppeldi drengja er, þeir vilja allir verða flugmenn, lögfræðingar tannlæknar og tölvunördar. Sem sagt velja sér störf eftir launaupphæðum.En meðan þeim líðst að hanga heima á klámsíðum netsins og fá að skrópa í skólum þar til í óefni er komið er ekki nema von að þeir tékki sig út.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir, 26.10.2021 kl. 22:16

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Menntunin var talin fyrir stráka eingöngu lengi framan af. Um leið og það breyttist minnkaði þörfin fyrir húsmæðraskólana, sem aðeins stúlkum var talið eðlilegt að sækja áður. 

Þeir eru ennþá við lýði en fyrir þá er á brattann að sækja meðan almenningsálitið er að þar sé hið forna þjóðfélag.

Ingólfur Sigurðsson, 27.10.2021 kl. 04:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband